Fyrsta grein mín hér á blogginu fjallaði um tjáningarfrelsið sem má nota sem yfirhugtak yfir málfrelsi, fundarfrelsi og tjáningarfrelsi. Það er engin tilviljun að ég valdi það viðfangsefni í fyrstu grein minni. Tjáningarfrelsið er grunnurinn að öllu því sem ég segi hér á þessum vettvangi sem er ansi fjölbreytt.
Þórarinn Hjaltason, sem mér skilst að sé hlaðvarps þáttastjórnandi, kemur inn á umræðuna um málfrelsið. En hann kemur með athyglisverðan vinkill sem er ástæðan fyrir að ég tek fyrir grein hans.
Þórarinn ræðir um hvort öfgahópar og skoðanir þeirra geti verið góðir fyrir umræðuna. Það sem hann á við er að þeir ýti þjóðfélagið í rétta átt og tali um mál sem annars myndu liggja niðri.
Það kann svo sem að vera rétt en það er einn galli á gjöf Njarðar, einmitt vegna þess að þetta eru öfgahópar, hafa þeir öfgaskoðanir. Þeir sem hafa öfgaskoðanir hafa einmitt tilhneigingu til að þagga niður andstæðingum sínum með öllum tiltækum ráðum. Öfgahópar telja sig hafa fundið hinn óvéfengjanlega sannleik.
Þórarinn segir að "...ógnarstjórn öfgaaflanna þurfi ekki að halda uppi með stanslausu eftirliti með þegnum ríkisins heldur sjá þegnarnir sjálfir að stóru leyti um eftirlitið." Þetta kallast sjálfritskoðun þegar fólk sem tekur þátt í samfélagsumræðunni forðast ákveðin hugtök eða forðast að styggja ákveðna hópa, hvort sem þessir hópar biðji um það eða ei.
Grípum niður í grein Þórarins:
"Czeslaw Miloscz talar um að öfgafólk á tímum Stalíns hafi ekki nauðsynlega verið vont fólk heldur réttlætti það óafsakanlega hegðun með vísan til þess fyrirheitnalands sem myndi rísa í kjölfarið. Það fyrirheitnaland tókst aldrei að mynda. Almenn umræða og efasemdir voru kveðnar niður með vísan til þess að þeir sem setja spurningamerki við áætlanir og aðgerðir öfgafólksins séu mótfallnir markmiðinu. Tvíræðni flókinna málefna er fyrir borð borin og þess krafist að litið sé á öfgarnar sem réttu leiðina fram á við. Sá sem efast um þá sýn er umsvifalaust tekinn úr umferð. Fræðimenn innan akademískra stofnanna höfðu áhyggjur af eigin stöðu og blésu í lúður öfgafólksins til þess að halda í störf sín. Í besta falli þögðu þeir.
Öfgahópar eru ekki alltaf trúarlegs eðlis, en forystufólk slíkra hópa líkist trúarleiðtogum. Það er í senn hetjur og fórnarlömb. Til að sannfæra fólk um réttmæti afstöðu sinnar nota leiðtogarnir torskiljanleg hugtök sem svör við hverskyns spurningum. Torskiljanleg hugtök koma öfgahópum vel á marga vegu. Þeir lenda oft í vandræðum með framboð af óvinum en ráða fram úr því með því að sannfæra fólk um að þeir séu illskan upp máluð. Hverskyns mistök sem andstæðingurinn hefur gert eru notuð sem vitnisburður og staðfesting á þeirri sýn. Óvinurinn verðskuldar ekki að svara fyrir sig því samkvæmt öfgahópnum hefur hann ekkert haldbært að segja. Hann er og verður illur samkvæmt skilgreiningu."
Þórarinn kemst sem sagt að þeirri niðurstöðu að öfgahópar og skoðanir þeirra, geti komið fram með hulin "tabú" en vegna þess hvernig þeir eru innstilltir, þ.e.a.s. öfgasinnaðir, þá loki þeir fljótt á umræðuna eða eyðileggi hana.
Þá komum við inn á það sem ég hef varað lengi við, en það er fólk sem fylgir hugmyndafræði (stundum leiðtogum án þess að hugmyndafræði komi við sögu), geti verið varasamt. Það er af þeirri einfaldri ástæðu, að það heldur það hafi höndlað hinn eina sanna sannleik, sem er ígildis trúarkenningu, og því leitast það við að eyða allri annarri hugsun en þeirri einu "sönnu".
Mannkynssaga er full af slíkum dæmum. Sjá má þennan hugmyndafræðilega klofning í siðbreytingunni í Evrópu á sínum tíma, svo eitt dæmi sé tekið af mýmörgum. Kommúnismann á 19. öld og svo framvegis.
Mesta áhyggjuefnið samtímans er sjálfsritskoðun borgaranna. Ef nógu stór hópur þeirra hættir að gagnrýna og reynir að þagga niður í öðrum, sem hafa aðra sýn, þá er stutt í endalok lýðræðisins. Ekki halda að lýðræðið standi að eilífu, sé óhagganlegt. Venjulega er þróunarferillinn þessi: Einveldi (t.d. koungsstjórn), lýðveldi (lýðræði) og harðstjórn (einræðisherra eða fámennisstjórn).
Ef við lítum á nýjasta dæmið um baráttuna um málfrelsið, þá er umræðan um Joe Rogan athyglisverð. Hann er frægasti hlaðvarps þáttastjórnandi Bandaríkjanna um þessar mundir og heldur út hlaðvarpinu "The Joe Rogan Experience". Ráðist var á hann um daginn fyrir þær einu sakir að leyfa viðmælanda að koma með sína skoðun á gagnsemi bólusetninga. Ekki það að Rogan hafi sjálfur komið með sínar skoðanir, bara það eitt að leyfa aðrar raddir hljóma. En svo virðist vera að gagnrýnendur Rogan, hælbítanir, verði ekki kápan úr klæði og virðast vera gerðir afturreknir - í bili að minnsta kosti.
Svo eru það meirihlutaskoðanirnar. Hefur meirihlutinn alltaf rétt fyrir sér? Hafa "samsæriskennismiðirnir" eða vísindamenn sem hafa aðra sýn en meginþorri vísindamanna alltaf rangt fyrir sér? Eru það ekki þeir sem þora að hugsa út fyrir boxið sem koma samfélaginu áfram?
Minnast má stuðning Galileo Galilei við kenningar Kóernikusar um það að reikistjörnurnar gengju umhverfis sólina og olli árekstri við kirkjuna, að ef þaggað hefði verið niður í honum ásamt öðrum, þá hefði hefðu framfarir í stjörnufræði seinkað. Hvort hefur níutíu og níu manns rétt fyrir sér með þá skoðun að sólin snúist um jörðina eða sá eini sem heldur fram hið gagnstæða? En hún snýst nú samt og sama má segja um sannleikann, hann snýst áfram og brýst út fyrr eða síðar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 3.2.2022 | 09:21 (breytt kl. 10:22) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.