Ríkti lögleysa á Íslandi á landnámsöld?

Mynd: af Vísindavefnum

1280px-Is-Settlement_of_Iceland.svg

Ég hef lengi velt fyrir mér landnámsöldina á Íslandi, sem er nokkurn veginn tímabilið 870-930 og markast af landnámi Ingólfs Arnarssonar og stofnun Alþingis á Íslandi 930 og tilkoma allsherjarlaga yfir allt landið.

Ljóst er að landsnámsmennirnir komu víðsvegar af; frá Noregi, Svíþjóð, Danmerkur, Suðureyjum, Orkneyjum, Hjaltlandi, Skotlandi, Írlandi, Englandi, Færeyjum en eflaust hef ég gleymt einhverjum stöðum í upptalningu minni. Allt eru þetta norrænir menn eða afkomendur þeirra (sem sumir höfðu blandast blóði við Kelta og aðra frumbyggja Bretlandseyja).

Stóra spurningin er hvernig var hér umhorfs á þessu tímabili? Hér var enginn lögregla, sýslumenn, jarlar eða konungar né aðrir valdsmenn sem fóru eftir ákveðnum landslögum til að skera út um deilumál. Hvernig fóru menn að t.d. gera út um mál er varðar skógarhögg, landamerki (landamæri), hvalreka, eignarrétt á ám og vötnum og svo framvegis? Ætla má að menn hafi barist um hvalrekann og önnur hlunnindi, til dæmis í ám. Tveir svokallaðir landnámsmenn settust í landnám Ingólfs Arnarssonar og virtust bara hafa tekið landið með valdi eða án leyfis.

Það má halda að það hafi verið nokkuð fyrirtæki að koma mannskapnum hingað til lands og til þess þurfti rándýr úthafsskip sem voru einungis á færi ríkismanna að útvega og gera út. Það hafa því verið efnamenn sem fóru fyrir mannskapinu sem fyrst byggði landið og það voru þeir sem stýrðu landnáminu. Þeir úthlutuðu landi til fylgismanna sinna fyrir fylgisspekt og í staðinn létu fylgjarnir í té þjónustu sínu og undirgefni og þátttöku í að halda uppi reglu. Þessi svæði voru undanfarar goðorðanna sem síðar urðu ákveðnar stjórnsýslueiningar og ,,sóknir“ í trúarlegum skilningi.

Samkvæmt hefðbundinni söguskoðun hefst saga Íslands með komu fóstbræðranna Ingólfs Arnarsonar og Hjörleifs Hróðmarssonar um 870 en þá hefst jafnframt skipulagt landnám Íslands. Áður höfðu þó nokkrir komið hingað og getur Landnáma um þá Naddodd víking, Garðar Svavarsson og Hrafna-Flóka Vilgerðarson, allt öflugir (víkinga)höfðingjar. Á næstu árum eftir landnám Ingólfs fjölgaði landnámsmönnum hratt en talið er að þeir hafi verið á bilinu 10-20 þúsund á fyrstu áratugunum eftir komu fóstbræðranna. Samkvæmt samantekt Jóns Steffensens eru 383 landnámsmenn og 54 landnámskonur nefndar í Landnámabók.

Til eru sögur af því hvernig marka átti sér land og samkvæmt einni þeirra mátti eignað sér land sem því svæði nemur að maður hafi komist um með logandi eldi á einum degi. Landnámsvæðin voru þó mjög misstór. Þeir sem fyrstir voru á ferð og komu að ónumdu landi gátu slegið eign sinni á mjög stór svæði og gefið eða selt svo öðrum hluta af því en landnámsmenn sem seinna komu urðu að láta sér nægja mun minna landrými og oft útkjálka eða afdali.

Um það bil fjórðungur þeirra landnámsmanna sem taldir eru í Landnámabók virðist hafa fengið land hjá þeim sem á undan komu. Ísland byggðist til fulls á rúmri hálfri öld og tók þá þegar að gæta þrengsla. En ég er nokkuð viss um að þegar leið á landnámsöldina, þegar skerðast fór um land til landnáms, hafi öflugari menn, við getum kallað þá höfðingja, ýtt þá minni máttar sífellt lengra inn í landið. Það var betra að vera nær sjó og gæðum hans en fjær og í hálendi, lengra og upp á heiðar þar sem erfitt var að búa. Þetta var gert í krafti valds, vopnavalds og á spjótsoddi stundum.

Gott dæmi um þetta er Náttfari, ef hann var þá til en hvort sem hann var til eða ekki, þá ætla að svona hafi þetta verið, að hann hraktist inn í land fyrir ofríki. Sjá má þetta í Íslendingasögunum, t.d. Grettissögu, þegar bersekir óðu um og heimtuðu kerlur og lönd og ef neitað var um, þá var skorað á hólm - hólmsáskorun, í einvígi upp á líf og dauða. Ef sá sem var í andsvari, var gamall eða lasburða og hafði engan sér til verndar, þá var ekkert annað að gera en að láta af hendi það sem krafist var.

Ættin sem hefur þá væntanlega sest að í nábýli, t.d. einhvern tiltekinn dal, hefur látið í té ákveðna vernd fyrir einstaklinginn í ættinni. En eins og í dag, verða menn ölvaðir, eru ofstopafullir og láta hnefaréttinn ráða og hafa því stundum drepið ef reiðir hafa orðið.

Auðvelt var að fara bara í næsta dal eftir morðið og engin lög eða reglur (a.m.k. ekki sömu lög/reglur og í hinum dalnum) ríkti þar. Lengi vel frameftir öldum, þegar menn brutu af sér, þá leituðu þeir til afskekkta staði og virðust hafa fengið að vera í friði fyrir yfirvaldinu. Vinsælt var að fara á Strandir, sem voru jafn afskekktar þá og er í dag. Menn skiptu um nafn og fóru í annan landsfjórðung, það var nóg til að hverfa.

Þetta ófremdarástand hafa menn séð að gengi ekki til lengdar og landnámsmennirnir komu nú einu sinni frá löndum þar sem lög gildu.

Undirbúningur að stofnun þingsins var talinn hafa verið á árunum 920 til 930 en m.a. var maður að nafni Úlfljótur, landnámsmaður á Austurlandi, sendur til Noregs til að nema lög en fyrstu lögin eru einmitt nefnd Úlfljótslög eftir honum. Lögin í Hörðalandi í Noregi voru höfð sem fyrirmynd íslenskra laga. Talið er að Alþingi hafi verið valinn staður á Þingvelli vegna þess að það var tiltölulega miðsvæðis og því aðgengilegt flestum.

Menn tóku sér því lög frá Noregi sér til fyrirmyndar sem landslög fyrir Ísland á alþingi Íslendinga 930. Ég myndi því frekar segja að landið hafi fyrst þá orðið að ríki eða landið byggst samkvæmt lögum og við ættum að miða allar okkar hátíðir við þessi tímamót en til dæmis 874. Það er endalaust hægt að rífast um hvort Hrafna-Flóki, Svavar Garðarson eða aðrir óþekktir menn hafi fyrst fundið og eða byggt landið og aldrei hætt að komast að öruggri niðurstöðu.

Alþingisstofnun á Þingvöllum er mörkuð í tíma og rúmi og því best að hafa það sem upphafspunkt þótt undanfarinn hafi verið nokkrir áratugir. Eftir sem áður voru leikreglur hefndar og fæðardeilna í fullu gildi á Íslandi enda ekkert framkvæmdarvald til að fylgja eftir dómum á Alþingi. Bara ættingjar og vandamenn sem komu til hjálpar gegn ofbeldismönnum. Ég skrifaði B.A. – ritgerð minni einmitt um hefndar- og fæðorvar_oddur_stor_250418ardeilur á 14. öld, tími einmitt mætti ætla að konungsvaldið sæi til að lög og réttur héldist hér á landi.

Mynd: Af vísindavefnum

Að lokum má velta fyrir sér hvort að sjálfsmynd Íslendinga hafi þá verið tekið að myndast, það er að segja, að með stofnun Alþings á Þingvöllum hafi eyjaskeggjum verið það ljóst að þeir hafi myndað sérstöðu að því leitinu til að þeir bjuggu á afskekktri eyju og hagsmundir landsfólks fór saman. Að þeir hafi orðið að mynda nýtt og sameiginlegt samfélag ef þeir hafi ætlað að búa saman á þessari eyju. Annað hafi verið uppspretta víga og átaka. Mörlandinn var þarna í mótun. Með lögum skal land byggja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband