Hvað þýðir hugtakið ,,woke"?

Woke

Í hag hefur þetta orð fengið neikvæða merkingu í ensku tungumáli.

Fyrir utan að vera þátíðarending orðsins vaka (nt. vaka – þt. vaknaði),  og hefur verið það um aldir, þýðir það í dag að vera ,,meðvitaður“  og ,,var um“ (conscious and aware) en þetta slanguryrði er líka orðið tákn fyrir framsækna aktívisma.

Merriam-Webster bætti orðinu við orðabókina sína árið 2017 og skilgreindi það sem „meðvitað um og gefa virkan gaum að mikilvægum staðreyndum og málum (sérstaklega málefnum kynþátta og félagslegs réttlætis).“ Orðabók Oxford tók upp orðið sama ár og skilgreindi það sem frá „upphaflega: vel upplýst, uppfærð" í ,,vakandi fyrir kynþáttamisrétti eða félagslegri mismunun og óréttlæti.“

Lagið, ,,Stay woke’ varð að vaktorði í hlutum svarta samfélagsins fyrir þá sem voru meðvitaðir um sjálfan sig, efuðust um ráðandi hugmyndafræði og leituðust við að fá eitthvað betra,“ að sögn Merriam-Webster.

Síðan 2014, eftir að Flórídamaðurinn George Zimmerman var sýknaður í vígi Trayvon Martins og dauða Michael Brown hjá lögreglunni í Ferguson, Mo., kom upp aðgerðabylgja Black Lives Matter aðgerðasinna um landið. Orðatiltækið fór úr því að vera myllumerki Twitter í samkomuheróp aðgerðasinna.

Orðið ,,woke“ fléttaðist saman við Black Lives Matter hreyfinguna; í stað þess að vera bara orð sem benti til vitundar um óréttlæti eða kynþáttaspenna, varð það orð um aðgerð,“ að sögn Merriam-Webster. „Aðgerðarsinnar voru vaknaðir og kölluðu á aðra að vakna.“

Árið 2018 notaði rapparinn Meek Mill frasann og gerði að söluhæsta lagi plötu sinnar ,,Legends of the Summer." Þar með var útbreiðsla hugtaksins tryggð.

En merking ,,woke“ þróaðist aftur með þróun „sniðgöngumenningunnar“ - þar sem bæði hugtökin voru sífellt meir notuð, og fléttuðust þau saman í vitund almennings.

Oft hættir einhver við eftir að hann segir eitthvað ótillitssamt - eitthvað sem ekki var ,,woke“. Í því tilfelli saka andstæðingar þetta fólk að vera ,,snowflakes“, einhverir sem skipta um skoðun auðveldlega og flögra fyrir vind og veðri, eftir því sem pólitískir vindar blása; n.k. ístöðulaust fólk sem þorir ekki að standa á skoðunum sínum.

Svo að viðbót við merkinguna meðvitund og framsækni, túlka margir núna að ,,woke“ sé leið til að lýsa fólki sem vill frekar þagga niður í gagnrýnendum sínum en að hlusta á þá. Það er allt annað en orðið þýddi þegar það birtist fyrst á prenti.

Í dag er hugtakið mikið notað í dægurumræðunni en fæstir vita upphaflega og raunverulega merkingu orðsins. Í hugum margra er orðið samt sem áður merkingaþrungið og gildishlaðið í neikvæðri merkingu. 

Sjá má fólk á Íslandi aðhyllast þessari hugmyndafræði sem stendur á bakvið sniðgöngumenninguna og notar ,,woke“ í sömu merkingu og fólk erlends.

 

Heimild:

https://www.foxnews.com/us/what-does-woke-mean?fbclid=IwAR0-uGxkd3a6fUbby-QIv6mlRmJfKHuLjUqp5t56KD8v9qAFYociFb24jDY


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Woke" þýðir úrkynjun.  Ekki flóknara en það.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.6.2021 kl. 21:44

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Woke gæti líka þýtt að ,,mógðast yfir allt og öllu"!  Að ekki megi segja neitt.án þess að viðkomandi ,,verði sár" tilfinningalega. Ómögulegt er að sjá út hvenær fólk verði ,,woke" og hvaða umræði leiði til ,,woke" umræðu.

Birgir Loftsson, 2.6.2021 kl. 09:27

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú skilur ekki....

Það að móðgast yfir öllu er einkenni.  Úrkynun er ástæðan.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.6.2021 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband