Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Landhelgisgæslan fest kaup á þjónustuskip olíuiðnaðins fyrir alveg ágætis verð og ber fleytið heitið Freyja (af hverju ekki Rán?).
Skipið ber öll merki þess að vera dráttarskip og er ekki hannað sem landhelgisskip. Þegar maður lítur á afturhluta skipsins, þá er þar autt svæði sem erfitt er að sjá tilganginn með, a.m.k. hentar það ekki sem þyrlupallur. Ganghraði er aðeins 12 sjómílur og getur góður togari auðveldlega stungið Freyju af.
Landhelgisgæslan er svo þakklát að fá eitthvað í hendurnar í stað 50 ára forngrips að hún lýsti yfir hátíð í bæ þegar hún fékk skipið í hendurnar. Auðljóst er að skorið er við nögl í fjárveitingum til landhelgisgæslu.
Eina alvöru varðskipið sem Íslendingar eiga er Þór sem er sérhannað sem varðskip. Svo er það Týr, er það ekki hætt þjónustu og síðasta ferðin 15. nóvember?
Þá eiga Íslendingar bara í raun tvö varðskip, Þór og Freyju sem seint mun teljast vera floti.
Það vill gleymast að Ísland getur státað af nokkuð góðu loftvarnarkerfi með ratsjárstöðvar í öllum landshlutum og loftrýmisgæsla er gætt af bandalagsþjóðum í NATÓ. Landhelgisgæslan tekur einnig þátt í varnartengdum verkefnum (heræfingum á landi með samstarfsþjóðunum í NATÓ).
Í raun eru landvörnum landsins vel sinnt. En hvað með sjóvarnir? Landhelgisgæslan ver ekki bara landhelgina, heldur gegnir hún varnarhlutverki samkvæmt varnarlögum eins og sjá má af upptalningunni hér að ofan.
Til að sinna varnarhlutverkinu, þá borga Íslendingar í sjóði NATÓ og fá í staðinn fullkomið loftvarnarkerfi sem þjónar einnig borgaralegu hlutverki.
Ísland gegnir lykilhlutverki í kafbátavörnum Atlantshafsbandalagsins í svokölluðu GIUK hliðinu sem er svæðið á milli Grænlands og Íslands og Íslands og Skotlands. Kafbátaleitaflugvélar eru stöðugt að vakta svæðið.
Hér gæti Ísland tekið að sér þetta hlutverk og Landhelgisgæslunni falið það á hendi. Til þess þyrfti hún skipakost, sem væri þá freigátur og kafbátaleitaflugvélar.
Tvennt þyrfti til að þetta gæti orðið að veruleika. Fá tækjakostinn sem til þarf og þar gæti Atlantshafsbandalagið komið til sögunnar og borgað brúsann. Þessu er hvort sem sinnt,en bara ekki af okkur Íslendingum.
Hins vegar þyrfti að endurskilgreina hlutverk Landhelgisgæslunnar og hún skilgreind bæði sem landhelgisgæsla og herfloti í lögum. Einfalt í framkvæmd, á friðartímum gegnir hún meginhlutverki að vera landhelgisgæsla en á ófriðartímum breytist hún í herflota. Þetta er gert í Bandaríkjunum, þar er US Coast Guard í hlutverki landhelgisgæslu á friðartímum en er tekin og sett undir stjórn bandaríska flotans á ófriðarskeiði.
Eigum við ekki að hætta þessum feluleik og girða í bók og gera það sem þarf að gera? Ísland segist vera herlaust land en er fullvarið af bandalagsþjóðum og það er í hernaðarbandalagi og með tvíhliða varnarsamning við stórveldið Bandaríkin. Þetta er svo augljós staðreynd að Vinstri grænir nenna ekki einu sinni eða þora ekki að hrófla við stöðu landsins innan NATÓ. Ef þriðja heimstyrjöldin skellur á, þá er Ísland ekki í sömu stöðu og þegar heimsstyrjöldin síðar hófst, hlutlaust land. Það verður ráðist jafnt á Ísland sem og aðrar NATÓ-þjóðir.
Þá þýðir ekki að vera með símsvara í gangi sem segir: Við gefumst upp fyrir þér, hverjar þjóðar sem þú ert!
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Hámarkshraði Freyju er 17 sjómílur. Freyja er líklega meira hugsuð sem björgunarskip heldur varðskip að eltast við landhelgisbrjóta.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.11.2021 kl. 08:08
Sæll Hallgrímur, takk fyrir leiðréttinguna, ég las einhvers staðar að ganghraðinn væri 12 sjómílur.
En það er lýsandi að fyrsta verkefni Freyju var að draga skip (enda er Freyja hannað sem dráttar skip) og það fór sína fyrstu ferð fallbyssu laust. Fallbyssan er a.m.k.táknræn og sendir skilaboð til landhelgisbrjóta að hún kynni að vera notuð ef ekki er hlýtt.
Sjá slóðina: https://www.mbl.is/200milur/frettir/2021/11/27/freyja_for_fallbyssulaus_a_midin/
Svo er það annað að hver meðal höfn hefur á að skipa björgunarbát og við þurfum ekki á fleiri slíkum á per se, heldur bráðvantar okkur alvöru strandgæsluskip sem er hannað sem slíkt.
Hlutverk Landhelgisgæslunnar eru mörg, m.a.
1) Löggæsla (já lögregla á hafi).
2) Björgunarstörf (Freyja hentar vel í það).
3) Sjóvarnir (sjá margvísleg hlutverk Lhg) á vef gæslunnar.
Ég ætla að gera samanburð á Tý og Freyju hér...
Birgir Loftsson, 27.11.2021 kl. 10:24
Svo ég blandi mér í umræðuna um gang"hraða" Freyju, þá mátti lesa eftirfarandi í Morgunblaðinu, sem lýgur víst ekki:
Varðskipið Freyja var smíðað árið 2010 og var lengst notað til ýmiss konar þjónustuverkefna fyrir olíuiðnaðinn, síðast þegar sett var niður gaslögn frá Svíþjóð yfir til Póllands. Alls er skipið er 4.556 brúttótonn, 86 metra langt og 20 metra breitt, ganghraði er 12 hnútar og dráttargetan 210 tonn.
Jónatan Karlsson, 29.11.2021 kl. 17:16
Ah...12 hnútar, ekki 12 sjómílur sem ég að væri. Takk fyrir þetta Jónatan.
Birgir Loftsson, 29.11.2021 kl. 21:27
12 hnúta hraði er 12 sjómílur á klukkustund að því ég best veit.
Jónatan Karlsson, 29.11.2021 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.