Ég rakst á athyglisverða grein eftir Tucker Carlson, þáttastjórnanda á Foxnews sem er einn af frægustu þáttastjórnendum Bandaríkjanna, um afskipti yfirstjórnar Bandaríkjahers af borgaralegri stjórn ríkisins.
Tucker Carlsson segir að formaður sameiginlegrar herstjórnar Bandaríkjahers, maður að nafni Mark Milley hafi ítrekað reynt að koma í veg fyrir borgaralega stjórn bandaríska hersins - af hverju er hann enn við stjórnvölinn spyr Carlson?
Þetta er athyglisverð grein sem Tucker Carlson birtir og dálítið áhyggjuefni ef herinn er farinn að skipta sér af borgaralegri stjórn landsins. Sagt er að stjórnir CIA og FBI séu í vasa Demókrata og er það ekki síður áhyggjuefni að her- og njósnastofnanir ríkisins séu orðnar pólitískar og farnar að ráða för í pólitískri stjórn landsins og þær vinni í þágu ákveðins flokks.
Hér koma valdir kaflar úr grein Tucker Carlson, sjá má slóð inn á grein hans hér fyrir neðan.
Ný bók, skrifuð af blaðamönnum The Washington Post sem fjallar um Milley, afhjúpar núverandi formann sameiginlegu herstjórnar sem lögmætan öfgamann - síðasta manninn sem maður myndir gefa vald til ef maður gæti.
Í bókinni lýsir yfirhershöfðinginnn Milley yfirmann sinn Donald Trump og milljónum sem studdu hann, sem siðferðislega jafningja Adolf Hitlers. Þegar þúsundir stuðningsmanna Trump komu friðsamlega saman í Washington fyrir það sem þeir gerðu ráð fyrir að væri stjórnarskrárvarin pólitísk samkoma skömmu eftir kosningarnar, líkti Milley þeim við brúnstakka nasista. Kvartanir Trumps um svik kjósenda, útskýrði Milley fyrir ráðgjöfum sínum, upphátt, voru í raun ákall um þjóðarmorð.
"This is a Reichstag moment," sagði Millley. "The gospel of the Führer." Þetta eru beinar tilvitnanir í orð Miley.
Hann vitnaði síðar fyrir þingið, greinilega ekki að vísa í sjálfan sig sem mann með ,,hvíta reiði, að hann vildi skilja Hvíta reiði:
MILLEY: Ég held að það sé mikilvægt, í raun, fyrir okkur í einkennisbúningi að vera fordómalaus og víðlesin. Og það er mikilvægt að við þjálfum okkur og skiljum. Ég vil skilja hvíta reiði og ég er hvítur, ég vil skilja það. Svo hvað er það sem olli því að þúsundir manna réðust á þessa byggingu og reyndu að hnekkja stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hvað olli því? Ég vil komast að því, ég vil hafa opinn huga hér og ég vil greina það. Það er mikilvægt að við skiljum það vegna þess að hermenn okkar, flugmenn, sjómenn, landgönguliðar koma frá bandarísku þjóðinni, svo það er mikilvægt að leiðtogarnir nú og í framtíðinni skilji það.
Tucker Carlson er hneykslaður á orð Milley og segir ,,Hvít reiði - bara frjálslindislegt kynþáttaslangur. Þetta fólk hefur enga sjálfsvitund. En, segir hann okkur, að hann eyddi mörgum klukkustundum í að lesa Robin DiAngelo og Ibrim X Kendi og lærði um Hvíta reiðina en sú hvíti reiði kom aldrei (uppreisn hvítra gegn valdstjórninni). Mark Milley var ekki hræddur við það. Í staðinn, fljótlega eftir kosningarnar, greindi Post frá því að: Milley ... byrjaði óformlega að skipuleggja með öðrum herforingjum og skipuleggja hvernig þeir myndu hindra fyrirskipun Trumps um að nota herinn á þann hátt sem þeir töldu hættulegan eða ólöglegan.
Fyrir þá sem ekki vita, er Bandaríkjaforseti æðsti yfirmaður Bandaríkjaherafla og hann getur hafið takmarkað stríð hvenær sem honum þóknast en verður innan mánaðar að standa fyrir máli sínu fyrir Bandaríkjaþing. Hann getur einnig hafið kjarnorkustríð ef með þarf. Yfirhershöfðingi og formaður sameiginlegrar herstjórnar Bandaríkjahers, getur bara samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna veitt Bandaríkjaforseta ráðgjöf, ekki tekið endanlegar ákvarðanir.
George Washingon, fyrsti forseti Bandaríkjanna sem var yfirhershöfðingi Bandaríkjamanna í frelsisbaráttu þeirra gegn Bretum, varaði sérstaklega við valdi Bandaríkjahers og svo gerðir næstu forsetar. Allir voru þeir hræddir við vald hersins og því var hann framan af 19. aldar afar lítill og veikburða.
Samkvæmt heimildum Tucker Carlson, reyndi Milley að grafa undir friðarsamningaviðræður Trumps við Talibana og í raun eyðilagði þá með því að hefja hernaðaraðgerðir á jörðu, svo það væri alveg öruggt að Talibanar gripu aftur til vopna. Það tókst.
Að grafa undir eða óhlýðnast skipanir Bandaríkjaforseta, sem er fulltrúi fólksins og kosinn beint af því, er ígildis uppreisnar en frægt er þegar Harry Truman rak Douglas MacArthur hershöfðingja í Kóreustyrjöldinni fyrir óhlýðni. Sjá grein mína: ,,Vildi Douglas MacArthur hershöfðingi raunverulega nota kjarnorkusprengjur til að vinna Kóreustríðið? Sjá slóð: https://biggilofts.blog.is/blog/biggilofts/entry/2260472/
Tucker Carlson heldur áfram:
,,Bíddu nú við. Er formaður sameiginlegu herstjórnar gaurinn sem hefur vald samkvæmt stjórnarskrá okkar, lýðræði okkar, til að taka þessar ákvarðanir? Nei, hann hefur það ekki. Við höfum borgaralega forystu, hann getur ekki tekið sjálfstæðar ákvarðanir, ef hann er ósammála getur hann sagt af sér. En hann getur ekki búið til pólitískar ákvarðanir sjálfstætt.
En hann hélt áfram. Í byrjun janúar þrýsti Nancy Pelosi á samstöðu. Hún vildi vita að hershöfðingjarnir hefðu gert allt til að hjálpa henni. Hún vildi vita að þeir voru að gera hluti sem voru ólöglegir, taka herstjórnina af borgarakjörnum leiðtogum. Milley staðfesti að þeir hefðu einmitt gert það.
"Maam," Milley told Pelosi, "I guarantee you that we have checks and balances in the system." Svo mörg voru þau orð.
Samkvæmt The Washington Post fólu sum þessara eftirlits og jafnvægis aðgerðir sem hann vísaði til í að grafa undan heimild forsetans til að velja sinn eigin forstjóra fyrir CIA. Þegar að sögn forseti íhugaði að reka Ginu Haspel, sem stýrir CIA og koma í staðinn fyrir Kush Patel á lokadögum ríkisstjórnar sinnar, vitum við nú að Milley þrýsti á starfsmannastjóra forsetans að gera það ekki, til að halda Haspel. ,,Hvað í fjandanum er að gerast hérna?" spurði Milley starfsmannastjóri Trumps. "Hvað eruð þið að gera?"
Þetta er brjálæði segir Tucker Carlson, ,,... þetta er ekki hvernig ríkisstjórninni er ætlað að starfa, formaður sameiginlegrar herstjórnar ætti ekki að eiga það samtal og tjá þær skoðanir, hann ætti að fara ef hann getur ekki haldið þeim fyrir sig.
Þessi orð er ástæða fyrir tafalausrar uppsagnar Mark Milley. Mark Milley hefur ekkert að segja um skipaðanir í stöður innan CIA, enginn í hernum hefur það. Þeir geta það ekki. Talandi um ógn við kerfið okkar.
Fræg er Kúbudeilan 1962 og John F. Kennedy Bandaríkjaforseti átti í fullu fangi við að halda aftur af hershöfðingjum sínum sem vildu ólmir hefja stríð við Sovétríkin. Hann var undir gífurlegum þrýstingi um að hefja hernaðaraðgerðir en með dyggum stuðningi bróður síns sem var dómsmálaráðherra, tókst honum að taka fyrir hendur hershöfðingjanna og koma í veg fyrir kjarnorkustríð.
Í dag er það áhyggjuefni að elliær forseti er í seilingarfæri við ,,kjarnorkuboltann sem fylgir hverjum forseta hvers sem hann fer. Ég mun fjalla um það í næstu grein.
Heimild: https://www.foxnews.com/opinion/tucker-carlson-chairman-joint-chiefs-of-staff-should-be-fired
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 16.7.2021 | 12:56 (breytt kl. 19:10) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.