Nú fara fram réttarhöld í Bandaríkjunum vegna óeirðana 6. janúar síðastliðinn. Það er erfitt að finna rétta hugtakið til að lýsa hvað gerðist í raun þarna því að margt skrítið gerðist þarna á þessum degi.
Til upprifjunar má segja stuðningsmenn Donalds Trumps hafi farið inn eða réðust inn í Capitol eða þinghús Bandaríkjaþings. Siðan hafa staðið deilum um hvað gerðist í raun og eiga réttarhöldin sem nú standa yfir að varpa ljósi á atburðarrásina.
Upplýsingarnar sem við Íslendingar fáum eru fáar og ónákvæmar, jafnvel ósannar. Nú síðast er því haldið fram að fimm manns hafi látið lífið en í raun lést aðeins ein kona, stuðningsmaður Donalds Trumps, en hún var óvopnuð. Hún var skotin af stuttu færi af óþekktum lögreglumanni eða öryggisverði. Yfirvöld hafa ekki vilja láta í té nafn á lögreglumanninum né hvað gerðist og olli því að hún var drepin. Aðrir sem létust, létust eftir á, af ýmsum ástæðum, m.a. sjálfsmorð og hjartaáfall.
En nú skulum við fara kerfisbundið yfir atburðarásina til að átta okkur á málinu, koma með skilgreingar og lýsa atburðarásina og horfa á staðreyndir án merkimiða.
Störf Þingsins voru hindruð vegna mótmæla og fólk ruddist inn í þinghúsið
Mikilvægasti atburðurinn sem átti sér stað 6. janúar var að störf þingsins voru hindruð meðan það sinnti stjórnarskrárbundinni málsmeðferð, þar sem bæði Fulltrúardeildin og varaforsetinn voru við vitnisburð og ræddu talningu ríkisvottaðra kosningaatkvæða en einnig átti að tilkynna og viðurkenna formlega vinningshafa forsetakosningar, sem vígja átti inn i embætti tveimur vikum síðar.
Þingmenn og varaforseti neyddust til að rýma húsnæðið
Árásin á Capitol Hill leiddi til þess að þáverandi varaforseti, Mike Pence, og þingmenn voru fluttir á brott af öryggisástæðum. Vegna skrifræðislegrar vanhæfni, sem og ófúsleika Trump forseta til að draga kjark úr óeirðaseggjunum eða kalla til þjóðvarðlið, tók það klukkustundir lengri tíma en það ætti að þurfa að bæla niður æsinginn, hreinsa bygginguna og koma þinginu saman á ný.
Annað er að lögregluliðið var fámennt, þótt ljóst væri að fjölmennur mótmælafundur yrði haldinn í höfuðborginni og þrátt fyrir ítrekaðar óskir yfirmanna lögreglumanna um fjölgun á vakt, var því ekki sinnt. Ábyrgðin á þeirri ákvörðun hvíldi á herðum Nancy Pelosi sem forseti Fulltrúardeildarinnar.
Þing kom aftur saman samdægur
Í ljós kom eftir á að tjónið var í lágmarki. Það var engin þörf á að finna annan stað til að halda áfram þingstörf. Engar líkur voru á því að Pence og þingið þyrftu að víkja frá skyldustörfum sínum. Þegar líða tók á daginn hafði Joe Biden verið viðurkenndur sem kjörinn forseti. Trump varð strax með skömmina á bakinu að skuldbinda sig til skipulegra valdaskiptin. Andstaða hans var þar með úr leik. Joe Biden var á réttum tíma vígður, enda enginn vafi á því að hann yrði það.
Ábyrgðin lögð á aðra
Orðræðan uppreisn (e.insurrection) er orðum aukið enda hefur enginn sem handtekinn var, ákærður fyrir uppreisn. Kem að því síðar.
Lýsing dómsmálaráðuneytisins (undir stjórn ríkisstjórnar Bidens) að þarna hafi verið á ferð hægrisinnaðir öfgahópar sem réðust inn í þinghúsið er fráleit. Þarna voru á ferð stuðningsmenn Trumps og Repúblikana, flest allt venjulegt fólk.
Svo skelfilegt sem 6. janúar virtist vera, var raunveruleg ógn við lýðræði ekki stuðningsmenn Trumps, heldur var það orðræða Trumps sjálfs, sem leiddi til að allt fór úr böndunum. Hann kynnti undir óánægjuna en hann sagði aldrei beint að gera ætti uppreisn, heldur að fólk ætti að koma saman friðsamlega og mótmæla. Hins vegar vegna óábyrgra yfirlýsinga Trumps, misstu allir aðilar tök á aðstæðum, mótmælendur sem og lögregluliðið.
Það var að snúa valdi og álit forsetaembættisins gagnvart stjórnarskránni sem olli þessu. Badnaríkjaforsetar eru svarnir í embætti að varðveita, vernda og verja stjórnaskrána og þeim ber að stuðla að friðsamlegum valdaskiptum sem Trump gerði ekki. Það er svo önnur saga hvort kosningasvindl hafi átt sér stað og verður ekki fjallað um hér.
Hvati til uppreisnar?
Meðal ákærugreina Demókrata um meint embættisafglöp Trumps og yfirlýsingu þeirra fyrir réttarhöldin sem lögð var fyrir öldungadeildina mánuði síðar, var hvati til uppreisnar.
Þessar ásakanir reyndust vafasamar og í ljós kom, reyndist vera fölsk ásökun um að óeirðaseggir hafi valdið dauða Brian Sicknick lögregluþjóni í höfuðborginni með því að slá í höfuð hans með slökkvitæki. Í raun og veru dó Sicknick af náttúrulegum orsökum (tveir blóðtappar) daginn eftir uppþotið; hann hefði ekki orðið fyrir árás með barefli og enginn (þar á meðal tveir óeirðaseggir sem sakaðir eru um að hafa ráðist á hann með úðabrúsa) hefur verið ákærður fyrir manndráp. Enginn sem sitja í varðhaldi, er ákærður fyrir ,,uppreisn", heldur fyrir að hindra störf þingsins og ólögleg vera í húsinu.
Rannsóknin á atburðarásar þann 6. janúar misheppnuð
Rannsóknin gæti auðveldlega verið stjórnað af fastanefndum þingsins eða af sérstakri nefnd, kannski tvíhliða nefnd, stofnuð í þeim tilgangi en breyttist í pólitískan skrípaleik af hálfu Demókrata í Fulltrúadeildinni en þar voru þeir með meirihluta og réðu framgang rannsóknarinnar.
Fulltrúardeildar Demókratar, sem tókst að ákæra Trump tvisvar, seinna skiptið á æðisgengnum hraða, gætu hafa fengið slíkar yfirheyrslur í gangi en gerðu það ekki.Þeir voru of ákafir í að koma Trump úr embætti og koma í veg fyrir framtíðarkjör hans í forsetaembætti.
Reyndar, jafnvel þegar Demókratar voru að krefjast þess að samráðnefnd væri eina leiðin, tókst tveimur fastanefndum öldungadeildarinnar undir forystu Repúblikana að rannsaka og gefa út langa tvíhliða skýrslu um ótrúlega misbrest í öryggis- og upplýsingaöflun sem leiddi til þess að múgurinn náði að yfirbuga lögregluliðið. Það er ekki fyrr en nú sex mánuðum síðar, þegar Demókratar ráða báðum deildum Bandaríkjaþings og forsetaembættinu, að þeir ráðast í umfangsmikla rannsókn með engum stuðningi Repúblikana (utan tvo utangarðsmanna) sem kalla má því pólitísk réttarhöld og alla tíð verður vafi á réttri niðurstöðu.
Orðræðan um að atburðir 6. janúar sé á pari við Jihadista sem myrtu 3.000 er ekki rétt
Demókratar hafa reynt að líkja óreiðirnar í Washington við atburðarrásinu 11.09.2001 á Bandaríkin en samlíkingin á sér ekki stoð í raunveruleikanum enda létust þá hátt í þrjú þúsund manns í skipulagri hryðjuverkaárás en aðeins einn stuðningsmaður Trumps í seinni atburðinum. Enginn mótmælenda var vopnaður og verknaðurinn ekki skipulagður fyrirfram. Ástandið fór hreinlega úr böndunum.
Enginn er ákærður fyrir uppreisnartilraun og einn sakborningur hefur viðurkennt brot og fær stuttan dóm. Refsiramminn er sagður vera þrjú og hálft ár fyrir brotin fyrir sakborninganna.
Hvað er uppreisn gegn valdstjórninni?
Uppreisn er lýst sem ofbeldisfullt uppreisn innanlands sem felur í sér að hefja stríð gegn Bandaríkjunum eða andæfa valdi stjórnvalda með valdi. Alríkislög líta á samsæri um að gera þessa hluti sem uppreisn í hegningarlögum (kafli 2384) sem hefur verið beitt í tengslum við alvarlegar hryðjuverkaárásir.
Uppreisn er að framkvæma byltingu. Það er athyglisvert að þrátt fyrir allt pólitískt brölt og tal um uppreisn hefur enginn af þeim hundruðum óeirðaseggja, sem hingað til hafa verið handteknir, verið ákærður fyrir alríkisglæpina uppreisn eða uppreisnarhvatningu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 28.7.2021 | 16:25 (breytt 29.7.2021 kl. 09:16) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Er þetta Nancy Polosi að kenna? Nýjasta nýtt: https://fb.watch/72b6ow4z4Y/
Birgir Loftsson, 29.7.2021 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.