Sjálfsmyndarstjórnmál - inngangur

Stalin and neo marxism

Þessi stefna er fyrst og fremst afurð baráttustefnu svartra þjóðernissinna, svo kallað svarts valds, og kvenfrelsishreyfinga í Bandaríkjunum og svo víðar um heim, verið jarðarhreyfingar og –hugmyndir en hefur síðastliðin ár farið að ráða yfir almenningstorginu.

Sameiningarþáttur þessarar stefnu er áhersla á breyttum viðhorfum gagnvart kynþáttamálum, kynlífi, kynhneigð, kynvitund undir formerkjum fórnarlamba- og kúgarastefnu sem vestræn samfélög hafi látið óáreitt, samkvæmt þessari stefnu.  

Hornsteinn einræðishyggjunnar samkvæmt stefnunni er fullyrðingin um að Bandaríkin, þvert á jafnréttissinnaðar stefnu sinni og stjórnarskrá, séu í kjarnanum yfirvaldsstjórn sem kúgar ákveðna hópa.

Gagnrýnendur  hafa bent á að það ætti að hafna sjálfsmyndarstjórnmálum ekki vegna þess að hún krefst réttlætis fyrir þá sem hafa verið óréttlátir meðhöndlaðir, heldur vegna þess að hún ógnar lýðveldislegri sjálfstjórn með því að tæta í sundur þjóðræknisleg tengsl, efla hatur milli hópa, stuðla að menningarlegri aðskilnaðarstefnu og stefnan krefst sérstakrar meðferðar fyrir þessa hópa frekar en jafnréttis samkvæmt lögunum.

Viðfangsefnið er flókið og umfangsmikið. Á næstunni mun ég því fjalla ýtarlega um þessa stefnu, sem virðist bæði sundra og sameina hópa og gera samfélagið ósamstæðara, í röð greina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband