Umræðuhefðin á Íslandi og frjálslynda lýðræðishefðin

björn-jónÞað er staðreynd að eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar, hafa samræður fólks, sem áður fyrr voru milli manna í eigin persónu eða í gegnum síma, einkennast of dónaskap og mógðunargirni.  

Nú getur fólk, átt í samræðum við fólk ópersónulega, á spjallvefum, og það er eins og almenn kurteisi eða nærgætni hverfi þegar hinn persónulegi þáttur er úr sögunni. Hægt er að láta út úr sér algjöran dónaskap og menn (konur og karlar) hnakkrífast út af minnstu málum.  Eitthvað sem það myndi ekki annars gera ef það stæði augnlitis to auglitis.

Þetta hegðunarmynstrur er hluti af alþjóðlegri þróun og kemur frá Bandaríkjunum að mestu leyti eins og margt annað.

Björn Jón Bragason skrifaði ágæta grein sem ber heitið ,,Frjálslynda lýðræðishefðin er í hættu" á Eyjunni.

Grípum niður í hvað hann hefur að segja: ,,Þjóðfélagsskipan okkar og annarra vestrænna lýðræðisríkja byggir á frjálslyndi þar sem opin skoðanaskipti eiga sér stað, borin er virðing fyrir andstæðum sjónarmiðum, samhliða virðingu fyrir mannlegri reisn, trú á gildi frjáls markaðar og takmörkun ríkisvalds. Þessi grunngildi eiga hvarvetna undir högg að sækja — hvort tveggja frá öfgafólki til vinstri og hægri sem líta á hið klassíska frjálslyndi sem hugmyndafræði forréttindastétta samfélagsins. Þetta sást vel aðdraganda kosninga til þýska sambandsþingsins á dögunum. Þar mátti að ýmsu leyti merkja samhljóm með popúlísku flokkunum á sitthvorum jaðri stjórnmálanna, Die Linke og AfD, og báðir svo gott sem óstjórntækir."

Óhætt er að taka undir orð Björns Jóns í þessum efnum. En hann kemur líka inn á sjálfsmyndarstjórnmálin og fórnarlambavæðinguna en einnig útskúfunnarmenninguna. Ekki er ætlunin að fara út þessa sálma hér, enda passar það lítt við fyrirsögnina hér að ofan. En ég ætlað aðeins að minnast á rétthugsunina, því að hún tengist umræðuhefðinni býsna mikið.

Björn Jón segir: „Hugsanafrelsi og málfrelsi eru ófrávíkjanleg skilyrði andlegrar velferðar mannkynsins og önnur velferð byggist á þeirri andlegu.“ Hann á hér við að rétthugsun (rétttrúnaður), að aðeins megi hugsa og tjá sig á ákveðinn hátt, sé í raun andleg kúgun. 

Björn tekur eitt dæmi af nígeríska rithöfundurinn, Chimamanda Ngozi Adichie, kom hingað í september sl. Adichie er einn kunnasti rithöfundur heims en hún hélt erindi á bókmenntahátíðinni.

Adichie gagnrýndi líka þvingaðan rétttrúnað þar sem aðeins sé viðurkennd ein aðferð við að ræða um málin og sé það ekki gert séu menn víttir með siðaprédikun. Viðkomandi er ekki eingöngu ásakaður um ranga orðanotkun heldur um að vera „siðferðilega vond manneskja“.  

Er þetta ekki hættuleg þróun? Megi tjáningarfrelsið lengi lifa!

Sjá má grein Björns Jóns hér að neðan.

Frjálslynda lýðræðishefðin er í hættu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband