Það hefur lengi verið vitað að ýmsar grunnstoðir landsins, svo sem heilbrigðiskerfið en einnig lögreglan hafa verið vanræktar og illa fjármagnaðar. Eytt er eins litlu fjármagni og hægt er. Fyrirsjá er af hinu góða en eftir sem áður, verður að halda úti lágmarksþjónustu.
Spurningin er hvort lögreglan á Íslandi sé að veita lágmarksþjónustu eða hámarksþjónustu eða eitthvað þar á milli? Það þýðir ekkert að staðhæfa eitthvað án rannsókna.
Hér að neðan má því lesa úrdrátt úr skýrslu um stöðu löggæslumála á Ísland.
Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli
Guðmundur Oddsson, dósent við Háskólann á Akureyri og Andrew Paul Hill, lektor við Háskólann á Akureyri
Útdráttur: Markmið rannsóknarinnar eru að kortleggja þróun mannafla íslensku lögreglunnar frá árinu 2007, skoða lögregluna í evrópskum samanburði og greina upplifun dreifbýlislögreglumanna af helstu áskorunum þeirra og bjargráðum.
Notast er við fyrirliggjandi gögn og viðtöl við 23 lögreglumenn með starfsreynslu í dreifbýli. Niðurstöðurnar sýna að starfandi lögreglumenn voru 648 árið 2017 og hafði fækkað um 9% frá 2007. Landsmönnum fjölgaði samhliða um 10%.
Árið 2018 var Ísland meðal þeirra Evrópulanda sem höfðu hvað fæsta lögreglumenn (185) á hverja 100.000 íbúa. Hvergi fækkaði lögreglumönnum jafn mikið í Evrópu milli 2009 og 2018 og hérlendis (29,1%). Samhliða nær fimmfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna.
Fólksfjölgun, fjölgun ferðamanna og fækkun lögreglumanna hafa aukið álag og komið niður á löggæslu, ekki síst í dreifbýli. Niðurstöður viðtala sýna að helstu áskoranir sem dreifbýlislögreglumenn upplifa eru mannekla, ofurálag, margþætt verkefni, lítil aðstoð og óskýr mörk vinnu og einkalífs.
Helstu bjargráð dreifbýlislögreglumanna eru að þróa með sér fjölþætta kunnáttu og hugvitssemi við að virkja félagsauð nærsamfélagsins. Mikilvægust er góð samskiptahæfni sem byggist á samræðum, hæfileikanum að geta stillt til friðar og mjúkri löggæslu til að viðhalda trausti almennings og samstöðu. Félagsauður nærsamfélagsins, sem grundvallast á trausti, samvinnu og óformlegu félagslegu taumhaldi, hjálpar dreifbýlislögreglunni í þessum efnum.
Hér er svar Dómsmálaráðherra við fyrirspurn um fjölda lögreglumanna 2019. Veit ekki hvort að myndin er nógu skýr. Þetta ár eru lögreglumenn 664 og þar af á höfuðborgarsvæðinu 273. Þessi fjöldi hefur staðið í stað í raun í áratugi, aðeins rokkað til um tugi.
Til gamans má geta að fjöldi lögreglumanna í Reykjavík árið 1937 var orðinn 60. Árið 2016 var fjöldi lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu 290 en 706 á landinu öllu.
Samanburður á fjölda lögreglumanna á Norðurlöndum hefur alltaf verið að bera fjöldi lögreglumanna saman við hverja þúsund íbúa. Þessi samanburður er ekki alls kostar réttur, því að Ísland er dreifbýlt fjallaland og langt getur verið í lögreglu aðstoð eða sjúkrabíl. Aðbúnaður dreifbýlis lögreglu er oft til vansa, sbr. fréttir af aðstöðu lögreglumanna í Vík í Mýrdal sem hafa ekki einu sinni sérklósett aðstöðu og herbergisholu hjá sýslumanni. Aðrar stoðir, svo sem heimvarnalið eða her er ekki fyrir hendi hér á land. Björgunarsveitirnar hafa bjargað því sem bjarga má, annars væru störf héraðslögreglunnar óbærileg.
Í frétt mbl.is frá 2016 segir að 1.205 útköll björgunarsveita hafi verið það árið og björgunarsveitir gerðu ráð fyrir 3,3 útköllum á dag, 56% útkalla ársins verða vegna verkefna vegna ófærðar og óveðurs en þetta eru verkefni væru annars á höndum lögregluembætta annars staðar á Norðurlöndum.
Í ljósi þess að fjöldi lögreglumanna hefur staðið í stað síðastliðna áratugi, verið um 700 manns að meðaltali, en fólksfjöldinn margfaldast sem og fjöldi ferðamanna en einnig sú staðreynd að erlendar glæpaklíkur hafa fengið að skjóta hér rótum áhyggjulaust, þá má álykta að lögreglan er ekki að veita hámarksþjónustu og myndi ég ætla að hún sé einungis að veita lágmarksþjónustu, því að hún hefur ekki getu til að berjast við glæpaklíkur, uppræta þær og fara í forvarnarstarf.
Flokkur: Bloggar | 10.7.2021 | 11:34 (breytt kl. 15:42) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.