70 ára afmæli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna er í ár

NATÓ og ÍslansdÍslendingar eru þjóð tvíræðnis.  Varðberg hélt upp á 70 ára afmæli varnarsamningsins við Bandaríkin með vefstreymi fimmta maí 2021 og þar komu fram helstu framámenn þessa málaflokks, svo sem skrifstofustjóri Öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og utanríkisráðherra.

Allir voru lukkandi glaðir og lýstu áfjáðir gleði sína yfir að Ísland væri herlaust land en væri samt í varnarbandalagi við hernaðarsamtökin NATÓ og hefðu gert tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin þennan sama dag árið 1951, 5. maí. Tvíræðni?

Á ýmsu hefur gengið síðastliðin 70 ár og Bandríkjamenn ekki alltaf Íslendingum hliðhollir, sbr Landhelgisdeilurnar. Skautað var hratt yfir þá staðreynd í vefstreyminu að Bandaríkjamenn hurfu héðan með herlið sitt, árið 2006, án þess að spyrja kóng né prest. Þeir Íslendingar sem reyndu og hafa varið þetta samstarf sátu með sárt enni og hafa allar götur síðan reynt að gera gott úr vondu.

Í vefstreymi Varðberg kom fram að Bandaríkjamenn hafi yfirgefið hlutverk sitt að verja LOFTRÝMI Íslands á friðartímum með einhliða brotthvarfi sínu 2006, enda engin her staðsettur hér að staðaldri. Við fyrstu sýn virðist þetta ekki skipta máli, en á ófriðartímum (sérstaklega í nútímanum) skiptir hver mínúta máli. Tökum sem dæmi, að hryðjuverkamenn eða hópur þeirra getur leikið lausum hala hér í 1-3 daga án þess að viðeigandi viðbrögð verða. Er þetta langsótt?

Nei, tökum annað dæmi um vanrækslu, hryðjuverkaárásin á Bandaríkin 2001. Bandaríkjamenn höfðu hreinlega engar eða a.m.k. fáar herþotur til að takast á við ,,árás innan frá"  þegar ráðist var á New York. Allar þeirrar varnir beinust að utanaðkomandi árásum. Þetta er mesta hernaðarveldi sögunnar og samt....Afraksturinn var mikið mannfall og mikil heppni að ekki allar flugvélarnar náðu skotmarki sínu.

Nú hafa Bandaríkjamenn sýnt það í verki að þeim er ekki treystandi til að standa við skuldbindingar sínar, sbr. Víetnam og Afganistan. Þeir hörfa ef það hentar þeim, burtséð hvað hentar bandamönnum þeirra hverju sinni. Getum við treyst þeim ef á reynir, og þeir ekki of uppteknir annars staðar? Ein ástæða þess (sem þeir sáu svo eftir) að þeir yfirgáfu Ísland á sínum tíma, var að þeir voru uppteknir í herrekstri í Írak og Afganistan. Þeir meira segja tóku björgunarþyrlur sínar í önnur verkefni og skildu Ísland eftir án björgunarþyrlna.

Hér koma nokkrar spurningar: Af hverju þarf Ísland að vera herlaust? Er það skrifað á stein að svo eigi að vera? Eigum við að fara eftir hörðustu kröfum vinstrisinna um herlaust land? Er ekki þörf á einhverjar varnir á friðartímum, þegar viðvera vinveittra hersveita sem eru staðsetttar á Íslandi er takmörkuð? Af hverju eiga synir annarra landa að fórna lífi sínu fyrir varnir Íslands? Hver hefur verið frumskylda hvers einasta ríkis síðastliðin fimm þúsund ára (utan Íslands)? Vernda borgara/þegna viðkomandi ríkis gegn innlendri sem og erlendri ógn.

Aldrei segja aldrei, Ísland er ekki lengur eyland í síminnkandi heimi. Er ekki kominn tími á raunsæisstjórnmál?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Flott yfirferð. Stutt og laggóð (annað en hjá nokkrum ónefndum greinendum)

Jónatan Karlsson, 28.9.2021 kl. 07:15

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Jónatan, takk fyrir innlitið. Ég hefði getað bætt við Írak, en þegar Kaninn fór þaðan að eigin ákvörðun, kom ISIS inn í staðinn. Það sem ég hef verið að segja, út frá sjónarhorni mannkynssögunnar, er að Íslendingar geta ekki treyst einum eða neinum, sérstaklega ekki stórveldum.

Bretar hafa til dæmisa troðið tærnar á Íslendingum síðan 1412, og tekið fisk af Íslandsmiðum eins og þeim sýndist.

Það besta sem Íslendingar gætu gert, er að lenda ekki inn á milli slags stórvelda og eiga góð samskipti við þau öll. Hér er ég að tala um Rússland, Bandaríkin, Kína, Indland og fleiri ríki. En við verðum að treysta og styrkja eigin varnir sjálfir. 

Birgir Loftsson, 28.9.2021 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband