Laptop from Hell enn í sviðsljósinu en nú í bókarformi

Laptop from hellBókin Laptop from Hell eftir Miranda Devine er í sviðsljósinu í banda-rískum fjölmiðlum í dag. Eins og ég hef greint frá áður hér á bloginu geymir minni fartölvunnar ljótu leyndarmál Biden fjölskyldunnar, þar með Joe Biden Bandaríkja-forseta með talinn.

Söguþráður (gæti verið efni í kvikmynd) er á þessa leið: Þegar fíkniefnaneytandinn Hunter Biden yfirgaf vatnsmikla tölvu sína á Mac viðgerðarverkstæði í Delaware vorið 2019, aðeins sex dögum áður en faðir hans tilkynnti um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna, varð það tifandi tímasprengja í skugga forsetaframboðs Joe Biden.

Óhreinu leyndarmálin í fartölvu Hunters komu næstum af sporinu forsetakosningabaráttu föður hans og kveiktu í einni mestu umfjöllun fjölmiðla í sögu Bandaríkjanna.

En Demókratar eiga volduga vini og bókin afhjúpar samræmda ritskoðunaraðgerð samfélagsmiðlarisana, fjölmiðlastofnanirnar og fyrrverandi leyniþjónustumanna til að kæfa umfjöllun New York Post sem birti fyrst söguna, sem lýsa má sem kaldhæðinni æfingu á hráu pólitísku valdi þremur vikum fyrir kosningarnar 2020.

Fartölvan er fjársjóður fyrirtækjaskjala, tölvupósta, textaskilaboða, ljósmynda og raddupptöku, sem spannar áratug, og gaf fyrstu sönnunargögnin fyrir því að Joe Biden forseti hafi tekið þátt í verkefnum sonar síns í Kína, Úkraínu og víðar, þrátt fyrir ítrekaðar neitanir. En það sem er ekki síður verra, en það er að úrkynjuð hegðun Hunters afhjúpast í fjölda mörgum skrám tölvunnar en mikið af klámfengnu efni er í henni og sumt virðist vera ólöglegs eðlis.

Þessi nána innsýn í upplausnar lífsstíl Hunter sýnir að hann var ófær um að halda vinnu, hvað þá að fá greiddar tugi milljóna dollara í öflugum alþjóðlegum viðskiptasamningum af erlendum hagsmunum, nema hann hefði eitthvað annað verðmætt til að selja - sem auðvitað hann gerði. Hann var sonur varaforsetans sem átti eftir að verða leiðtogi hins frjálsa heims. Menn óttast að Joe Biden sé nú í vasa erlend stórveldis og það hafi áhrif á ákvörðunartöku hans.

Miranda Devine fékk afrit af innihaldi fartölvunnar og byggist bókin á því. Frumeintakið er hjá FBI, spurningin er hvort einhver stuðningsmaður Demókrata innan stofnunnar nái að kæfa rannsóknina eins og tókst á síðasta ári. Ef allir meginfjölmiðlarnir hefðu tekið upp keflið af New York Post og þrýst á forsetaframboð Joe Biden um skýr svör, væri Joe Biden líklega ekki forseti í dag.

Spillingin í bandarískum stjórnmálum er rosaleg, en eins og ég hef rakið hér, þá hefur meint samráð forsetaframboð Donalds Trumps við Rússa verið hrakið og uppruni falsins rakið alla leið til forsetaframboðs Hillary Clinton, það mál er enn í rannsókn.

Er meiri spilling innan raða Demókrata en Repúblikana? Eflaust er margir framámenn Repúblikana engir englar og hafa sitthvað í pokahorni sínu, en eini Repúblikaninn sem þeir hafa reynt að klína spillingarskít á undanfarin ár, er Donald Trump. Hér tek ég ekki með hæstaréttadómaranna sem Trump skipaði í embætti en þeir voru ataðir aur og skít í yfirheyrslum Bandaríkjaþings án árangurs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband