Hér er stikla á stóru í hernaðarsögu Íslands. Margt ósagt hér en samt kemur flest fram. Ég hefði getað skrifað þrjár bækur um hernaðarsögu Íslands en hef hingað til aðeins skrifað eina. Margt er órannsakað á þessu sviði.
Landnám til 1170. Óskipulögð vígaferli einstaklinga og hópa (ætta),kallað hefndar- og fæðardeilur.
874-1300. Íslendingar taka þátt í víkngaferðum annarra norræna þjóða. Þeir berjast um víða veröld, allt frá Ameríkutil Rússlands og suður til Miklagarðs og Jórsali. Í Miklagarð voru þeir í þjónustu Miklagarðskeisara sem væringjar. Væringjar voru norrænir víkingar sem voru á mála hjá keisaranum í Miklagarði. Íslendingar börðust helst í lið Noregskonungs og má þar nefna Ólaf digra og Sverriskonungs.
- Bardaginn á Sælingsdalsheiði. Sturlungar koma fram á sjónarsviðið og skipulagður hernaður hefst.
- 1179. Böðvar Þórðarson, goðorðsmaður í Görðum ver virkið í Tungu fyrir Rekhyltingum.
- 1197. Barist um virkið Lönguhlíð í Hörgárdal en þá áttust við Langhlíðingar undir forystu Önundar Þorkelssonar í Lönguhlíð og Guðmundur hinn dýri Þorvaldsson á Bakka í Öxnadal´.
- Umsátrið um Grund í Eyjafirði. Guðmundur hinn dýri hertekur virkið eftir snarpa viðureign.
- 1199. Guðmundur hinn dýri varði virki sitt á bænum Bakka. ÞorsteinnJónsson Loftssonar í Gunnarsholti og Þorgrímur Vigfússon alikarl á Möðruvöllum sátu um virkið.
- 1208. Sameinað herlið nokkurra höfðingja undir forystu Kolbeins Tumason Ásbirning, gera árás á lið Guðmundar góða Arasonar við Víðnes sem er skammt frá Hólum í Hjartardal. Kolbeinn deyr í bardaganum og herlið höfðingja leggur á flótta.
1211 (13?). Umsátrið um virki Hrafns Sveinbjarnarsonar á Hrafnseyri. Hrafn Seldæli átti í langvinnri deilu við Þorvald Snorrason Vatnsfirðing, sem lauk svo að eftir margar tilraunir náði Þorvaldur honum loks á vald sitt eftir að hafa brotist með menn sína yfir Glámu í illviðri og lét hálshöggva hann á Eyri.
- 1215. Norðmenn draga sama hertil innrásar á Ísland. Snorri Sturluson tekst að afstýra þessum fyrirætlanum með diplómatískum hætti.
- 1218. Umsátrið um Saurbæ. Það var ekki tekið.
- Bardaginn á Breiðabólsstað. Björn bróðir Gissurar Þorvaldssonar var drepinn á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1221 af Oddaverjum.
- 1222. Sighvatur Sturluson og Sturla sonur hans fóru í Grímseyjarför 1222 til að hefna fyrir víg Tuma Sighvatssonar, sem fylgismenn Guðmundar Arasonar biskups höfðu drepið en biskup hafði svo flúið til Grímseyjar.
- 1225. Sturla Sighvatsson tekur virkið hans Hvamm Sturlu Sighvatssonar af frænda sínum Þórði Sturlusonar.
- Synir Hrafns Sveinbjarnarsonar brenndu Þorvald Vatnsfirðing,tengdasonar Snorra Sturlusonar, inni árið 1228 til að hefna fyrir föður sinn og synir Þorvaldar reyndu svo að hefna hans í Sauðafellsför 1229 en voru sjálfir felldir nokkrum árum síðar.
- 1229. Sauðfellsför. Synir Þorvalds ráðast á höfuðból Sturlu Sighvatssonar sem var ekki heima við.
- Bæjarstaðabardaginn. Innbyrðistátök Sturlunga um hver skuli ráða ferðinni í baráttunni um landið.
- Apavatnsför. Gissur Þorvaldsson handtekinn af Sturlu Sighvatsson. Honum sleppt gegn því að hann yfirgefið landið. Gissur settur ívarðhald en vopnað lið bjargar honum úr prísundinni.
- 1238. Herhlaup þeirra Gissurar Þorvaldssonar og Kolbeins unga í Dali til höfuðs Sturlunga. Þeir hertaka virkið í Reykholti.
- ágúst 1239. Orrustunni við Örlygsstaðir. Þá börðust Sighvatur Sturluson (bróðir Snorra Sturlusonar), og sonur hans, Sturla Sighvatsson við Kolbeinn unga og Gissur Þorvaldsson (síðar jarl Gissur). Hinir síðarnefndu voru sigurvegarar.
- Reykholtsför Gissurar Þorvaldsson. Snorri sakaður um drottinsvikvið Noregskonung og lætur Gissur vega Snorra.
- Umsátrið um virkið í Reykholti en Órækja Snorrason tók það eftir snarpa viðureign.
- Reykhólaför, 504-10.
- 1244. Flóabardagi. Sturlungar undir forystu Þórðar kakala Sighvatsonarberjast við Haukdæli og Ábirninga undir forystu Kolbeins unga Ásbirning. Sjóorrustunni lýkur án fullnaðarsigurs Kolbeins.
- apríl 1246. Hauganesbardagi. Barist var á Haugsnesi, sem er nes sunnan Flugumýri í Skagafirði. Herafli Þórðarkakala Sighvatssonar hafði fullan sigur á herafla Ásbirninga og Haukdæla undir forystur Brands Kolbeinssonar. Blóðugusta orrusta sem fram hefur farið á Íslandi.
- október 1253. Eyjólfur ofsi Þorsteinsson af ætt Sturlunga og fylgjendur hans brenna höfuðbólið Flugumýri til grunna sem Gissur Þorvaldsson átti.
- 1253. Virki í Reykholti tekið herskyldi.
- Þverárbardagi. Eftir að Gissur hvarf til Noregs 1254, deildu Eyjólfur og Þorgils skarði um yfirráð yfir Skagafirði. Þorvaldur Þórarinsson auk Þorgils skarða og fleiri höfðingja börðust gegn herliði Eyjólfs ofsaÞorsteinssonar og Hrafns Oddssonar. Bardagi sem áður var á Þveráreyrum í Eyjafirði 19. júlí 1255, þar sem Eyjólfur féll.
- 1264. Oddverjar reyna að drepa Gissur Þorvaldsson. Hann sleppur lifandi og lætur höggva Þórð Andrésson, kallaður síðasti Oddverjinn.
- Mannhelgisbálkur Jónsbókar verða að íslenskum lögum. Í honum eruákvæði um skyldu landsmanna til að fylgja sýslumönnum gegn ránsmönnum og öðrumhernaði.
- 1286. Herútboð Noregskonungs af Íslandi. Krafist var 240 manna herlið sem senda skyldi til Noregs. Því var hafnað af íslenskum höfðingjum.
1360: Grundarbardagi. Norðlendingar berjast gegn konungsmönnum og fella.
- Bardagi Björns Jórsalafara og Þórðar Sigmundssonar.
- 1412. Hefjast siglingar Englendinga til landsins og fljótlega hefjast átök enskra kaupmanna við dönsk yfirvöld á Íslandi. Óopinbert stríð á sér stað við fyrrgreindra aðila.
1425: Hannes Pálsson, konungserindreki, handsamaður af Englendingum og fluttur í varðhald í Englandi.
- Dómur á Alþingi um bann við sölu lásboga. Dómurinn var kveðinn vegna mikillar ásóknar íslenskrar alþýðu í vopn sem enskir kaupmenn seldu á kaupstöðum.
1467: Björn Þorleifsson, hirðstjóri, veginn af Englendingum en hann var að reyna að stöðva verslun Englendinga hérlendis.
1470-73. Stríð Englendinga og Dana brýst út vegna vígs BjörnsÞorleifssonar hirðstjóra. Danir loka fyrir alla siglingu Englendinga um Eyrasund. Því lauk með tveggja ára griðasamningi.
≈1477-1490: Bardagi við Englendinga í Hafnarfirði. Þeir tapa.
147891. Diðrik var hér höfuðsmaður 147891 og haft leyfi til sjórána frá Danakonungi. Á valdatíð sinni hrakti hann Englendinga úr helstu fiskihöfnum Íslands og efldi jafnframt umboðsstjórn konungs í skjóli hervalds.
1483: Bardagi um Reykhólavirki. Valdabarátta innlendra höfðingja og barist völd og auð.
- 1518. Sjóorrusta í Hafnarfirði milli þýskra og enskra kaupmanna seml utu í lægra haldi eftir mjög mannskæða viðureign. Hrökkluðust þeir úr Hafnarfirði í sitt síðasta vígi í Grindavík.
Vorið 1532. Sjóorrustan við Básenda í Stafnes á Suðurnesjum. Þjóðverjar eiga þar í hlut og börðust við Englendinga og höfðu sigur.
- Grindarvíkurstríðið. Þýskir kaupmenn gera árás á virki Englendinga í Grindavík, síðasta vígi þeirra á meginlandi Íslands. Englendingar bíða mikið afhroð og hrakir af landinu.
1539-50. Siðbreytingarstríð. Jón Arason hefur vopnaða baráttu gegn danska konungsvaldinu, kaþólsku kirkjunni til varnar. Herfarir farnar um landið og á ýmsu gengur.
- Bardaginn við Sauðafell í Dölum átti sér stað 1550. Þá áttu fámennt herlið Jóns Arasonar Hólabiskup í átökum við herlið Daða Guðmundssonar sýslumanns. Jón Arason var handtekinn ásamt sonum sínum og tekinn af lífi sama ár án dóms og laga.
- 1551. Herskipafloti Dana sendur til Íslands sendur til landsins til að berja niður uppreisn Jóns Arasonar Hólabiskups.
1551-56. Danakonungur sendur árlega flotadeild til Íslands til að tryggja friðinn.
- Vopnabrot. Embættismennkonungs fara um landið og gera vopn upptæk.
- Komu ránsvíkingar með herskip á Vestfirði rændu og rupluð og tóku Eggert Hannesson til fanga. Þýskir kaupmenn reisa virki á Bíldudalseyri á Vestfjörðum. Enskir sjóræningjar gera árás á það og taka.
- Vopnadómur Magnúsar prúða Jónssonar. Dómurinn var kveðið vegna ítrekraðra rána erlendra manna hérlendis og kvað á um að landmenn væru skyldugir að bera vopn sér til varnar og landi.
- Danakonungur fyrirskipar að byggja skuli skans í Vestmannaeyjum. Þá um vorið var danskur liðsforingi, Hans Holts, sendur með verslunarskip til að framfylgja þessa fyrirskipum.
- Þá gengu allir skattbændur með þrískúfaða atgeira sem hingað tillands þetta fluttust til kaups eftir kónglegrar Majestets skikkan og befalningu.
1614: Vestmannaeyjarán Jóns Gentilmanns. Enskur ævintýramaður fer ránshendi um Vestmannaeyjar.
1616: Spánverjavígin. Spænskir hvalveiðimenn sakaðir um þjófnað og rán um Vestfirði. Ari í Ögri Magnússon sýslumaður safnaði lið og lætur drepa alla Spánverja sem hann nær í.
- ágúst 1624. Kristján IV. Sendi bréf til höfuðsmannsins á Íslandi og í því fólust fyrirmæli til höfuðsmanns um að tilkynna íbúum Íslands og Færeyja að þeir ættu að bera kostnað af einni herdeild en konungur ætlaði að útvega hermennina. Í staðinn hét konungur að losa þessa hluta ríkisins við herútboð.
- júlí 1627. Tyrkjaránið svonefnda hefst með árás á Vestmannaeyjar og veldur miklum búsifjum.
- Lögrétta samþykkti eftir Tyrkjaránið 1627 að Íslendingar skyldu almennt eiga skylduvopn sér til varnar og sínu móðurlandi.
- september 1638. Pros Mund höfuðsmaður birti konungsbréf á Alþingi 1639, dagsett 9. september 1638. Þar var höfuðsmanni boðið að skipuleggja fjársöfnun til varnar ríkinu og leggja í því skyni skatt á sýslumenn, klausturhaldara, efnaða bændur, fógeta, skrifara og viðlíka háttsettaembættismenn og á almúga. Skatturinn var innheimtur sumarið 1639.
- Henrik Bjelke höfuðsmaður reyndi árið 1662 að fá Íslendinga til að taka þátt í kostnaði við að halda úti herskipi til strandvarna við landið. Íslendingar báðust undan þessum tilmælum 1663 með tilvísun til fátæktar landsins. Þeir söfnuðu aftur á móti, eftir annálum að dæma (til dæmis Hirðstjóraannáll), 300 ríkisdölum og gáfu Bjelke.
- Friðrik III. fyrirskipaði að Bessastaðir skyldu víggirtir og sendi aðalsmanninn Otto Bjelke með nokkra hermenn til Íslands 1667 í því skyni að fylgja þessari áætlun eftir. Hann ritaði sýslumönnum veturinn 1667-1668 og lagði á skatt sem varið skyldi til að byggja skans á Bessastöðum. Sýslumenn, sem neituðu að innheimta skattinn, skyldu sektaðir eða missa embætti sitt. Traustar heimildir staðhæfa að skatturinn hafi numið 1.500 ríkisdölum eða hærri upphæð (Hestsannáll)eða 1.600 ríkisdölum eða hærri upphæð (Kjósarannáll).
- 1676. Danakonungur lætur útbúa tvö stríðsskip til að fylgjast með smáskipunum sem þá voru gerð út til fiskirí en einnig til að vera ti leftirsjónar hollenskum fiskiduggum hér undir landið.
- maí 1679. Skánarstríðsins 1675-1679 leiddi til þess að Kristján V. ákvað með opnu bréfi, dagsettu 31. maí 1679, að innheimta stríðsskatt af Íslendingumþetta ár. Skatturinn var innheimtur löngu síðar en hafði áður verið lækkaður að kröfu Íslendinga.
- Moth yfirritari sendir bréf til Christians Müllers amtmanns og fyrirskipar herútboð, og er bréfið dagsett 5. maí 1697 Var honum boðið að senda 30-40 Íslendinga til Danmerkur og skyldu þeir ráðnir sem bátsmenn í danska flotanum.
- Freigátan Gothenborg sem fylgja átti kaupskipin til landsins, hraktist vegna ógurlegs óveður þann 28. október vestur í haf, upp undir Grænland ásamt Hafnarfjarðarskipinu. Bæði skipin komust naumlega hingað undir land aftur en strönduðu í Þorlákshöfn 11. nóvember. Komust af 160 manns en nokkrir drukknuðu. Skipbrotsmönnum var deilt á bæi í fjórar næstliggjandi sýslum.
Vorið 1720. Kom hingað dansk kaperskip (sjóræningjaskip á vegum danskrayfirvalda) og tók með valdi hollenskaduggu en Danirnir fengu Íslendinga í lið með sér við töku skipsins. Duggan var umkring með bátum, eldsprengjumskotið um borð sem gerðu reyk, svo að Hollendingarnir sáu ekkert og er þeir reyndu að verjast með skotvopnum, urðu nokkrir særðir. Restin flutt út fangin.
1719-34. Á fyrri hluta 18. aldar voru lögtekin á Íslandi norsku lögin svonefndu, en í þeim má finna ákvæði áþekk vopnadómi Magnúsar prúða um eftirlit embættismanna með vopnum landsmanna og sektum ef eigi var farið eftir. Einnig ákvæði um virkisgerð og viðhald þeirra. (Kongs Christians þessfimta Norsku lög á Íslensku útlögð (Hrappsey 1779), þriðjabók, XVII. cap.)
Haustið 1746. Kom upp sótt í Hafnarfirði af hollensku herskipi. Margir skipsverjar létust en hún barst til landsmanna og dreifðist um mestallt land.
- Varnarskipið sem hingað var sent til að hafa tilsjón með kaupskipum, lá við Íslandsstrendur til að taka ófríhöndlara duggur um sumarið. Það var meðal annars á Vestfjörðum. Danskt stríðskip með 300 manns innaborð komum sumarið. Það lá nokkrar vikur á Breiðafirði og vlldu skipsverjar ekkert segja um erindi þess hingað til lands. Sótt barst úr skipinu á land í Ísafjarðarsýslu.
- Tvær hollenskar duggur teknar um sumarið á Tálknafirði af dönsku stríðsskipi.
- Danskt varnarskip sent hingað til lands með konunglegum fiskiduggum sem voru 12 eða fleiri.
Vorið 1781. Akureyrarskipin svokölluðu,sem koma áttu í hafnir Norðanlands, voru rændar í hafi vörum. Fleiri kaupför sem voru í hingað siglingu var rænt í hafi af sjóræningjaskipum og allra mest sú dugga sem útkom í Keflavík,sem rænd var upp á þúsund rd, að sagt var. Talið var að sjóreyfarar þessir hafi verið af enskum uppruna og fleiri þjóðernum.
Sumarið 1785. Hans Diedrich von Levetzow stiftamtmaður ásamt Landsnefndinni leggja til að komið yrði á fót landvarnarliði á Íslandi 1785 og voru hugmyndirnar hluti af því viðreisnarstarfi sem átti að eiga sér stað eftir Móðuharðindin.
Sumarið 1807. Breskt víkingaskip Salamine undir stjórn Thomas Gilpins siglir til Íslands í því skyni að komast yfir allar eigur Danakonungs og eyðileggjastrandvirki ef til staðar væru. Jarðabókarsjóðurinn rændur.
Sumarið 1809. Valdarán Jörgens Jörgensen og Samúles Phelps kaupmanns. Phelp gerði Jörgen að ríkisstjóra sjálfstæðs Íslands. Valdabrölt þetta endaði sama sumar.
- 1841. Jón Sigurðsson skrifaði í fyrsta tölublaði Nýrra félagsrita um getuleysi Dana við að verja Ísland og hvetur til að hið nýja ráðgjafaþing Íslendinga stofnaði hér til einhvers konar landvarna.
- 1843. Jón Sigurðsson hvetur til að Íslendingar taki upp vopnaburð að nýju í Nýjum Félagsritum.
Sumarið 1853. Andreas August von Kohl skipaður sýslumaður í Vestmanaeyjum. Hann stofnaði herflokk í Heimaey sem nefndist Herfylkingin.
- Dönsk stjórnvöld krefjastaf endurreistu Alþingi í fjárlögum 1857 að Ísland útvegaði menn til að gegna herskyldu í flota ríkisins. Íslendingar hafna þessum kröfum vegna ,,vinnuaflsskort yfir hábjargræðistímann á Íslandi.
- maí 1869. Herfylkingin lögð niður. Þá safnaðist herfylkingin saman í síðasta sinn við útför síðastaforingja hennar, Péturs Bjarnasen verslunarstjóra.
- 1867. Lagt er fram frumvarp um stjórnskipunarlög fyrir þingið. Í þvísagði m.a.: Sérhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálfur þátt í vörn föðurlandsins eftir því sem nákvæmar kann að verða fyrirmælt þar um meðlagaboði.
- Sérstök stjórnarskrá fyrir Ísland lögfest. Í henni er kveðið á um landvarnarskyldu allra landsmanna.
- Uppkast að lögum um ríkisréttarsamband Íslands og Danmerkur.Samkvæmt þriðju grein uppkastsins áttu [h]ervarnir á sjó og landi ásamt gunnfánaâ að vera sameiginleg málefni þjóðanna tveggja, að undanskildumsjálfsvörnum Íslendinga eftir 57. grein stjórnarskrár Íslands.
- Margir Ameríkumenn af íslenskum uppruna eða hátt í 1200 talsins, taka þátt í fyrri heimsstyrjöldinni. Flestir þeirra börðust fyrir Kanadaher en sumir fyrir Bandaríkjaher. Þó að um Vestur-Íslendinga hafi verið að ræða fæddist um þriðjungur þessara manna á Íslandi. 144 týndu lífi og fjölmargir slösuðust, flestir í hinum <a>mannskæðu orrustum á vesturvígstöðvunum</a>.
- Sambandslögin 1918 kváðu á um ævarandi hlutleysi Íslands en gamla stjórnarskrárákvæðið frá 1874 um landvarnarskyldu allra Íslendinga stóð eftir sem áður.
- Ári eftir samþykkt sambandslaganna 1919 samþykkti Alþingi lög um landhelgisvörn, þar sem landsstjórninni var heimilað ,,...að kaupa eða láta byggja, svo fljótt sem verða má, eitt eða fleiri skip til landhelgisvarna með ströndum Íslands".
- júní árið 1926. Kom til landsins fyrsta varðskipið, sem smíðað var fyrir Íslendinga. Það var gufuskipið Óðinn.
1.september 1939. Seinni heimsstyrjöldin brýst út.
1939-45. Á þriðja hundrað Íslendinga látast af völdum styrjaldarinnar, flestir sjómenn. Íslendingar gengdu herþjónustu fyrir báða stríðsaðila, Möndulveldin og Bandamenn, flestir þó fyrir Bandamenn.
- maí 1940. Bretar hernema Ísland sem er þá hlutlaust ríki.
Vorið 1940. Agnar Kofoed Hansen, lögreglustjóri í Reykjavík hefur vopnaðaþjálfun lögreglunnar vegna komandi átaka heimsstyrjaldarinnar síðari og áætlun var um stofnun varasveita 300 manna. Fyrirætlanir þessar fóru út um þúfur við hernám Breta.
- maí 1940. Bretar hernema Ísland sem er þá hlutlaust land. Engin átök eiga sér stað milli landsmanna og breskra hermanna en nokkrir landsmenn eru skotnir til bana, aðallega vegna óhlýðnis. Breski herinn hernemur hernaðarlega mikilvæga staði í Reykjavík.
- júlí 1940. Íslendingar spyrja bandarísk stjórnvöld óformlega hvort þau muni verja Ísland samkvæmt Monroe-kenningunni.
- 1941. Nasistastjórn Þjóðverja lýsir Ísland í hafbann.
- júlí 1941. Herverndarsamningur er gerður við Bandaríkin 1. júlí 1941. Þau taka að sér hervarnir Íslands viku síðar, fimm mánuðum áður en Bandaríkin verða aðilar að heimsstyrjöldinni .Landganga bandarískra hermanna 7. júlí markar upphaf langrar varnarsamvinnu ríkjanna. Herverndarsamningurinn kvað , m.a. á um viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi landsins, að sjá landinu fyrir nægum nauðsynjavörum og tryggja nauðsynlegarsiglingar til landsins og frá því. Með samningnum er í raun bundinn endi áhlutleysisstefnu Íslands. Jafnframt er gerður samningur um að Bretar kalli herlið sitt heim frá Íslandi.
- júlí 1941. Fjögur þúsund bandarískir landgönguliðar koma til landsins fimmmánuðumáður en Bandaríkin verða aðilar að heimsstyrjöldinni. Herstjórnin áÍslandi fer undir sameiginlega stjórn Bandaríkjamanna og Breta.
- ágúst 1941. Stærsta hersýning Bandamanna á Íslandi er haldin í tilefni af heimsókn Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, til Reykjavíkur. Herdeildir frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Noregi og flugliðar frá Samveldislöndunum taka þátt.
- apríl 1942. Bandaríkin taka við yfirherstjórn á Íslandi afBretum.
- Bandaríski heraflinn á Íslandi verðu rfjölmennastur um 45.000 manns og hermenn bandamanna urðu alls flestir um 50.000 manns. Auk Breta voru hér einnig herdeildir frá Noregi og Kanada um tíma. Hermenn á Íslandi urðu flestir um 50.000, eða álíka margir og allir fullorðnir karlmenn á Íslandi. Á haustdögum 1943 tók að fækka í heraflanum og var hann kominn niður í nálega 10.000 manns haustið 1944.
- Ísland verður lýðveldi í skugga heimsstyrjaldar þann 17. júní 1944. Í stjórnarskránni frá 1944 var ákvæði um vopnakvaðningu manna á ófriðartímum en það er eftirfarandi:,,Sérhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálfur þátt í vörn landsins, eftir því sem nákvæmar kann að verða fyrir mælt með lögum. Í lagasafninu, sem gefið var út 1990, er ákvæðið enn inni í 75. gr.stjórnarskrárinnar. En í lagasafninu sem gefið var út 2003 er ákvæðið hins vegar ekki að finna. Breytingar voru gerðar á stjórnarskránni með lögum nr. 97/1995.
- maí 1945. Síðari heimsstyrjöld lýkur. Breskar og bandarískar framlínusveitir voru kvaddar heim um sumarið en eftir urðu fáeinir liðsmenn breska og bandaríska flughersins til að annast rekstur Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar.
- 1945. Ísland neitar að lýsar yfir stríði á hendur Þýskaland og getur því ekki gerst stofnaðili að Sameinuðu þjóðunum.
6.1946. Íslensk stjórnvöld hafna beiðni Bandaríkjamanna um afnot af landi undir herstöðvar til langs tíma.
7.1946. Síðustu sveitir breska hersins yfirgefa landið.
- október 1946. Keflavíkursamningurinn samþykktur á Alþingi. Ákveðið er að bandarískt herlið yfirgefi landið, en Bandaríkjamenn hafi áfram afnot af Keflavíkurflugvelli vegna herflutninga til Evrópu.
Júlí 1946. Síðustu sveitir breska hersins yfirgefa Ísland.
- október 1946. Keflavíkursamningurinn samþykktur á Alþingi. Ákveðið er að bandarískt herlið yfirgefi landið, en Bandaríkjamenn hafi áfram afnot af Keflavíkurflugvelli.
- september 1946. Keflavíkurflugvöllur afhentur Íslendingum. Íslensk toll- og löggæsla tekur til starfa á vellinum.
- apríl 1947. Bandaríkjaher gerir samning við fyrirtækið American OverseasAirlines (AOA) um starfrækslu Keflavíkurflugvallar. Það stofnar dótturfyrirtækið Iceland Airport.
- apríl 1947. Síðustu bandarísku hermennirnir yfirgefa Ísland.
- apríl 1949. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, undirritar stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins. Gunnlaugur Pétursson verður síðar fyrst ifastafulltrúi Íslands. Samþykktin veldur miklu deilum og óeirðum.
- maí 1951. Ísland og Bandaríkin undirrita varnarsamning en undirliggjandi ástæða var Kóreu stríð sem olli mikilli spennu í heiminum. Það hefur m.a. áhrif á afstöðu íslenskra stjórnvalda til dvalar erlendu herliðs á Íslandi á friðartímum. Fyrstu hersveitir Bandaríkjahers koma til landsins 7. maí og setja upp bækistöðvar á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkjafloti hefur eftirlitsflug frá Keflavík um haustið.
1952-1958. Fjórar ratsjárstöðvar taka til starfa, við Keflavíkurflugvöll1952 og síðar Sandgerði 1953, á Stokksnesi við Hornafjörð 1956, á Heiðarfjalli á Langanesi 1957 og á Straumnesfjalli á Vestfjörðum 1958. Fyrstu orrustuþotur varnarliðsins koma til Keflavíkur.
- Alþingi ályktar að varnarsamningnum skuli sagt upp.
- desember 1956. Ísland og Bandaríkin gera samning um að fella niður viðræður um endurskoðun varnarsamningsins.
- 1958. Fyrsta Þorskastríðið hefst. Bretar senda herskip á Íslandsmið. Átakalaust.
- nóvember 1953. Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins stofnuð.Tómas Árnason er yfirmaður hennar.
- Alþingi ályktar að varnarsamningnum skuli sagt upp.
- júní 1956. Ísland og Bandaríkin gera samning um að fella niður viðræður um endurskoðun varnarsamningsins.
1960-1961. Rekstri ratsjárstöðvanna á Straumnesfjalli á Vestfjörðum og Heiðarfjalli á Langanesi er hætt í hagræðingarskyni.
Mars 1960. Liðssveit bandaríska landhersins er flutt frá Íslandi, samtals 1.200 hermenn.
- júní 1961. Bandaríkjafloti tekur við rekstri varnarstöðvarinnar af flughernum og hefur rekstur ratsjárflugvéla á Keflavíkurflugvelli til eftirlits milli Grænlands og Færeyja.
- janúar 1961. Bandaríkjafloti tekur við rekstri varnarstöðvarinnar af flughernum.
24.-25. júní 1968. Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsráðsins haldinn íReykjavík.
- júlí 1971. Í stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar er ákvæði um uppsögnvarnarsamningsins.
- 1972. Annað Þorskastríðið hefst. Átök á Íslandsmiðum við Breta og nokkru leyti við Vestur-Þjóðverja. Bretar sendu flota herskipa og aðstoðarskipa á vettvang í öðru og þriðja þorskastíðinu, og skipuðu togurum sínum að veiða undir þeirra vernd innan fiskveiðilögsögunnar.
- október 1974. Ísland og Bandaríkin gera samning um áframhaldandi veru varnarliðsins. Meirihluti kosningabærra manna á Íslandi það sama ár undirritar áskorun til ríkisstjórnarinnar um að segja ekki uppvarnarsamningnum.
- Þriðja þorskastríðið hefst og endar 1976 með fullum sigri Íslendinga.
- Í kjölfar þess að Sovétríkin styrkja mjög Norðurflota sinn ákveður Atlantshafsbandalagið að endurnýja og styrkja varnarmannvirki á Íslandi á níunda áratugnum, m.a.flugbrautir, loftvarnarratsjár, olíubirgðaaðstöðu, flugskýli o.fl.
- 1982. Fyrsta æfing varnarliðsins í nýrri röð varnaræfinga sem nefnastNorðurvíkingur er haldin áKeflavíkurflugvelli. Æfingin er haldin á vegum Atlantshafsherstjórnar Bandaríkjanna á tveggja ára fresti frá árinu 1983.
Maí 1984. Ísland eykur þátttöku í störfum hermálanefndar NATO.
- 1985. Hollensk skipa- ogkafbátaleitarflugvél hefur eftirlit frá Keflavíkurflugvelli.
Maí 1987. Ratsjárstofnun tekur til starfa eftir að íslensk stjórnvöld gerðu samning um yfirtöku Íslendinga á rekstri ratsjárstöðva varnarliðsins á Íslandi.
- júní 1987. Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsráðsins haldinn í Reykjavík.
- 1991. Sovétríkin hætta flugi herflugvéla í nágrenni Íslands.Varnarliðið hefur flogið til móts við yfir 3.000 sovéskar herflugvélar innan íslenska loftvarnarsvæðisins frá árinu 1962
Sumarið 1991. Varnaræfingin Norður Víkingur haldin í fyrsta sinn. Fyrsta æfingin samkvæmt samkomulaginu frá 2006 var haldin 2007 og síðan aftur 2008.
- Ísland gerist aukaaðili að Vestur-Evrópusambandinu.
- janúar 1994. Samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um fyrirkomulag varnarsamstarfs ríkjanna á grundvelli varnarsamningsins frá 1951. Samþykkt er að orrustuþotum varnarliðsins verði fækkað.
- apríl 1996. Bókun um fyrirkomulag varnarsamstarfs er endurnýjað til fimm ára.
- maí 2001. Hátíðardagskrá í tilefni af varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna í fimmtíu ár.
- mars 2003. Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra tóku ákvörðun um stuðning við afvopnun Íraks þann 18. mars 2003. Ísland á lista yfirviljugra þjóða með stríðsátökum.
2004-05. Ísland tekur þátt í friðargæsluaðgerðum NATO. Mest er framlag Íslands til ISAF í Afganistan. Á tímabilinu 2004 - 2005 fór Ísland með yfirumsjón með rekstri flugvallarins í Kabúl.
September 2006. Bandaríkjaher dregur allt herlið sitt frá Keflavíkurflugvelli. Eignir varnarliðsins falla íslenskum stjórnvöldum í skaut. Varnarsamningurinn enn í gildi en án veru herliðs.
- 2006. Nýtt samkomulag um framkvæmd varnarsamnings Íslands ogBandaríkjanna en í því kveður meðal annars á um að halda Norður Víkingvarnaræfinguna árlega.
- september 2006. Ríkisstjórn Íslands gaf út skjal er varðar viðbrögð íslenskum yfirvalda við brotthvarf Varnarliðsins þar sem kveðið var um að lögreglan og Landhelgisgæslan juku viðbúnað sinn með kaup á skipum ogflugvélum og koma á örugg fjarskiptakerfi sem spannar allt landið.
- apríl 2007. Gengu í gildi lög um Íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu. Í lögunum um Íslensku friðargæsluna er m.a. kveðið á um, að utanríkisráðuneytinu séheimilt að taka þátt í alþjóðlegri friðargæslu og senda borgaralega sérfræðinga til starfa við friðargæsluverkefni.
- apríl 2007. Samkomulag milli Íslands og Noregs, m.a. um varnarsamstarf. Aðilarnir hyggjast auka, að teknu tilliti til sameiginlegra þarfa, tækifæri til heimsókna og æfinga og til að stunda annars konar varnarstarfsemi, meðal annars með tilstyrk sérsveita, her- og varðskipa og norskra orrustuflugvéla og eftirlitsflugvéla á Íslandi og í íslenskri loft- og landhelgi.
Sumarið 2007. Fyrsta varnaræfingin Norður Víkingur haldin samkvæmt samkomulaginu frá 2006 og síðan aftur 2008.
- apríl 2007. Undirritun við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála.
Apríl 2008. Varnarmálalög voru samþykkt í apríl 2008 og fólu í sér fyrstu heildstæðu löggjöfina um varnarmálatengda starfsemi á Íslandi. Með varnarmálalögum var sett á fót sérstök Varnarmálastofnun sem sinnir varnartengdum verkefnum sem íslensk stjórnvöld bera nú ábyrgð á. Þar ber hæst rekstur íslenska loftvarnakerfisins en íslensk stjórnvöld tóku við yfirstjórn loftvarnakerfisins og rekstri Ratsjárstofnunar úr hendi Bandaríkjanna 15. ágúst 2007.Varnarmálastofnun rak öryggissvæði við Keflavíkurflugvöll, Miðnesheiði,Helguvík, Bolafjall, Gunnólfsvíkurfjall og Stokksnes, og annaðist reksturmannvirkja NATO hérlendis.
- maí 2008. Samkomulag um samstarf á sviði varnar- og öryggismála milli breska konungsríkisins og Íslands.
- 2009. Samkomulag milli utanríkisráðuneytis Íslands ogvarnarmálaráðuneytis Kanada um samstarf í varnarmálum.
1 júní 2009. Varnarmálastofnun tók til starfa og hafði á sinni könnu verkefni sem varða varnir Íslands og samskipti Íslands við Atlantshafsbandalagið ogræktun tvíhliða varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna.
- janúar 2011. Varnarmálastofnun lögð niður. Verkefni hennarfara yfir til embættis Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands.
Nóvember 2014. Landhelgisgæslan ákveður að skila 250 hríðskotabyssum frá Noregi vegna deilna um greiðslu og réttmætti þessara gjafar sem hún kallar í íslenskum fjölmiðlum en Norðmenn sölu.
Flokkur: Bloggar | 25.11.2021 | 09:08 (breytt 25.8.2024 kl. 15:01) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.