Í fjölda ára hefur krónan verið þrætuepli á Íslandi, sérstaklega út af smæðinni og hve óstöðug hún hefur verið. Hún hafi auðveldað spákaupmennsku. Hún hefur þó haft á sér góðar hliðar sem við sáum í hruninu. Þar sem virði hennar endurspeglaði hagkerfi og púls þess. En neikvæðu hliðarnar voru þær, að hér þurfti að setja á gjaldeyrishöft.
Og það er staða sem við eigum aldrei að þurfa að lenda í aftur, alveg sama, hve gott það er að geta látið hana sveiflast í takt við hagkerfið. Gleymum ekki að óábyrgir stjórnmálamenn, og Seðlabankinn, geta aukið magn peninga og aukið verðbólgu. Svo er það rafræn peningaframleiðsla bankana, en það er önnur saga sem ég fer ekki nánar í hér. Hver er þá framtíð gjaldmiðils Íslands?
Lítum á nokkra gjaldmiðla:
EVRA:
Evran (; EUR) er opinber gjaldmiðill í 19 af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þessi hópur ríkja er þekktur sem evrusvæðið og telur um 343 milljónir borgara frá og með 2019. Evran er næststærsti gjaldmiðillinn á gjaldeyrismarkaði á eftir Bandaríkjadal.
Evrunni er stjórnað af Evrópska seðlabankanum í Frankfurt í samvinnu við seðlabanka aðildarríkja.
Evran er önnur mesta notaða varasjóðsmynt heims á eftir Bandaríkjadal, auk þess að næst mest gjaldmiðillinn á gjaldeyrismörkuðum heimsins eftir Bandaríkjadal. Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er 20,48% af gjaldeyrisvarasjóðum heims í Evru og hefur farið hækkandi síðari ár. 61,94% af gjaldeyrisvarasjóðum er í Bandaríkjadal.
Evran er draumur Evrópusinna á Íslandi. Og ein af helstu rökum þeirra að ganga í Evrópusambandið er stöðugur gjaldmiðill. Evran hefur reynst ágætlega fyrir ESB ríkin sjálf. Því hún er alþjóðleg mynt, sem auðveldar viðskipti innan Evrópulanda og líka út á við. En fyrir okkur Íslandinga er hún gagnlaus, sem ætlum að standa fyrir utan Evrópusambandsins.
Helstu gallar hennar, er að hún bakkar ekki Evruþjóðir í efnhagserfiðleikum. Evrópski seðlabankinn gerði það ekki. Við sáum þetta á Grikklandi. Þar píndi seðlabankinn landið í skuldafjötra og afnám efnahagslegt sjálfstæði landsins og í raun sjálfstæðið. Grikkland er ein brunarúst.
Þar sem Evan gerði Grikkjum ómögulegt að gjaldfella myntina, eins og við gerðum við krónuna.
Ef við hefðum verið með Evruna í hruninu, þá hefði farið fyrir okkur eins og Grikkjum sem eru í dag . gjaldþrota þjóð og evrópsk efnahagsnýlenda ESB.
Vandamál Evrunnar að hún slær takt við efnhag Þýskalands og norður þjóða ESB.
Suðurhlutinn hefur verið að safna skuldum við norðurhlutann og Ítalir og Spánverjar eiga í miklum erfiðleikum. Suðurþjóðarnir voru áður þekktar fyrir að gjaldfella miðlana sína, en geta það ekki í dag. Misvægið á milli norður og suður er svo mikið, að talað hefur verið að skipta Evrunni í norður og suður Evru. Framtíð Íslands liggur ekki í Evrunni. Ísland á að einblína á allann heiminn, ekki örfáar þjóðir í Evrópu og takmarkaðan markað, varðandi viðskipti. Við þurfum að styðjast við alheimsmynt og þá erum við komin að
Dollar:
A fistful of dollars
Er sterkasti gjaldmiðill heimsins og mest notaði sem varasjóður.
Styrkur er hans er það mikill að hann er notaður sem trygging skulda á milli landa.
Þjóðir gefa út skuldir í dollurum sbr. Argentina og fleiri. Því enginn treystir gjalmiðli Argentínu og vita að hann gæti fallið gríðarlega og þar með afföll á skuldum.
61% allra gjaldeyrisvarasjóða þjóða í heiminum er í dollurum, sbr. 20% Evru.
Og 40% af öllum skuldum heimsins eru í dollurum.
Styrkur dollars, er að þrátt fyrir mikla peningaprentun Bandaríkjastjórnar, þá hefur ekki skapast verðbólga, vegna gríðarlegrar eftirspurnar eftir dollar alþjóðlega.
MONETIZE DEBTS, er fyrirbærið kallað, þegar USA prentar eins mikið af dollurum og það þarf fyrir skuldum.
Dökka hliðin fyrir Bandaríkin sjálf, er þó að USA borgar 1 trilljarð á ári í vexti. Björtu hliðarnar eru að sífellt fleiri dollarar eru að fara í umferð í heiminum.
Petrodollar Áður fyrr þegar dollar var á gullfæti þá var hægt að skipta ígildi dollar fyrir ígildi gulls. Svokallaður GULLFÓTUR. Richard Nixon breytti þessu 1971, vegna þess að Vietnam stríðið olli því að seðlabankinn, prentaði meiri dollara, en til var af gulli. Og fleiri dollarar voru í umferð erlendis en til var í USA. Og erlendir aðilar fóru krefjast innlausnar. Þetta setti pressu á Nixon að afnema gullfótinn.
Þetta átti að verða tímabundið ástand, en varð það ekki. Traust heimsins á dollar hrundi. Það sem varð dollaranum til björgunar er að árið 1974, gerðu Sádar og USA með sér samkomulag að öll olíuviðskipti færu í dollurum. Í staðinn hét USA því að verja Sáda hernaðarlega, bæði innan og utanlands.
Þar með varð Petrodollar til og styrkti dollar sem alheimsmynt og varð til núverandi velgengni dollars.
Kínverjar og Rússar vilja reyna að veikja dollar og minnka vægi hans, með því að nota olíuviðskipti sína á milli í Yuan. Og Rússar reyna að styrkja rúbluna sína með því að kaupa upp allt það gull það sem þeir geta gullfótur. En það er aðallega til heimabrúks til að styrkja Rúbluna.
Rússar og Kínverjar eru að reyna að vera óháðir dollaranum.
Af hverju er næststærsta hagkerfi heimsins með Yuan ekki með eins sterkan gjaldmiðil? Skýringin liggur í að stjórnvöld vilja stjórna og ekki hleypta of mikið af YUAN út í alheimsumferðina. Einnig liggur vandamálið í TRAUSTI. Kína er einræðisríki og erfitt er að sækja rétt sinn í dómsölum eða treysta kínverskum bönkum eða treysta kínverska ríkinu yfirhöfuð.
Hver treystir einflokksstjórn?
Persónulega, þá tel ég olíuna ekki vera framtíðarorkugjafi. Því munu Kínverjar ekki geta klekkt á USA dollar með olíuviðskiptum.
Hlutur Seðlabanka Bandaríkjana:
Gallinn við Fiat currency er að við verðbólgu, þá rýrnar gjaldmiðillinn. Milton Friedman talaði um að t.d. 2% verðbólga væri í raun skattur. Frá þvi að Seðlabanki USA varð til 1913, þá hefur US dollar rýrnað um 96%.
Seðlabankinn á enga peninga, en býr til peninga með því að gefa út skuldabréf (bonds) og ríkisvíxla (treasury bills), sem svo markaðurinn og bankar kaupa og selja síðan aftur til Seðlabanka með vöxtum. Peningar skipta í raun ekki um hendur heldur birtist á debet hlið bankans.
Bankar ,,prenta einnig peninga með því lána peninga til skuldara, með því að færa til credit og debit stöðu bankans. Peningar búnir til rafrænt innan bankans, án þess að innistæða sé í raun til.
Skuldarinn notar síðan rafrænu millifærsluna til að kaupa fasteign með tilvísun á traust að bankinn eigi fyrir fyrir borgunni.
Dæmi þú átt inneign hjá banka upp á 100 kr. en bankinn er aðeins með 3 krónur. Bankinn lánar síðann 97 kr. til Jóns til að kaupa eitthvað. Í innistæðu þinni hjá bankanum eru ennþá 100 kr. en núna á Jón 97 kr rafrænt á sínum bankareikningi. Og þetta er rafræn eign Jóns. Bakkað upp með loforði bankans að borga til baka. Nýju peningar hans Jón eru búnir til sem SKULD .Jón kaupir síðann eitthvað fyrir 97 kr og seljandinn setur síðann 97 í annan banka. Sem síðan lánar öðrum Sigga.
Og svo aftur og aftur. Þannig verða til rafrænir peningar án raunverulegrar innistæðu. Þetta kerfi kallast Fractional Reserve Banking.
Í raun er um 97% af peningum í umferð í Bretlandi peningar bara tölur í tölvukerfi bankana. Og aðeins 3% raunveruleg eign. Bankar græða síðan tá og fingri á vöxtum.
Bankarnir hafa því í raun búið til fyrstu rafrænu peningana.
BITCOIN og crypto currency:
Hvað um framtíðina? Er Bitcoin framtíðin? Fjórða iðnbyltingin í hnotskurn; gervigreind.
Bitcoin er nýr rafrænn gjaldmiðill, Hann er rauninni bara tölvukóði í netskýjum, samansafn af tölvubætum.
Rafmiðill sem er í raun eigin banki, laus við skatta, þóknanir til banka og laus við brask þeirra og seðlabanka með peninga. Algjörlega frítt.
Árið 1998 bjó Bernhard Von NotHaus til eigin gjaldmiðil. Þrátt fyrir að slíkt sé bannað í USA.
Hann kallaði gjaldmiðil sinn ,,Liberty dollar og var til í gulli, silfri, platínum og kopar. Einnig til sem peningaseðill (pappír) og svo rafrænt. Bandaríkjastjórn handtók hann og dæmdi í 22 ára fangelsi.
En þetta útspil varð sem upplifun og fyrirmynd fyrir stofnenda Bitcoin. En það var hakkari í Amsterdam sem kallaði sig Satoshi Nakamoto sem stofnaði Bitcoin. Hann kom fram undir dulnefni. Því ekki vildi hann lenda í sporum Bernhards.
Bitcoin er sem sagt stærðfræðilegur tölvukóði, sem er öllum frjálst að nota.
Rafrænn gjaldmiðill og tölvuhugbúnaður, sem notar alheims greiðslukerfi og notar heimsins einkatölvur í gegnum internetið. Bitcoin er geymt í þessu heimsins netkerfi og þar sem það er opið öllum, þá getur engin einstakur aðili hakkað eða spilað með Bitcoin. Enginn getur breytt kóðanum, nema að það sé gert opinberlega. Núna eru hundruðir forritarar að endurbæta og uppfæra hugbúnaðinn, en kóðinn er opinn öllum, og því ekki hægt að svindla á honum.
Bitcoin er því Blockchain, og verður framtíðar efnahagstæki.
Blockchain gæti búið til samfélag án landamæra og er eins valddreift (decentralized) og hægt er.
Gervigreind, opinn gagnagrunnur, aðgengilegur öllum.
Bitcoin sparar okkur milliliði eins og fjármálafyrirtækin.
Bitcoin eign þín kallast ,,Digital wallet og er bara kóði.
Þegar Bitcoin er send frá einu Digital wallet til annars Digital wallet, þá er bara verið að breyta aðgengi að database (gagnagruns) á milli eigenda.
Hver einkatölva er í raun Bitcoin miner, sem geymir Bitcoin kóðann.
Bitcoin leysir af banka og bankamenn. Hjá Bitcoin er engin verðbólga eða offramleiðsla af peningum. Laus við afskipta stjórnmálamanna og seðlabanka.
Notkun kreditkorta getur verið áhættusamt, alltaf verið að hakka inn í kerfi þeirra, eða þú týnir korti þínu. Og kreditkortaþóknanir eru gríðarlega háar. Með því að losna við þessar þóknanir, þá geta fyrirtæki boðið ódýrari vöru til kaupenda með því að bjóða greiðslur í Bitcoin.
Í dag eru 2,5 milljarðar manna án bankareiknings. Með Bitcoin þá getur þetta fólk notast við greiðslukerfi Bitcoin, án banka og þurfa aðeins aðgang að farsíma. Þeir geta millifært peninga á milli landa án aðkomu banka og hárra þóknana.
Það skrítna við millifærslur á milli landa, eru að þær geta tekið allt að fjórum dögum.
Og þó eru þær í raun rafrænar. Hverju veldur? Bitcoin gerir þetta á sekúndubragði án bankaþóknana.
Hvað eru peningar? Þeir eru í raun loft, huglægt mat á gæðum. Sem eru mismunandi eftir því hver þörfin er hverju sinni. Við ákveðum að gefa þeim ákveðin verðmæti og heitið er PENINGAR.
Peningar eru tungumál, sem við miðlum okkar á milli um ákveðin verðmæti. Hús er t.d. ekki meira virði í evrum eða dollara en við erum tilbúinn að borga fyrir húsið. Þetta er sem sé persónulegt verðgildi.
Crypto currency getur haft gildi eins og hver önnur mynt, því verðgildið er huglægt.
Ókostur venjulegra mynta er rýrnun þeirra, vegna ríkisstjórna og seðlabanka.
Og mikil offramleiðsla/prentun veldur rýrnun gjaldmiðilsins. Milton Friedman kallaði þetta rán á almenningi. Offramleiðsla á peningum veldur VERÐBÓLGU (í raun aukaskattur).
Sem aftur rýrir kaupgetu almenningsins og rýrir gjaldmiðilinn. Þannig eru peningar færðir til/teknir frá almenningi. Þetta gerist í öllum gjaldmiðlum heimsins. Í dag er t.d. Dollarinn aðeins 4% virði þess sem hann var fyrir 100 árum. Þetta er helsti ókostur gjaldmiðla miðað við crypto currency.
Hvað ef peningar væru aðskildir frá ríki og seðlabönkum?
Enginn stjórnar Bitcoin, ekkert ríki, seðlabanki, ekki einu sinni forritarinn sem bjó til myntina.
Við fólkið gefum myntinni verðgildi, með framboð og eftirspurn. Með Bitcoin er engin verðbólga sem rýrir peningana okkar og engin spilling.
Þar sem enginn stjórnar myntinni, þá getur enginn fylgst með eyðslu okkar eða notkun okkar.
Blockchain sér í raun um bókhald fyrir crypto currency, sem kemur í staðinn fyrir ríki, banka og elítu sem millifæra fyrir okkur fjármuni og taka fé fyrir, sumir segja ræna okkur.
Ef við ætlum t.d. að kaupa, hús, þá þurfum við fjölda milliliða, fasteignasala, banka og fjölda annarra sem taka þóknun.
Blockchain sleppir milliliðum, gerir viðskiptin ódýrari og öruggari.
Greiðslur framtíðarinnar, með sjálfkeyrandi bílum, skipum og flugvélum fara fram með rafrænum gjaldmiðlum. Machine to machine payments.
Þá komum við að svokölluðu .
DAO company Smart contracts gervigreind. Fyrirtæki án eiganda.
Framtíðin gæti verið að enginn ætti gæðin, tökum dæmi leigubíll.
Leigubíllinn veitti hverjum sem er þjónustu, sem borgaði í bitcoin. Á nætur myndi leigubíllinn hlaða sig rafmagni og fá viðhald. Með innkomunni, þá myndi leigubíllinn kaupa fleiri leigubíla og endaði í raun í leigubílaflota. Enginn ætti bílana í raun, heldur væri þetta bara tölvukóði í netheimum.
Án milliliði, þá býður gervigreindin Blockchain, alla þjónustu ódýrari og skilvirkari.
Í raun gæti gervigreindin rekið heilt þjóðfélag, og gert þar á meðal gert stjórnmálamenn óþarfa.
Gert fulltrúalýðræðið óþarft, með svokölluðu distributed democracy.
Markmiðið er að enda skrifræði og spillingu stjórnmálamanna og nota gervigreind til að stjórna.
Framtíðin gæti litið svona, þú ætlaðir að kaupa bújörð, en gætir ekki fengið bankalán, eða fengið fjárfestir. Kæmist ekki á hlutabréfamarkað. Og þú byggir t.d. í Rússlandi, og vildir stofna kúabú. Þú gætir t.d búið til crypto currency, svokallaða MILKCOIN til að fjármagna kaupin, þú auglýstir myntina á eigin vefsíðu með, ICO Initial Coin Offering.
Þá kemur spurningin, af hverju ættir þú að kaupa slíkan gjaldmiðil?
En þú ert í raun að kaupa hlutabréf, án þess að fara í gegnum hefðbundin hlutabréfamarkað, crowd funding eða Angel Investor.
Og þetta er því frábært tækifæri fyrir startup/frumkvöðlafyrirtæki.
ICO sem hefur ekkert regluverk á bakvið sig, sem er draumur svindlara, sem vilja nýta sér þessa leið fólk til fjármögnunar og svindla á þeim. Það er því ljóst að það þarf eitthvað regluverk.
Þar kemur Sviss til sögunnar með TOKEN, en TOKEN er eitthvað sem er hægt að nota og skipta í Blockchain, TOKEN varð til með næstfrægasta crypto currency, Ethereum.
Til að koma í veg fyrir svindl með ICO, þá ætlar Sviss að taka að sér að búa til regluverk með ICO.
Ethereum (sem er crypto currency) er með höfuðstöðvar í Zug kantónu í Sviss. Kantónan leyfir crypto currency og ICO fyrirtæki fái að starfa óáreitt, en með ICO regulations. Sem sagt hver sem vill stofna ICO, þarf að gera undir svissnesku fyrirtæki, og þurfa að skrásetja og gefa upp áþreifanlegt heimilsfang.
En þetta er allt saman í þróun, en lítur gríðarleg vel út fyrir Zug kantónu, sem græðir tá á fingri.
Hver er þá niðurstaða mín með framtíðargjaldmiðil Íslands? Hún er sú að krónan verður ekki til í framtíðinni í núverandi mynd.
Ég tel að við ættum að færa okkur fyrst yfir í dollar, sem er alheimsmynt. Langflest ríkis heimsins nota dollar sem varasjóð, fjárfesta og nota varasjóð og dollarinn er stöðugur.
Og við gætum tekið upp dollar einhliða, vegna þess að dollar er alþjóðleg mynt.
Á annan tug ríkja nota bandaríkjadollar (https://www.businessinsider.com/usd-countries-use-dollars-as-currency-2018-5?r=US&IR=T) Þannig að þetta er raunhæft.
En síðan verður þróunin að fyrirtæki og einstaklingar fara að nota rafmyntir.
Stórt skref var tekið hjá Teslu, að Bitcoin sé notuð í bílaviðskiptum.
Þetta gæti verið skrefið frá því að Bitcoin sé storage mynt, yfir í alvöru viðskiptamynt.
Ég er hissa á af hverju þjóðir eins og Venúsúela og Zimbabwe (nota dollar) með gjörsamlega ónýta gjaldmiðla, noti ekki Bitcoin? Og sleppa við 1000% verðbólgu. Bitcoin er í raun alheimsmynt.
Framtíðin eru rafmiðlar.
Fjórða iðnbyltingin með gervigreind er nútíðin og framtíðin og miklar breytingar framundan.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | 5.9.2021 | 12:50 (breytt kl. 12:59) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.