Nekt í listinni – af hverju?

Ég skrifaði þó nokkuð af greinum á Facebook áður en það hún lokaði fyrir alvöru textagerð. Þetta gerði ég í svokölluðum glósum (notes) en allar þessar greinar týndust þar með nema hvað að þær birtast í "minningum" öðru hvoru. Hér kemur ein góð sem birtist mér í dag, man ekki hvort ég hafi birt hana hér áður, en hvað um það, góð vísa er aldrei of oft kveðin.

------

Þeir sem þekkja listasöguna, hrista höfuðið yfir mótmæli gegn málverki sem er til sýnis í Seðlabankanum. Ekki einu sinni Vatíkanið - páfagarður dytti í hug að banna svona myndir. Á Ítalíu á síðmiðöldum uppgötvuðu Ítalir rómverskar fornleifar, með nöktum styttum o.s.frv. og endurreisnar páfarnir voru fljótir að sjá fegurina í slíku verkum. Það voru ekki bara listaverk sem sýndu naktar konur, heldur einnig karla. Vitrúvíski maðurinn er til dæmis fræg teikning eftir Leonardo da Vinci og sýnir mannslíkamann sem enginn á að skammast sín fyrir enda eru við öll nakin bakvið klæðin. Hér er ein fræg mynd (nr.2), sem ber heitið ,,sköpun Adams" og er eftir Michelangelo Buonarroti og er í Páfagarði. ,,Síðasti dómurinn“ eftir Michelangelo er þar einnig. Svo breyttust tímar og með tilkomu púrítanismans 17. öld var öll nekt gagnstæð kristilegum gildum og mátti alls ekki sjást í bert hold og allir að vera klæddir svart og allir eins. Pápismi var fagurfræðileg list kölluð. Viljum við slíka tíma aftur? En sem sagnfræðingur hef ég ekki komist hjá því að stúdera listasöguna og kíkjum aðeins á hana.

List 1

Nekt í listaverkum – svo sem málverkum, skúlptúr og nýlega í ljósmyndun - hefur almennt endurspeglað félagslega staðla hvers tíma hvað varðar fagurfræði og hógværð / siðferði. Hins vegar hefur mannslíkaminn alltaf verið einn af helstu viðfangsefnum listamanna allt frá steinöld, þegar hellamálverk voru helstu tjáningaform forsögulegra manna en þá voru naktir menn sýndir við veiðar (ekkert kynferðislegt við það). Nakinn mannslíkami hefur verið sýndur í málverkum og styttum síðan á forsögulegan tíma.

 

list 2

Bæði karlkyns og kvenkyns listform (málverk og styttur) voru algengar í fornöld, sérstaklega í Grikklandi og Róm til forna. Útdráttur nakinn líkama hefur oft verið notaður á táknrænan hátt, sem útbreiddur myndlíking fyrir flóknar og margþættar hugmyndir. Hér kemur AÐALATRIÐIÐ: Form nakins líkama hefur oft verið notað á táknrænan hátt, sem útbreidd myndlíking fyrir flóknar og margþættar hugmyndir. Hann var tákngervingur í táknfræði, goðafræði, guðfræði og notaður til að skilja læknisfræði svo eitthvað sé nefnt. Goðfræðilegar sögur og sögur frá grísku og rómversku goðafræði sem sýna nakinn guð voru oft notuð sem þema fyrir mismunandi málverk.

List 3

Fyrir utan guði og gyðjur voru á almannafæri styttur og málverk af íþróttamönnum og keppendur og sigurvegarar fornkeppna og ólympíuleika alltaf sýndir naktir í fornöld. Á síðmiðöldum voru listamenn eins og Leoando Da Vinci sem bæði krufðu lík og máluðu myndir af mannslíkamanum og læknisfræðin þróaðist af þessari þekkingu.

 

 

 

List 4

 

En nekt var ekki bara tengd goðsögum eða táknfræði. Málverk og nekt án tilvísanna til allegóríu eða goðafræðilegum merkingum voru nokkuð algengt form listgreinar á öllum öldum. Gerð voru verk sem sýndu karlmenn, konur og börn nakin og þótti ekki tiltökumál. Frá fyrstu dögum ljósmyndunarinnar var nekt uppspretta listar fyrir þá sem tóku upp hinn nýja miðil. Flestar af fyrstu myndunum voru vel faldar eða birtust óvænt og þóttu brot á félagslegum reglum tímans, þar sem ljósmyndin sýnir raunverulegt nekt.

Myndir sem tengjast kynferði, aðrar en þær sem hafa vísindalegt eða menntuð tilgangi, eru almennt flokkaðar sem annaðhvort erótísk list eða klám. En samt er nekt er ekki sama og klám. En jafnvel það sem myndi teljast vera klám í dag, var ef til vill bara kennsluefni fyrir ung hjón, hvernig börn væru nú búin til.

List 5

Til að skilja mikilvægi nektar í listum þurfum við að ferðast aftur í tímann þegar skúlptúrar voru mest áberandi listform. Skúlptúrar voru búnar til til að lýsa ýmsum mikilvægum þáttum félagslegs lífs, einkum trúarbrögð og stjórnvöld.

Þessir skúlptúrar mynda óaðskiljanlegur hluti af samfélaginu og voru notaðir til að skreyta musteri, dómstólabyggingar, hallir, garða og aðra opinbera staði sem skipta máli.

Myndhöggvarar þurftu því að hafa mikla hæfileika og ímyndun til að gera skúlptúra (steinverk) til að virðast gædd lífi. Myndhöggvarar gerðu tilraunir til að setja fram stellingu, mynda samhverfu, staðsetningu og horn líkamshluta og ýmsar aðrar upplýsingar til að ná fram fullkomnu lífi í styttuna.

Þetta þýddi að áhorfandinn þurfti að skynja tilfinningar úr skúlptúrnum, leiðandi listamenn notuðu meira en bara andliti til að túlka tilfinningar. Myndhöggvarar tóku að nota allan víðáttan líkamans í þessum tilgangi, sem þýðir einnig að þeir gátu ekki haft fólkið í klæðum (fötum), þar sem fatnaður getur ekki sýnt tilfinningar einstaklingsins, sem nakinn líkami gerir.

Svo að ég ljúki þessu máli: Þá er mannslíkaminn með það form að hann dregur fram skugga og sveigjur og hann er lifandi og ekkert er eins erfitt og að skapa líf í dauða stein sem er steinstytta. Erfitt er að skapa líf í vasa á borði þótt hann getur verið ágætur til þjálfa skuggagerð. Að skapa líf í stein er fullkomnum á listinni og svo á við um málverkið. Líkaminn verður ekki aðskilinn frá höfði sem er þó helsti líkamshlutinn sem tjáir tilfinningar. Maðurinn í heild sinn tjáir tilfinningar en þær koma ekki fram ef andlitið er hulið á bakvið slæðu eða grímu eða líkaminn hulinn klæðnaði. Lengi lifi nektin!

List 6

 

 

 Hér er ein af umdeildum myndum Seðlabankans sem fór bókstaflega fyrir brjósti gagnrýnenda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband