Það er að bera í bakkafullan lækinn að ræða úrslit kosningana og afleiðingar þeirra en hér skal þó bætt við!
Auðljósar brotalamir eru á framkvæmd lýðræðis á Íslandi. Stjórnarskráin þarfnast breytingar (þó ekki umbyltingu eins og margir vilja), heldur uppfærslu í samræmi við nútímann. Lýðveldið Ísland er ekki það sama og það var 1944.
Vitur sagnfræðingur og stjórnmálaspekingur sagði eitt sitt að lífið sé breytingum háð en þær eiga að taka mið af fortíðinni, því að hún býr yfir reynslu kynslóðana, hvað gengur og hvað gengur ekki. Nýjungar eru nauðsynlegar, en þær verða að reyna með varkárni. Auðljósir vankanar eiga því að sníða af stjórnarskránni en halda má það sem reyndst hefur vel.
Fyrsta verkið ætti að skipta valda valdinu upp í þrennt, eins og ég hef bent á áður, í framkvæmdarvald, dómsvald og löggjafarvald. Svo er ekki í dag, og ríkisstjórnin / framkvæmdarvaldið ætti að hunskast af Alþingi sem fyrst og einbeita sér bara að því að stjórna landinu. Valdið (lagasetning og dagleg stjórnun) liggur hvort sem er hjá ókjörnum embætttismönnum (aðallega ráðuneytisstjórum).
Þegar eitthvað bjátar á, þá koma vankantanir fram, líkt og gerðist með úrslit kosningana, þegar kjörstjórnir gera mistök. Svo er Alþingi (þingmenn sem eiga hagsmuni að gæta) látið dæma í eigin sök? Af hverju er málinu ekki skotið til Hæstaréttar Íslands, líkt og gert er í Bandaríkjunum? Það dæmir enginn í eigin sök, nema á Íslandi.
Niðurstöðuna má gefa sér fyrirfram, þingmennir sem voru kosnir á þing um nóttina og voru á lista þingmanna undir morgun samkvæmt síðustu talningu og LOKATÖLUM, fá líklega ekki leiðréttinu mála sinna og missa af þingsætum. Hinir fimm, sem fengu þessi sæti verða fegnir sem og aðrir þingmenn enda má ekki rugga bátnum þegar áhöfnin hefur verið ráðin um borð.
Svo er það flokkarnir og þingmennirnir. Það er nú svo að fólk kýs flokka á þing og hefur takmarkaðan rétt á að ráða hverjir eru skipaðir fulltrúar hvers flokks, nema að takmörkuðu leyti. Stundum eru lokuð prófkjör og stundum opin. Eina vopnið sem kjósandinn hefur í raun er að strika yfir nafn viðkomandi frambjóðanda til þings eða sveitarstjórnar á sjálfum kosningadeginu, á kjörseðlinum. Það er vandasamt og jafnvel þótt það sé gert, þá kannski færist viðkomandi (ef nógu margir gera það) aðeins niður um sæti.
Ábyrgð þeirra sem bjóða sig fram fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk er því mikil. Stór hópur fólks hjálpar og treystir á að viðkomandi aðili er að bjóða fram undir merkjum og stefnu ákveðins flokks. Kjósendur verða einnig að treyst að viðkomandi þingmannaefni sé að bjóða sig fram af heillindum.
Það kom því mörgum á óvart að þingmaður einn, korteri eftir kosningar, án þess að greina megi ágreining fyrir ákvörðun hans, hafi ákveðið að skipta um hest eftir að hafa farið yfir ánna. Skýringar hans halda ekki vatni þegar forsendurnar eru skoðaðar (hann hafði þrjú ár til að ákveða sig og hann hafði alltaf tækifæri til að skipta um flokk, helst fyrir síðustu kosningar) Hann er genginn í annan flokk og eftir situr margur með sárt enni. Kjósendur mannsins, hugsa margir með sér að ekki hafi það kosinn hann til gegna þingmennsku fyrir annan flokk með gjörólíka stefnu og samflokksmenn hans sitja eftir ráðvilltir og með veiklaðan þingflokk. Viðkomandi hefði væntanlega setið í stjórnandstöðu skv. úrslitum kosninga en nú verður hún veikari fyrir vikið, um sem samsvarar einu þingsæti. Eins og við vitum er stjórnarandstaða lýðræðinu bráðnauðsyn.
Það er náttúrulega brot á rétti kjósanda geta ekki valið sinn þingmann á Alþingi beint, heldur verður hann að kjósa allan pakkann - allan þingflokkinn en misjafn sauður er í hverjum flokki. Svo er misvægi þingsæta, ekki er sama hvar maður býr á landinu, betra er að vera ekki búsettur á höfuðborgarsvæðinu, til að atkvæði manns fá meira vægi. Jöfnunarsæti breyta ekki stöðuna mikið.
Kíkjum á Wikipedíu og hvað hún segir um einmenniskjördæmi
Einmenningskjördæmi er kjördæmi í þingkosningum þar sem aðeins einn frambjóðandi nær kjöri. Mismunandi reglur geta gilt um það hvernig sigurvegarinn er ákvarðaður, algengt er að sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði nái kjöri þó að viðkomandi fái ekki meirihluta atkvæða. Þetta fyrirkomulag er til dæmis notað í þingkosningum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Einnig kann að vera kosið í tveimur umferðum þannig að þeir tveir frambjóðendur sem fá flest atkvæði í fyrri umferð kosninga haldi áfram í aðra umferð, sú aðferð er til dæmis notuð við þingkosningar í Frakklandi. Þá er mögulegt að notast sé við forgangsröðunaraðferð þar sem kjósendur raða frambjóðendum í röð frá þeim sem þeir kjósa helst til þess sem þeir kjósa síst.
Það er talinn kostur við einmenningskjördæmi að þingmenn hafi sterka tengingu við tiltekið landsvæði og að kjósendur á því svæði hafi "sinn þingmann" til að leita til. Á móti kemur hins vegar að atkvæði þeirra sem kjósa aðra frambjóðendur falla dauð niður og smærri framboð eiga litla möguleika á að koma mönnum á þing. Í löndum þar sem eingöngu er notast við einmenningskjördæmi er því tilhneiging til þess að fáir stjórnmálaflokkar komi mönnum á þing, jafnvel aðeins tveir.
Einmennisskjördæmi á Íslandi
Einmenningskjördæmi tíðkuðust áður í Alþingiskosningum á Íslandi. Þegar Alþingi var endurreist 1844 voru 20 þingmenn kjörnir úr 20 einmenningskjördæmum auk þess sem konungur skipaði 6 þingmenn. Kjördæmin miðuðust þá við sýslur landsins auk þess sem Reykjavík var sérstakt kjördæmi. Árið 1874 var farið að gera sumar sýslur að tvímenningskjördæmum og eftir því sem fólki fjölgaði í Reykjavík fjölgaði þingmönnum höfuðstaðarins. Einmenningskjördæmi voru síðast notuð í Alþingiskosningunum í júní 1959 en þá voru 21 þingmenn kjörnir úr jafn mörgum einmenningskjördæmum, 12 þingmenn úr 6 tvímenningskjördæmum, 8 samkvæmt hlutfallskosningu í Reykjavík og 11 uppbótarmenn á landsvísu. Síðar sama ár var aftur kosið til Alþingis samkvæmt nýrri kjördæmaskipan þar sem landinu var skipt upp í átta kjördæmi með hlutfallskosningum. Heimild: Wikipedia.
Má ekki taka upp samblöndu af hlutfallskosningu og einmenniskosningu? Og kjósendur hafi beint val um hverjir veljast í sæti fyrir hvern flokk?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.10.2021 | 14:29 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.