Söguskoðun Olivers Stones og raunveruleikinn

OliverÉg fór að pæla í Oliver Stone sem sögumann eftir að ég skrifaði um hann á fésbókinni, og flétti upp það sem gagnrýndendur hans segja um verk hans.  Og það sem stakk mig er fyrst og fremst það að hann skuli nota ,,hvað ef“ frásögnina sem er ekki boðlegt.

Einn gagnrýnenda hans sagði nokkuð réttilega að ,,sagan sé frásögn af því sem gerðist...en þegar hún hefur einu sinni gerst, þá sé ekki hægt að breyta henni eða við getum leyft okkur að nota ,,hvað ef“.

Við vitum ekkert hvort að sagan hefði farið þessa leið eða aðra ,,ef“ eitthvað hefði gerst. Dæmi: Ef Lincoln hefði ekki farið í leikhúsið örlagaríka kvöldið, þá hefði hann getað lifað til elliára. En hefði það gerst? Hefði tilræðismaðurinn ekki allt eins getað drepið hann seinna? Þetta er nokkuð sem við getum aldrei vitað fyrir vissu. En það er samt sem áður alltaf gaman að pæla í, hvað ef...en það er ekki raunveruleg sagnfræði.


Hér koma nokkrar fullyrðingar Stone...verðlaunin sem Bandaríkin fengu fyrir að hjálpa Bretland, voru að að verslunaryfirburðir Breta eftir stríðið luku og Bandaríkin fengu nýtt og öflugt efnahagshlutverk. - Já, athyglisvert en Bretar gáfu ekki Bandaríkjamenn verslunina í hendur eftir stríðið, Bretland var tæknilega gjaldþrota, bæði efnahagslega og stjórnmálalega sem heimsveldi. Sovétríkin voru máttvana, Þýskaland og Japan sigruð og því mjög eðlilegt að BNA tækju að sér stórveldishlutverkið og vegna efnahagslegs máttar - Bandaríkin voru og er ríkt af auðlindum og landsvæðum, að verða risaveldi, þegar framleiðslumáttur annarra stórvelda var úr sögunni. Þetta er ávallt niðurstaða stórra átaka, heimsveldi hrynja eða þau rísa við slík átök.


Hann segir að þó að BNA trúi því að bandamenn hafi unnið heimsstyrjöldina einir saman, þá sé það staðreynd að Sovétríkin hafi sigrað Þýskaland og ættu lof skilið. - Hernaðarlega séð, er þetta rétt hjá honum, 80% af stríðátökum nasista voru við Sovétríkin og mesta mannfallið var á austurvígstöðvunum. Tugir milljóna manna féllu í þeim átökum og í samanburði voru vesturvígstöðvarnar sem mynduðust í júní 1944 og þau átök sem stóðu í um eitt ár, bara ,,smástríð“. En nota bene, þessar nýju vígstöðvar voru bráðnauðsynlegar, því að annars hefði verið hætta á að Rauði herinn hefði farið alla leið að Atlantshafi á vesturströnd Frakklands. Hvað hefðu menn þá gert í stöðunni? Hefðu Sovétmenn (Stalín) þá vilja semja við Bandamenn?

Vestrænu bandamenn réðust á Þýskaland nasista undir lok stríðsins þegar mestur máttur var úr þýska hernum. Þriðja flokks herlið til varnar í Frakklandi o.s.frv. Bandamönnum (þ.e. Bretum og Bandaríkjamönnum gekk ekkert að sigra Þjóðverja á Ítalíu og erfitt að sjá, miðað við hernaðartæknina þá, að þeir hefðu farið yfir Alpana, því að þá var barist á víglínum, en ekki mörgum vígstöðvum samtímis sem skapaðar eru með loftflutningum herja eins og í nútímanum.

Árangur bandamannanna í vestri var því ekki eins glæsilegur og ætla mætti. En hvað fengum við í lok stríðsins með sigri Sovétríkjanna? Járntjaldið og kúgun Austur-Evrópubúa sem telja sig ekki hafa verið frelsaðir í lok stríðsins, heldur hafi bara verið skipt um kúgara. Þetta kýs Oliver að líta framhjá. Enn óttaðst Austur-Evrópumenn rússneska björninn í líki Pútíns.


Oliver segir að það sé vinsæll skoðun að segja að loftárásirnar á Hiroshima og Nagasaki hafi endað stríðið í Kyrrahafi. Stone segir hins vegar að kjarnorkusprengjur Bandaríkjanna hafði ekkert að gera með sigurinn á Japan, heldur var það austursókn Sovétríkjanna í Kína - Mansúríu - sem neyddi Japana til að gefast upp. Þetta var vegna loforðs Joseph Stalin við Winston Churchill um að ráðast á Mansúríu. – Þetta er nú meiri vitleysan hjá Stone og sýnir þekkingarleysi hans á japönsku þjóðinni. Japanir voru tilbúnir að berjast til síðasta manns og töpuð lönd á meginlandi Asíu hefði þar engu breytt. Fyrri kjarnorkusprengjan fékk þá varla til að skipta um skoðun en þegar sú síðari sprakk og önnur borgin eyðilögð, þá leist þeim ekki á blikuna. Þeir gátu þá gefist upp með sæmd sem skiptir öllu máli fyrir þá, bæði þá og nú. Svo var það nokkuð ljóst að Japan var örmagna í lok stríðsins en hefði getað barist af hörku í heimalandinu - Japan.

Japanir höfðu tapað Kyrrahafsstyrjöldinni gegn Bandaríkjamönnum með síðasta ósigrinum í Okinawa og aðeins spurning hversu mikið mannfallið yrði við hertöku Japans. Bandaríkjamenn áætluðu að þeir myndu missa 2 milljóna bandarískra hermanna við þau stríðsátök og það var ekki ásættanlegt í augum Trumans og Bandaríkjamanna almennt. Þeir töldu sig einnig spara mannfall í röðum Japana sjálfra, bæði hermanna og almennra borgara, jafnvel milljóna þeirra.

Þýskaland var fyrirmynd um hvernig slík átök yrðu, en mesta eyðilegging og mannfallið þar í landi, var síðuðustu mánuði stríðsins - munum: barist á víglínum og þar sem þær fara um landsvæði, myndast eyðilegging og dauði.


Síðasta fullyrðing Stone, sem ég ætla að taka fyrir er aðdáun hans á varaforsetanum Henry Wallace og hvað það hefði breytt sögunni ef hann hefði verið sá sem tók við af Roosevelt. Hann fullyrðir að kjarnorkusprengjan hefði aldrei verið notuð; að hergagnaiðnaðurinn hefði aldrei orðið svo stór og mikill og dómerandi í bandarísku samfélagi; að BNA og Sovétríkin hefðu haldið áfram samstarfi sínu eftir stríð og kalda stríðið hefði aldrei orðið! - Það er ekki hægt að fullyrða að kjarnorkusprengjan hefði ekki verið notuð. Það vill gleymast að forsetinn var og er ekki einn um að taka ákvarðanir, það er ávallt hópur manna sem tekur ákvörðun um hlutina.

Carter sagði einu sinni að hann hefði ekki trúað hversu valdalítill forsetinn væri, fyrr en hann settist að völdum. Hann sagði að ,,bálknið“ væri stjórnlaust og rynni sitt skeið áfram og erfitt væri að hemja það. Það hafa margir Bandaríkjaforsetar fengið að kynnast. Svo er það annað, kom Truman ekki í veg fyrir að MacArthur fengi að nota kjarnorkusprengjur í Kóreustríðinu og gaf hershöfðingjann reisupassann fyrir vikið?

Hergagnaiðnaður BNA hefði komist á koppinn hvort sem er, vegna þess þau voru orðin risaveldi. Hann var fullmótaður í seinni heimsstyrjöldinni hvort sem er. Eðlileg niðurstaða úr heimsstyrjöldinni.  Það er mjög ólíklegt að bandalag BNA og Sovétríkjanna hefði haldist eftir stríðið, kalda stríðið var í raun hafið áður en heimsstyrjöldinni lauk og fyrst var barist á ,,friðarráðstefnunum“ sem bandamenn héldu, til að útkljá deilurnar um heimsskipan að loknu stríðunum.

Skiptingin var ógeðfelld og felldu milljónirm manna undir kúgunarvald Stalíns. Til allrar lukku, tók það mörg ár fyrir Sovétríkin að jafna sig, en þeim tók þó að leggja undir Austur-Evrópu og þegar Stalín dó, þá var hann að leggja drög að gyðingaofsóknum. 

Ekki nokkur einasti maður réði við Stalín sem var sami fjöldamorðinginn og Hitler og kannski má segja að hann hafi skapað kalda stríðið með því að taka yfir Austur-Evrópu og neyða vesturveldin í skotgrafirnar. Eina tækifærið til að útkjá málið milli vestrænna lýðræðisríkja og kommúnistana var í lok stríðsins (Patton vildi halda áfram og berjast við Sovétríkin), það tækifæri rann úr greipum (Sovétríkin höfðu milljónir undir vopnum og erfitt hefði verið að sigra þau, ef ekki vonlaust) og þá var næst besta leiðin farin, að þreyja þorra og það gekk eftir, Sovétríkin urðu gjaldþrota sem hugmyndakerfi, efnahagskerfi og hernaðarkerfi.

Lýðræðið, fasistisminn og kommúnistisminn eru ólík hugmyndakerfi sem erfitt er að sjá að koma mætti í veg fyrir að myndu lenda í hár saman fyrr eða síðar – í stríðsátökum.

Lýðræðisríkin og kommúnistaríkið Sovétríkin, sigruðu í sameinu fastismann og þá kom til uppgjörs milli lýðræðisins og kommúnistismans; til stríðs sem háð var í krafti vopnavalds en án vopnaðra átaka og með átökum staðgengisríkja svonefndu. Kommúnistisminn varð gjaldþrota í þessu kalda stríði. En hver er óvinur lýðræðisins í dag, þegar hin hugmyndakerfin eruð sigruð? Er stríð mili hugmyndakerfa í gangi í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband