Bústaður varaforseta Bandaríkjanna

Sjaldan hefur varaforseti Bandaríkjanna verið eins mikið í sviðsljósinu og þessa dagana.  Kamala Harris virðist hafa misst tiltrú starfsmanna sinna, samflokksmannna og Bandaríkjamanna almennt. Svo mjög, að hún hefur mælst með lægsta fylgi varaforseta frá upphafi. Það er í sjálfu sér afrek, því að formlega séð gegnir hún engum opinberum skyldum, nema þeim sem forsetinn færir honum.  Þau verkefni sem hún hefur fengið í hendurnar hafa reynst henni ofviða og ber landamæravandinn hæst og virðist það mál vera að leysast með dómsúrskurði, ekki aðgerðum hennar.

En fæstir vita nokkuð um þetta embætti. Hvar til dæmis býr varaforseti Bandaríkjanna. Hér kemur fróðleiksmoli.

Með skrifstofur sínar staðsettar á lóð Hvíta hússins, hafa varaforsetar síðan Walter Mondale búið með fjölskyldum sínum á lóð United States Naval Observatory (stjörnustöð bandaríska sjóhersins) í hvítu húsi.

Hvíta nítjándu aldar húsið við Number One Observatory Circle í norðvesturhluta Washington, DC var byggt árið 1893. Húsið var upphaflega ætlað yfirmanni USNO og var svo yndislegt að árið 1923 rak yfirmaður sjóhersins yfirmann stöðvarinnar út svo hann gæti flutt inn sjálfur.

Sögulega séð bjuggu varaforsetar og fjölskyldur þeirra á eigin heimilum, en kostnaður við að tryggja þessar einkaíbúðir jókst verulega með árunum. Að lokum, árið 1974, samþykkti þingið að endurbæta húsið í sjóherstöðinni sem heimili varaforsetans. Þar býr Kamala Harris nú.

United_States_Naval_Observatory.aerial_view


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband