Farsi í kringum Úkraínu málið

WEB_MAP_UKRAINE_RUSSIA_SEPARATIST_AREAS_REFRESHUppi er furðuleg deila Vesturvelda og Rússlands.   Deilt er um austur- evrópskt ríki sem vill ganga í NATÓ sem aðildarríki vilja ekki fá inn! 

Rússar vilja fá tryggingu að Úkraína fari ekki inn í NATÓ þegar ljóst er að það er ekki að fara þar inn!  Ef þetta er ekki farsi, þá veit ég ekki hvað.

Rök Rússa fyrir banni á inngöngu Úkraínu í NATÓ er að bandalagið veri þá komið með hersveitir við landamærl Rússlands.  Þetta eru fáranleg rök. Í fyrsta lagi, deila Pólverjar og Eystrasaltríkin landamærum með Rússland og auðvelt er að koma með innrás þaðan og í öðru lagi er nútíma stríð ólíkt eldri stríðum að því leytinu til að engar víglínur eru.  Barist er með eldflaugum sem geta verið þess vegna í annarri heimsálfu og herlið er flutt flugleiðis og átakasvæðin eru í raun dreifð, ekki eftir ákveðinni víglínu.

Clint Ehrlich hefur þetta um málið að segja: Hér höfum við fólk sem er að halda því fram að jafnvel þótt Rússar ráðist ekki inn í Úkraínu, að við þurfum að ráðast inn og reka Rússa út af Krímskaga, það var athugasemd háttsetts embættismanns Obama-stjórnarinnar í vikunni. Og þess vegna myndi ég segja að það væri jafnvel einfaldara en það. Við erum að fást við stríðsæsingamenn okkar, óalvarlegt fólk sem getur haft banvænar afleiðingar í för með sér fyrir stefnumótun. … Dýpri kaldhæðni er að NATO vill ekki einu sinni Úkraínu, að það er spillt land. Það er meiri ábyrgð en það væri hernaðarlegt hagkvæmt. Og fólkið sem ýtir undir þetta heldur því einfaldlega fram að það þurfi að gerast vegna þess að Rússland ætti ekki að hafa neitunarvald yfir því hverjir séu í NATO. Með öðrum orðum, jafnvel þegar það er gagnstætt hagsmunum okkar að hafa ekki ríki í NATO, verðum við að krefjast þess að það verði bætt við bara til að þræta fyrir við Rússa."

Málið hlýtur að snúast um annað en öryggi Rússlands.  Það hlýtur að snúast um stöðu Rússlands í heiminum, að Pútín vill endurreisa fyrra veldi Rússlands og niðurlægja BNA - og sérstaklega hinn veiklunda Bandaríkjaforseta - Joe Biden.

Biden er dæmi um hversu hættulegt það er að hafa veikan forseta eða leiðtoga stórveldis. Aðrir leiðtogar stórvelda renna á blóðlyktina og reyna að hrifsa bráðina frá því. Væri staðan svona ef Donald Trump væri við völd? Hann virkaði óútreiknalegur, líkt og Kim Jong-un, og því þorðu aðrir ekki að hreyfa sig óvarlega. Hann var líklegur til aðgerða.

Hættan er að Joe Biden, sem stendur mjög höllum fæti eftir Afganistan klúðrið reyni að bjarga andliti og skora stig á alþjóðavettvangi. Annað er að hann er ekki við stjórnvölin en oft vill gleymast að forseti stjórnar ekki einn, hann hefur hóp ráðgjafa og ríkisstjórnina í kringum sig. 

Ef forsetinn er viljamikill, getur hann farið gegn ráðum hershöfðingja og ráðgjafa og tekið ákvarðanir byggðar á upplýstu mati sínu. Gott dæmi um þetta er Kúbudeilan - eldflaugadeilan - 1962. John F. Kennedy stóð í lappirnar gagnvart stríðæstum hershöfðingjum sem vildu láta hart mæta hörðu og í raun afstýrði hann kjarnorkustyrjöld. Er Joe Biden eins mikill bógur? Held ekki. Ef þessi deila leysist farsællega, þá bíður önnur og verri, deilan um Taívan.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband