Milljarðaskipið Týr

Týr nýr

Ég hef gagnrýnt kaupin á Freyju hér í fyrri grein. Ég benti  á að skipið væri ekki hannað sem varðskip, heldur dráttarskip, og gæti ekki þjónað öllum þeim hlutverkum sem skipinu er æltað. En það var ódýrt og kostaði ekki nema 1,7 milljarða en til samanburðar kostaði Týr, nýkominn til Íslands 1975, 1 milljarð sem voru miklir peningar þá.

Hér ætla ég að birta greinina ,,Höfðingi hnýgur til viðar" eftir Benedikt Bóas Hinkriksson, sem skrifar fína grein um Týr. Hér kemur þetta orðrétt úr grein hans:

"Varðskipið Týr lagðist að bryggju í síðasta sinn um miðjan mánuðinn. Týr hefur leikið afar stórt hlutverk í sögu Landhelgisgæslunnar en það kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur árið 1975 og var þá dýrasta fley landsins. Það þótti mikið tækniundur. Það kostaði um einn milljarð króna og var þá dýrasta og fullkomnasta skip landsins.

„Hvað fær maður fyrir milljarð?“ var fyrirsögn á fjögurra blaðsíðna úttekt Tímans skömmu eftir komu skipsins. Þar var farið yfir tækninýjungar og sérstaklega vikið að Sperry-tölvuradar sem gat séð á augabragði hvort togarar væru að veiða eða ekki. Slíkt tók áður margar mínútur og var gert handvirkt. Þá var skurðstofan mærð og ýmislegt fleira en blaðamanni Tímans fannst lágkúra í myndavali skipsins. Milljarðaskipið hefði ekki átt að vera skreytt með eftirprentunum.

Týr stóð vaktina með slíkum sóma að eftir var tekið í fiskveiðideilunni við Breta árið 1976....Þrátt fyrir að Týr hafi upphaflega verið smíðaður til eftirlits- og björgunarstarfa á Íslandsmiðum hefur skipið farið víða, eða allt frá botni Miðjarðarhafs til Norfolk í Virginíu í Bandaríkjunum og norður fyrir Svalbarða í Norðurhöfum.

Saga Týs við Íslandsmið er nánast ein samfelld sigurganga. Þáa stóð skipið uppi í hárinu á freigátum Breta og beitti togvíraklippum af mikilli nákvæmni.

Halldór B. Nellett fyrrverandi skipherra þekkir sögu Týs betur en flestir. Þegar Týr varð fertugur var hann staddur í björgun í Miðjarðarhafi og skrifaði Halldór aðeins um sögu hans á milli verkefna.

Halldór byrjaði aðeins 16 ára hjá Landhelgisgæslunni og hefur starfað nánast á flestum sviðum. „Ætli ég sé ekki búinn að vinna við flest nema í vélarúminu,“ segir hann. Halldór segir að allur aðbúnaður um borð hafi verið í öðrum gæðaflokki en áður hafði þekkst. Allir í sérherbergjum og brúin hafi verið sérlega vel hönnuð. Þá var skipið búið bestu siglingatækjum.

„Mesti munurinn var tölvuradarinn. Guðmundur Kjærnested skipherra hældi þessu mikið. Hann hafði þarna smá forskot í þorskastríðinu og sá hver var að veiða og hver ekki. Radarinn var mikil bylting.“

Segja má að Týr hafi verið "mini" freigáta, enda kölluð slík í frétt Tímans á þessum tíma eða korvetta að gerð en korvettur eru yfirleitt hannaðar í þessari stærð.

Gamli og nýi tíminn

 

 

 

 

 

 

Tvö frábær varðskip, Þór og Týr, en lýsa sitthvorum tímanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband