Best varðveita leyndarmál Bandaríkjastjórnar - bókaumfjöllun um bókina Laptop from Hell eftir Miranda Devine

Laptop from hellÞað hefur vakið undrun margra í Bandaríkjunum hvaða meðferð, eða réttara sagt enga meðferð, sonur Bandaríkjaforsetans, Hunter Biden hefur fengið bæði hjá FBI og meginfjölmiðlum landsins (utan hægrisinnaða fjölmiðla eins og Foxnews og Newsmax).

En það er frásögnin / frásagnarleysið um hina frægu fartölvu Hunters Bidens, sem engar fréttir eru um hér á Íslandi, en fartölvumálið sjálft, er lýgilegt frásagnar.

Innihald tölvunnar hefur verið að birast hægt og rólega, en málið hefur verið í ,,rannsókn" hjá FBI hátt í tvö ár og ekkert bólar á ákæru.

Meðal efnis má sjá nakt kvennfólk, hugsanlega undir lögaldri og sjálfan kappann að reykja krakk að því virðist. 

Grípum hér í lýsingu á innihaldi bókarinnar:
 
,,Þegar eiturlyfjasjúklingurinn Hunter Biden afhenti vatnsskemmda tölvu sína í Mac-viðgerðarverslun í Delaware vorið 2019, aðeins sex dögum áður en faðir hans tilkynnti um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna, varð þetta tímasprengjan í skugga kosningarherferðar Joe Biden.
 
Skítugu leyndarmálin í fartölvu Hunter gerðu nánast út af forsetaframboði föður hans og varð upphafið að einni mestu fjölmiðla yfirhylmingu í sögu Bandaríkjanna.
 
Þetta er sagan um hvað raunverulega er inni í fartölvunni og hvað Kína veit um Bidens, og er eftir blaðamann New York Post sem leiddi innihaldið í ljós.
 
Fartölvan afhjúpar samræmda ritskoðunaraðgerðir tæknirisana, fjölmiðlastofnana og fyrrverandi leyniþjónustumanna til að kæfa umfjöllun New York Post, í hrollvekjandi æfingum á hráu pólitísku valdi þremur vikum fyrir kosningarnar 2020.
 
Fjársjóður af fyrirtækjaskjölum, tölvupóstum, textaskilaboðum, ljósmynda og raddupptaka, sem spannar áratug, gefa fyrstu vísbendingarnar um að Joe Biden forseti væri þátttakandi í verkefnum sonar síns í Kína, Úkraínu og víðar, þrátt fyrir ítrekaða afneitun.
 
Þessi nána innsýn í öfgafullan lífsstíls Hunter sýnir að hann var ófær um að halda starfi, hvað þá að fá greiddar tugmilljónir dollara í miklum alþjóðlegum viðskiptasamningum erlendra hagsmuna, nema hann hefði eitthvað annað verðmætt að selja - sem auðvitað hann gerði. Hann var sonur varaforseta sem myndi verða leiðtogi hins frjálsa heims", segir á bókarkápunni.
 
En þessi saga verður aldrei sögð hérlendis, því að íslenskir fjölmiðlar copy/paste erlenda fjölmiðla, sértaklega ameríska.
 
Sjá hér slóð um bókaumfjöllunina:
 
 
Hér er hægt að kaupa bókina á Amazon: Amazon
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband