Jón Eiríksson konferenzráđ

Jón
Jón Eiríksson konferenzráđ náđi lengst Íslendinga í metorđum innan danska ríkisins á 18du öld og var ţá sá, ásamt Árna Magnússyni og Skúla fógeta, sem mestu ţokađi í framfaraátt hér á landi.
 
Jón fćddist 31. ágúst 1728, sonur Eiríks Jónssonar, bónda í Skálafelli í Suđursveit og síđar í Hólmi á Mýrum í Hornafirđi, og k.h., Steinunnar Jónsdóttur, frá Hofi í Örćfum.
 
Eiginkona Jóns var Christine María Lundgaard en börn ţeirra sem upp komust voru Jens, sekreteri í rentukammerinu; Eiríkur, einnig sekreteri í rentukammerinu; Anna Margrét, gift Tycho Jessen sjóliđsforingja; Ludvig amtmađur; Steinunn, gift Posth kommandör; Hans, lćknir í Kaupmannahöfn, og Bolli William, tollstjóri í Marstal.
 
Jón lćrđi fyrst hjá Vigfúsi Jónssyni, presti í Stöđ,móđurbróđur sínum. Hann var tvo vetur í Skálholtsskóla ţar sem hann kynntist velgjörđarmanni sínum, Ludvig Harboe biskupi. Jón tók stúdentsprófi í Niđarósi 1748, stundađi nám viđ Kaupmannahafnarháskóla, varđ baccalaureus 1750 og lauk lögfrćđiprófi međ fyrstu einkunn 1773.
 
Jón varđ prófessor í lögfrćđi viđ Sóreyjar skóla 1773, var skipađur skrifstofustjóri í norsku stjórnardeildinni 1771, forstjóri í toll- og verslunarstjórninni 1773 og síđan í rentukammerinu 1777. Hann varđ assessor í hćstarétti Danmerkur 1779, og var yfirbókavörđur í konungsbókhlöđunni 1772-81. Hann var félagi í norska og danska vísindafélaginu, varđ etatsráđ 1775 og konferenzráđ 1781.
 
Jón hafđi umtalsverđ stjórnbótaáhrif á málefni Íslands, einkum verslunarmálin en hann skrifađi frćga ritgerđ um ţau 1783 og sat í fjárhags- og verslunarnefnd Íslands.
 
Jón var heilsuveill síđustu árin, fleygđi sér fram af brú í Kaupmannahöfn 29. mars 1787 og lést af höfuđáverka sem hann hlaut í fallinu.
 
Sveinn Pálsson náttúrufrćđingur skrifađi ritgerđ um ćvi Jóns sem birtist í bókaflokknum Merkir Íslendingar. Efniđ er tekiđ af netinu.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband