Fólk er mjög upptekið af stríðum þessa dagana og ætla má að þessi stríð séu bara skaðvaldar en því fer fjarri. Hér eru aðeins nokkur dæmi um hið gagnastæða.
Samgöngur:
1. Flugvélar. Flug og tækni í kringum það þróaðist gífurlega í fyrri heimsstyrjöldinni þótt flugtæknin hafi upphaflega verið þróuð í friðsamlegum tilgangi. Í seinni heimsstyrjöldinni voru þotur og þotuhreyflar sem boðu nýja tíma og byltingu fyrir seinni tíma farþegaflutninga. Flugumferðarstjórnin var einnig fundin upp í fyrri heimsstyrjöldinni en Bandaríkjaher fann upp talstöðina sem þar sem hægt var að senda útboð og taka við þeim. Þetta kom í veg fyrir árekstra í lofti og við flugvelli.
2. Þyrlan var þróuð þannig að hún væri nothæf í seinni heimsstyrjöldinni en friðsamleg notkun hennar uppgötvaðist í Kóreustríðinu þegar Bandaríkjamenn hófu að flytja hermenn af vígvöllum á sjúkrahús. Síðan hefur þyrlan verið björgunartæki sem við Íslendingar þekkjum vel af eigin raun og hefur t.d. bandaríski herinn bjargaði yfir 300 mannslífum hérlendis með sínum þyrlum.
3. Ómannaðar flugvélar drónar. Eru nú notaðir í hernaði gegn Talibönum en farið er að nota þá einnig til að fylgjast með umferð á þjóðvegum og elta veiðiþjófa og dýravernd almennt. Einnig farið að nota drónanna í fornleyfafræði eða til kvikmyndagerðar.
4. Eldflaugar. Þjóðverjar fundu upp V-2 eldflaugar til að skjóta á Bretland en þeir höfðu lært af bitri reynslu að þeir höfðu enga yfirburði í lofti gegn breska flughernum í orrustunni um Bretland. Auðveldara var að skjóta flaugum frá Frakklandi á England. Síðar voru þessar flaugar þróaðar til að bera kjarnorkuodda og svo til geimferða. Geimvísindin eiga þeim að þakka að mannkynið komst til tunglsins og senda könnunarför út úr sólkerfinu.
5. Jeppar voru fundnir upp af Bandaríkjamönnum í seinni heimsstyrjöld til að auðvelda flutninga hermanna yfir torfært landsvæði og þeir komu með þeim hingað til lands strax í stríðinu. Þegar bandaríkjaher fór, skyldu þeir eftir marga jeppa sem voru notaðir til landbúnaðarstarfa og samgangna í landi án vega.
6. Kafbáturinn var fundinn upp í bandarísku borgarastyrjöldinni og komast í fulla notkun í fyrri heimsstyrjöldinni en er nú notaður til könnunar hafdjúpanna.
7. Skriðdrekinn var fundinn upp af Bretum í fyrri heimsstyrjöldinni og breyttu gangi stríðsins en friðsamlegri útgáfa af honum er auðvitað jarðýtan sem er notuð við mannvirkjagerð.
8. Svifhnökkvar og flatbotna bátar þróaðir í seinni heimsstyrjöldinni.
Samskipti:
1. Samskiptatækni sem hafði mikil áhrif á fyrri heimsstyrjöld var þráðlausar loftskeytasendingar, og fundin upp af ítalska uppfinningarmanninu Guglielmo Marconi árið 1910. Skömmu síðar eða 1914 skall fyrri heimsstyrjöldin á og ýtti undir þessa tækni sem gerði samskipti við skip á sjó auðveld og ruddi síðar brautina fyrir útvarp og síma.
2. ENIAC, fyrsta rafræna tölvan sem var fær um að forrita til að þjóna mörgum mismunandi tilgangi, var hannað fyrir bandaríska herinn í seinni heimsstyrjöldinni. Hún var notuð til að reikna út skotstefnu fyrir stórskotalið.
3. Gervinhnettir. Eftir að Sovétmenn náðu að skjóta niður U-2 njósnaflugvél Bandaríkjanna þróuðu þeir hraðar gervihnattatæknina og skutu upp gervihnöttum upp til að geta fylgst með óvininum. Nú eru gervihnettir t.d. notaðir til samskipta, t.d. GSM símkerfið og veðurathuganna. Einnig fyrir GPS staðsetningartæknina.
4. GPS staðsetningartækið er notuðu til dæmis í jöklafræði, jarðfræði og samgöngum.
5. Deilt er um hvorir voru á undan að uppgötva radarinn, Þjóðverjar eða Englendinga. En að minnsta kosti nýttu Englendingar þessa tækni betur og unnu orrustuna um Bretland með þessari tækni. Nú er radarinn náttúrulega notaður í flugvélum, flugvöllum, skipum og svo framvegis.
6. Sónar eða dýptarmælar var fyrst notaður til að finna kafbáta í seinni heimsstyrjöldinni í undirdjúpunnum en er t.d. nú notaður til að finna fisk og við Íslendingar treystum mikið á þessa tækni. Áður þurftu menn t.d. flugvélar til að finna síldina.
7. Símsvarinn var fundinn upp í seinni heimsstyrjöldinni.
Orkumál:
1. Notkuð kjarnorkusprengjunnar leiddi af sér friðsamlega notkun kjarnorkuna í kjarnorkuverum og í ísbrjótum og hún þróuð í kafbátum.
2. Gervieldsneyti var þróað af Nazistum vegna skots á dísel og bensín og þróuðu þeir fyrst vetnis peroxíð. Þetta er fyrirrennari nútíma gervieldsneytis.
Læknisfræði:
1. Frostþurrkun sem leiddi til að hægt var að vinna blóði plasma og blóðflögur sem hægt væri að geyma í lengri tíma. Síðar notað til að frostþurrka mat.
2. Lýtalækningum fleytti mikið fram í seinni heimsstyröld enda nógur efniviður til að æfa sig á.
3. Adrínilínssprautur. Notaðar í Víetnamstríðinu en í dag notað til að bjarga slösuðu fólki.
4. Sjúkrabörur sem er eins konar færanlegt sjúkrahús með öllum helstu græjum við bráðahjálp en það var ástralski herinn sem fann þetta upp.
5. Færarlegt rögentgeislatæki var fundið upp í fyrri heimsstyrjöldinni.
Efnafræði:
Gervigúmmí eða gervihlaup var fundið upp í seinni heimsstyrjöldinni en vegna skorts á gúmmí gerðu vísindamenn alls konar tilraunir með gerviefni og þar til þeir fundu fyrir tilviljun efni sem hegðaði sér eins og gúmmí, það hoppaði, strekktist og bráðnaði aðeins við háan hita.
Ýmislegt:
1. Örbylgjuofnin. Árið 1945 uppgötvaði bandarískur vísindamaður fyrir tilviljun að örbylgjusendingar notuð af bandaríska hernum í seinni heimsstyrjöldinni gat myndað nógu mikinn hita í formi "örbylgjuofnar"- að þeir gætu elda mat. Þessi tækni var notuð til að smíða fyrsta örbylgjuofnnn innan tveggja ára.
2. Árið 1942 var límbandið fundið upp af bandaríkjaher til að innsigla skotfærakassa þannig að vatn kæmist ekki að. Hermennirnir voru fljótir að uppgötva að hægt var að nota það í líma saman alls konar hluti.
3. Leysitækni. Notað í ýmsum iðnaði.
4. Nætursjónaukar. Þar að útskýra gagnsemi þeirra? Til dæmis er þessi tækni notuð í eftirlitsmyndarvélar.
5. Gasgrímur voru fundnar upp í fyrri heimsstyrjöldinni vegna efnahernaðar þess tíma. Nú notaðar t.d. af slökkviliðum heimsins til björgunar.
6. Hjálmurinn var fundinn upp af Súmerum fyrir 3-4 árum og notaður í hernaði. Nú er hann t.d. notaður sem hlífðarvörn í byggingariðnaði og bjargað mörgum mannslífum.
7. Dömubindi og tíðartappar eiga uppruna sinn að rekja til fyrri heimsstyrjaldar en vegna skorts á baðmull fyrir sárabindi fann pappírsfyrirtækið Kimberly-Clark upp nýja gerð af umbúðum sem drógu í sig fimm sinnum meiri raka en fyrri umbúðir höfðu gerð en síðar voru þessar umbúðir þróaðar í gerð dömubinda og tíðartappa.
8. M&M hnetukúlur hjúpaðar í súkkulaði voru fundnar upp fyrir bandaríska hermenn sem þurfu á staðgóða næringu að halda og myndi ekki bráðna í vasa.
Fyrsta tölvan var risa tæki. Í dag rúmast þessi tölva í vasa þínum og er margfalt öflugari.
Flokkur: Bloggar | 28.11.2021 | 19:17 (breytt kl. 19:17) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Alltaf skemmtilegt að lesa þínar fróðlegu færslur.
Jónatan Karlsson, 29.11.2021 kl. 17:00
Takk fyrir Jónatan, skrifa bara það mér langar að lesa um og sé að er ekki skrifað!
Birgir Loftsson, 29.11.2021 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.