Copy paste blaðamennska mbl.is

1322898

Mynd: úr frétt mbl.is

Morgunblaðið er virtur fjölmiðill sem hefur starfað í meira en heila öld. Blaðið hefur reynst vera áreiðalegt í fréttaflutningi og leyft andstæðum skoðunum að koma fram. Bókstaflega allir fá að skrifa í blaðið.

En eitthvað vantar upp á heimildavinnslu þegar kemur að erlendum fréttum. Spyrja má, hvaðan fær blaðið heimildir sínar? Það skiptir nefnilega miklu máli, því að erlendir fjölmiðlar hafa breyst mikið undanfarna áratugi, eiginleg blaðamennska er ekki lengur í fyrirrúmi, bara áróður eiganda þessara fjölmiðla.

Þessi spurning kom upp í huga minn þegar ég las stutta frétt sem ber heitið: "Pence gagnrýnir Trump." 

Sjá slóðina: Pence gagnrýnir Trump

Þar segir eftirfarandi:

"Re­búbli­kan­flokk­ur­inn hef­ur ávítt tvo af helstu þing­mönn­um sín­um fyr­ir að rann­saka óeirðirn­ar í banda­ríska þing­hús­inu. Þar rudd­ist æst­ur múgur inn og lést lög­reglumaður eft­ir að hafa reynt að verja bygg­ing­una."

Þarna er ekki farið rétt með staðreynd, þegar haldið er fram að lögreglumaður hafi látist í óeirðunum. Það er bara ekki rétt. Umræddur lögreglumaður lést daginn eftir, sennilega vegna heilablóðfalls.

Hér kemur yfirlýsing lögreglunnar á Capital Hill: “The USCP accepts the findings from the District of Columbia’s Office of the Chief Medical Examiner that Officer Brian Sicknick died of natural causes. This does not change the fact Officer Sicknick died in the line of duty, courageously defending Congress and the Capitol.” Auðvitað reyna þeir að tengja dauðsfall hans við óeirðirnar og kallað andlátið "died in line of duty", þegar lögregluliðið á staðnum stóð sig ekki í stykkinu, svo vægt sé til orða tekið.

Að minnsta kosti fjórir lögreglumenn frömdu sjálfsmorð næstu mánuðina en það gæti verið vegna annarra ástæðna en vegna óeirðana.

Það er hins vegar staðreynd að ein manneskja af þeim sem fóru inn í byggingu Capitol Hill, var skotin til bana af stuttu færi af lögreglumanni, á meðan hún hvatti annað fólk í kringum sig að beita ekki ofbeldi.

"Ashli Babbitt, 35 ára frá San Diego og fyrrum hermaður í flughernum, lést daginn sem óeirðirnar urðu eftir að hafa verið skotin í öxlina af lögregluþjóni á Capitol þegar hún reyndi að þvinga sig inn í húsið þar sem meðlimir Þingið var í skjóli á sínum stað, samkvæmt yfirlýsingu frá þáverandi lögreglustjóra Capitol, Steven Sund."

Sjá t.d. slóðina:

How Many Died as a Result of Capitol Riot?

Það er næsta einfalt að komast að þessu og þar sem þessi frétt hefur verið í gangi í meira en eitt ár, mætti ætla að blaðið væri kunnugt allar staðreyndir málsins.

Ég er viss um að blaðið hafi ekki ætla sér að birta falsfrétt, umræddur blaðamaður sem skrifaði greinina, hefur greina bara "copy paste og translate" þessa frétt. Fréttin er sögð vera frá AFP eða a.m.k. ljósmyndirnar í fréttinni. Ég get ekki séð nafn þess sem vann þessa frétt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband