Um hvað fjalla annálar?

250px-Peterborough.Chronicle.firstpageÉg er að lesa annála þessa dagana. Merkileg lesning um hvað gerist í lífi þjóðar. En annálar eru brot eða glefsur úr þjóðarsögunni og í raun er Íslands saga ansi götótt. Annálar t.d. sleppa að greina frá heilu eldgosunum og í raun frá daglegu lífi. Það virðist vera hending hvað kemst á blað og oft er það háð söguritara, hvað er sett niður og um leið fáum við að skyggjast inn í fordómafullan eða hjátrúafullan heim hans um leið.

Það sem er gegnum gangandi er í þessar lesningu er að sagt er frá veðurfari, slysum, glæpum og farsóttum:

 

Sagt er frá almennu tíðarfari, svo sem að vetur hafi verið harður og sumar grösótt.

Sagt er frá slysum. Menn að detta af hesbaki (fullir stundum) og drepast. Tugir og stundum hundruð manna drukkna á hverju ári (300 manns eitt árið).

Sagt er frá farsóttum. Sjá má að farsóttir ganga yfir og drepa hundruð og þúsundir manna. 

Glæpamál. Þjófar hengdir (taldi 40 manns eitt árið) og konum drekkt í tugatali ár hvert fyrir að bera út börn sín. Sifjaspell og í hungursneyðum öllu stolið steini léttara. En einnig gestrisni við erlenda skipbrotsmenn og hve margir flýja land með útlenskum skipum til að sleppa við refsingu.

Slúður er látið fylgja með. Tek sem eitt dæmi um konu á níræðisaldri sem giftist ungum manni en skilur við hann vegna þess að hann var ,,impotent" eða getulaus! Árið 1706: áttræð kona giftist tvíugum manni 1705. Ári síðar - 1706 - skilaði hún honum til baka með þeim orðum að hann væri impotentiae causa (getulaus)! Sama ár átti karl einn 107 ára afmæli. Eldgos í Grímsvötnum. Maður féll úr bjargi við fuglatekju og dó. Nokkrir drukknuðu í vötnum (sýnist að menn hafi drukknað í öllum þekktum vötnum sem eru hér á landi), sængurkona varð bráðkvödd er hún gekk yfir bæjarþröskuldin - ansi margir bráðkvaddir á þessum árum, sennilega með undirliggjandi hjartasjúkdóma. Bóndi dó í fjárhúsi ásamt 50 rollum í fjúkviðri (sennilega fennt inni og kafnað). 

Skarðsárannáll

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband