Deildaskipt Alþingi

alþingi

Mynd: sætaskipan á Alþingi endurspeglar raunverulegt vald. Ráðherrar sitja í öndvegi!

Margt er að í íslenskri stjórnskipan.  Draugar fortíðarinnar hafa enn áhrif á hvernig valdinu er skipt upp.  Dæmi um þetta er staða forseta Íslands, sem virðist dags daga starfa sem yfirsendiherra og almannatengill ríkisins við borgara landsins.  Hvernig starfið er unnið virðist vera persónubundið. Núverandi forseti er hlédrægur og það birtist í störfum hans; hann virðist litið vera meðal almennings. En hvað um það, umfjöllunarefnið hér er Alþingi.

Svo virðist vera að þingmenn samtímans séu hæstánægðir með að deildaskipting Alþingis í tvær málstofur hafi runnið sitt skeið á enda. Grípum niður í ræðu þingmannsins Einars K. Guðfinnssonar árið 2016 sem hélt ræðu um aflagningu deildaskiptinguna.

"Ég vil vekja athygli hv. alþingismanna á því að í dag er liðinn aldarfjórðungur, 25 ár, frá því að Alþingi var gert að einni málstofu. Stjórnarskipunarfrumvarp til breytinga á stjórnarskrá um þetta efni var til lokaafgreiðslu á Alþingi 31. maí 1991 og voru lögin staðfest af forseta Íslands og birt í Stjórnartíðindum þann sama dag.

Með þessari breytingu var sömu skipan komið á og verið hafði við endurreisn Alþingis 1845, en þá starfaði þingið í einni málstofu. Sú skipan stóð til 1874 en með setningu stjórnarskrár fyrir Ísland það ár var ákveðið að skipta þinginu í tvær deildir, efri deild þar sem helmingur fulltrúa var konungkjörinn og neðri deild þar sem fulltrúar voru þjóðkjörnir. Jafnframt var gert ráð fyrir sameiginlegum fundum, sameinuðu Alþingi, til að setja og slíta þinginu og til að skera úr ágreiningi milli deildanna þegar þær gætu ekki komið sér saman um breytingar á frumvarpi." 

Og Einar endar mál sitt á eftirfarandi orðum:  

"Sú ákvörðun að gera Alþingi að einni málstofu 1991 var heillarík og löngu tímabær, enda hinar sögulegu forsendur deildaskiptingarinnar þegar brostnar 1915 með afnámi konungkjörinna fulltrúa. Nú mun fáum eða engum hugnast að snúa til fyrra fyrirkomulags."

En er þetta heillarík ákvörðun? Það hefði mátt taka betur til á löggjafarsamkundu Íslendinga en þetta. Hvað með að ríkisstjórn Íslands, framkvæmdarvaldið, sitji á Alþingi og fái að greiða atkvæði? Er það þrískipting valdsins? Og þeir sem stjórna raunverulega á bakvið tjöldin, ráðuneytisstjórarnir og starfsfólk þeirra, sem semja lögin að stofni til og ráðherrar leggja fram? Er það lýðræðislegt að ráðuneytisstjórar hafi óbeinan aðgang að löggjöfinni?

Það er svo að réttur minnihlutans á Alþingi er fótum troðinn og frumvörp þingmanna hans, ná sjaldan fram að ganga. Það vill gleymast að minnihlutinn og fulltrúar minnihlutahópa/skoðanna, eiga að hafa sína rödd. Í raun er ofræði meirihlutans sem ræður ferðinni og ekki nóg með að stjórnarflokkarnir setji löggjöf, heldur geta þeir einnig sett hana í framkvæmd með sama fólki og situr á Alþingi. Það er oft talað um að ráðherrar og flokkar þeirra noti Alþingi sem afgreiðslustofnun, og þingmennina sem embættismenn sem stimpla skjöl frá ráðuneytum og Evrópusambandinu. Það er enginn stoppari á vondri löggjöf.

Ég er nokkuð hrifinn af tvískiptingu Bandaríkjaþings. Með því að hafa það tvískipt, er komið í veg fyrir að meirihlutinn traðki á minnihlutanum (sbr. philibuster - þar sem kraftist aukinn meirihluta fyrir meiriháttar löggjöf) og tryggir þar með rétt allra, líka minnihlutans. 

Fulltrúardeildin endurspeglar samsetningu þjóðarinnar eftir íbúafjölda og fær hvert ríki þingmenn eftir íbúafjölda þess. Jafnfjöldi fulltrúa - Öldungadeildarþingmenn - tryggir hins vegna að eitt ríki drottni ekki yfir öðrum og fá því hvert ríki einungis tvo Öldungardeildarþingmenn. Svo er mál send á milli deilda og það tryggir að farið sé yfir málið vandlega (og komið í veg fyrir mistök meirihlutans í fulltrúardeildinni).

Þetta fyrirkomulag tryggir að meirihluti íbúanna hafi sína fulltrúa, í samræmi við íbúasamsetningu en einnig að landsvæði (ríki) hafi sitt að segja um stjórn alríkisins.

Þetta fyrirkomulag má yfirfæra yfir á Ísland. Neðri deild endurspeglar íbúafjölda en efri deild verndar hagsmuni landshluta. 

Eins og staðan er í dag, er misræmi atkvæða, atkvæði þitt er minna virði í Reykjavík en ef þú flyttir til Ísafjarðar. Er það eðlilegt?

Svo er það um ákvörðunartökuna. Antonin Scalia sagði að ákvörðunartakan eigi að vera erfið en hún er það ekki á Alþingi samtímans. Afgreiðslustofnun ríkisins mætti kalla Alþingi.

Einar K. Guðfinnsson - ræða á Alþingi

Sjá einnig grein mína: 

Varnagli lýðræðisins - Antonin Scalia

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband