Ýmislegt hefur verið skrifað um Snorra Sturluson um tíðina og hann talinn vera merkasti rithöfundur Íslendingar fyrr eða síðar, jafnvel einn sá merkasti á miðöldum yfir höfuð.
Það er óhætt að taka undir það hvað varðar germanska menningu og varðveislu hennar, við gætum aðeins treyst á fornleifarannsóknir til að rannsaka germannska trú eða réttara sagt Ásatrú ef það væri ekki fyrir hann.
Enn kemur karlinn fólki á óvart. Ég horfði á þátt, Um land allt, þar sem Reykholt var tekið fyrir og sérstaklega Reykholt á miðöldum.
Ég hafði skrifað ýmislegt um Reykholt í námi mínu og svo kemur það fyrir í tveimur ritum mínum sem hafa komið út, en það er smáritið Snorri Sturluson og mannlíf á miðöldum en einnig stórvirkið Hernaðarsaga Íslands 1170-1581. Fyrri efnið er ætlað miðstigi grunnskólans en hitt síðara er byggt á námi mínu og rannsóknum sem ég stundaði í Þýskalandi á sínum tíma.
Hvað um það, í hernaðarsögubók minni tók ég fyrir virkisgerð á miðöldum og þar kemur Reykholt sérstaklega við sögu. Ég tíndi til a.m.k. 30 virki eða vígi sem gerð voru á miðöldum en fyrir mér var þetta alls kostar nýjung og vakti undrun minnar þegar ég rannsakaði hernaðarsögu Íslands á þessu tímabili.
Segja má að ég hafi komið fordómalaus að verkefni, því að ég hafði ekki hugmynd hvað ég myndi uppgötva og því engin fyrirfram gefin niðurstaða eða tilgáta gefin mér sem er hreint út sagt frábært.
Þegar ég reyndi fyrst að gefa út bókina Hernaðarsaga Íslands, var mér eftirminnilegt viðbrögð fræðikonu einnar, sem sagði að maður ætti að forðast ýkjur og þar átti hún við um virkisgerð á miðöldum. Mér var hugsað til orða hennar þegar ég heimsótti Reykholt á sínum tima þegar fornleifauppgröftur átti sér stað þar.
Ég tók fornleifafræðingana tali sem voru þarna að verki og einn þeirra benti á uppgrafinn virkisvegg og sagði: Hér stóð virkisveggur Snorra Sturlusonar! Með öðrum orðum hafði ég tvöfalda sönnun fyrir virkið í Reyholti sem reyndar líkis meira dæmigerðan kastalagarð, bæði úr Sturlungu og forleifauppgreftri. Ég gat trúað mínum eigin augum, enda sannanirnar beint fyrir neðan fætur mínar.
Síðar var fornleifar á Hrafnseyri grafnar upp, eftir að bókin kom út og þær staðfesta orð mín um það virki. Með öðrum orðum, það eru alltaf til svo kallaðir stopparar sem hindra framgang nýrra sýnar eða þekkingar. Það er að sjálfsögðu nauðsynlegr að beita gagnrýna hugsun en annað er að hunsa sönnunargögn og segja allt annað án neins rökstuðnings.
Í Reykholti er sögusýning og þar er þessi tilgátumynd af virkinu hans Snorra Sturlusonar uppi.
Hér fyrir neðan er önnur tilgátumynd af Reykholti en þessi er byggð á fornleifarannsóknum og prýðir kápu bókar um fornleifauppgröftin í Reykholti. Ég hallast frekar að þeirri síðari.
Eins og sjá má er þetta svokallað höfuðból í líkingu við kastalagarð. Innan virkisveggja eru 5-6 byggingar og er það merkilegt að eitt húsana var tveggja hæða. Svo mun hafa verið kjallari þarna, undirgöng til laugar o.s.frv.
Þá kemur að því sem ég vissi ekki, en það er að gólfið á a.m.k. einni byggingunni hafi steina eða stokka neðan gólf og bil upp í timburgólf sem var hitað með gufu eða heitu vatni! Með öðrum orðum, var Snorri að nota upphitað gólf eins og er lenska í dag þegar menn innrétta ný hús. Þvílík snilli.
Hitt kom mér á óvart var að fundist hafði gler glas af vönduðustu gerð, greinilega vínglas eða vínbikar ef menn vilja vera fínir í orðalagi. Sjá myndina að neðan sem ég tók af sjónvarpsskjá. Sagt er að Snorri hafi meira segja flutt inn franskt rauðvín. Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti en finnst þetta trúlegt, þar til annað kemur í ljós! Ég verð að trúa mínum eigin augum og rannsóknir fornleifafræðinga svo einfalt er það. Við ættum því að athuga vel hvað við segjum þegar við höfnum nýja þekkingu og aldrei að segja aldrei!
Mynd að neðan. Rústir kjallarans góða, þar sem Snorri Sturluson var veginn að næturlagi árið 1241.
Að neðan. Hér er önnur mynd af vínbikarnum góða.
Flokkur: Bloggar | 15.10.2021 | 10:45 (breytt kl. 16:06) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.