Það hefur öllum verið ljóst sem fylgdust með ,,kosningabaráttu" Joe Bidens, sem hann háði úr kjallara heimilisins sins í Wilmington, að hann væri ekki líklegur til stórræða. Segja má að frjálslindir fjölmiðlar hafi háð kosningabaráttuna fyrir hann, því að hann gerði það ekki sjálfur. Hann hafði kosningamaskínu Demókrata á bakvið sig, auðmenn einokunarhringja í Bandaríkjunum og fjölmiðla í eigu þeirra.
Svo gengu Google, Facebook, Twitter og aðrir samfélagsmiðlar (þeir hétu að gera ekki sömu mistök og 2016 þegar Donald Trump vann forsetakosningarnar) til liðs við Joe Biden og breyttu algrímuforrit sín til að hafa áhrif á kjósendur. Þetta tókst með ágætum, því að Joe Biden sigraði með ,,yfirburðum", þótt engir (kannski tugir manna hverju sinni) mættu á kosningarallý hans en á sama tíma mættu tugir þúsunda á kosningarallý Donalds Trumps.
Ljóst var að hinn almenni kjósandi var í liði með Donald Trump og sýndi það í verki þá og ennþá dag í dag, en elítan og fjölmiðlar voru í liði með Joe Biden. Margar sögusagnir og jafnvel sannanir eru um stórfelld kosningarsvik, jafnvel hátt í 11 milljónir atkvæða féllu í skaut Joe Bidens sem hefðu ekki átt að gera það en hann ,,fékk" yfir 80 milljóna atkvæða.
Ljóst var frá degi einum að kosningarbaráttan snérist um Donald Trump og hann einan; um störf hans og persónu. Þeir sem kusu með Joe Biden voru í raun að kjósa gegn Donald Trump en ekki með Joe Biden. Í forvali Demókrata féll valið í skaut Joe Bidens eiginlega fyrir tilviljun en margir aðrir frambjóðendur voru betri. Næst versti frambjóðandinn, Kamala Harris, hrifsa svo næst besta góssið, varaforseta embættið.
Frjálslindir Bandaríkjamenn urðu að ósk sinni en til er máltæki sem er á þessa leið: ,,beware what you wish for" eða varastu hvað þú óskar þér, því þú veist ekki hvað kemur upp úr hatnum.
Og óskin varð að martröð, í forsetastóli situr elliær maður, sem gerir öll hugsanleg mistök sem hægt er að gera og þetta hefur hann gert síðan hann settist á ,,valdastóll" (enginn veit í raun hver stjórnar bakvið tjöldin).
Engum getur dulist vanhæfi Joe Bidens á forsetastól, jafnvel Demókratar og frjálslindir fjölmiðlar viðurkenna það og gagnrýna kappann. Það sem gerði útslagið var brotthvarfið frá Afgangistan sem átti að vera ,,sigurganga" Joe Bidens næstkomandi 9/11 og marka sigur Bandaríkjanna á hryðjuverkaóginni síðan um aldarbyrjun.
Algjör andstæða varð úr öllu þessu: Mesti hernaðarósigur Bandaríkjahers frá upphafi (Víetnam tapaðist tveimur árum eftir brotthvarf Bandaríkjahers) og algjörir villimenn tóku við 86 milljarða dollara virði af hernaðartólum og yfirráð yfir næstu allt Afgangistan. Og hryllingurinn er rétt að byrja í landinu þegar flestir blaðamenn og erlendir hermenn eru farnir. Eftir eru óþekkt tala Bandaríkjamanna, óbreyttir borgarar sem Bandaríkjaher skildi eftir. Þvílíkt áfall fyrir þjóðarsál Bandaríkjamanna og Bandaríkjahers sem hafa alla tíð státað af því að skilja enga hermenn (og borgara) eftir á vígvellinum.
Nú ganga Talibanar ganga húsi úr húsi og drepa andstæðinga sína og þeir fljúga þyrlur með hengda menn í eftirdragi samkvæmt nýjustu fréttum. Þótt Joe Biden sé vinur Talibana, get ég fullyrt að 99,99% Bandaríkjamanna séu það ekki. Dagar hans á forsetastóli eru taldir, spurningin er bara hvernig?
a) Herréttur fyrir að gefa óvini upplýsingar um Bandaríkjamenn og afganska bandamenn? b) Fyrir að klúðra a-ö brotthvarfsáætluna? c) Vanhæfni frá dag eitt sem forseti?
Af nògu er að taka, galopin landamæri og hundruð þúsunda manna streyma í gegn mánaðalega og stórt hlutfall þeirra með covid, stjarnfræðileg skuldasöfnun og eyðsla í ,,loftslagsvá aðgerðir" og verðbólga hefur ekki verið hærri í áratugi, BNA sé nú orðin háð olíu frá óvin veittum olíuframleiðendum, 300% aukning glæpa og fátækt, sundrung þjóðarinnar í tvær aðskildar þjóðir í raun vegna mismunandi gilda, veikt stöðu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi, veikt stöðu bandamanna bæði í Evrópu og Asíu og aukið hættuna á þriðju heimsstyrjöld með stríði við Kína um Taívan.
Joe Biden lýtur í duftið fyrir spurningu blaðamanns. Þessi mynd er talin vera lýsandi fyrir vanhæfni mannsins en hann getur ekki svarað spurningum blaðamanna án aðstoðar hjálparmanna sem grípa stöðugt frammí og garga ,,thank you, now you have to leave". Hann segir stöðugt: ,,I am not allowed to take questions", eins og hann réði ekki för.
Þvílík arfleið atvinnustjórnmálamanns sem hefur verið í bransanum í 50 ár og haft rangt fyrir sér í öllum málum þessa tímabils. Hann hefur verið meira segja svo lengi að hann tók þátt í umræðunum um Víetnam og eins alltaf síðan, hafði hann rangt fyrir sér um Víetnam.
Aðstandendur fallina hermanna sem Joe Biden hitti urðu vægast sagt brjálaðir út í Joe Biden þegar hann leit stöðugt á úr sitt við móttökuathöfn föllnu hermannanna frá Afganistan, eins og hann hefði eitthvað betra að gera. Sumir aðstandendur neituðu að tala við hann en þeir sem gerðu það urðu fyrir miklum vonbrigðum, þvi að hann talaði bara um látinn son sinn sem lést fyrir áratug (eða 2015 minnir mig).
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 31.8.2021 | 20:16 (breytt 1.9.2021 kl. 08:29) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Erlent
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.