Samantekt
Þetta svæði gengur einnig undir nöfnunum; Kanaanland, Ísraelsríki og Landið helga. Svæðið er kallað Kanaanland í Gamla testamentinu, hebresku Biblíunni, þar til að Ísraelar setjast þar að en þá er það kallað Ísrael. Kanaansland virðist hafa verið land margra þjóða samkvæmt Biblíunni, s.s. Kanaaníta, Hebrea, Amoríta, Peresíta, Hevíta og Jebúsíta.
Ísraelar sameinuðu landið í eitt ríki fyrrihluta árþúsundsins fyrir Krist burð en innrásarþjóðir Persa, Assýríumanna, Grikkja og Rómverja héldu landinu síðan fram til Krist burð. Rómverjar og síðar Býsnatíumenn héldu landinu til 7. öld eftir Krist er Arabar tóku landið. Krossfarar, kristnir menn héldu landinu í rúm 200 ár en Mamelúkkar réðu ríkjum þar til Ottómanar Tyrkir tóku við.
Tyrkir lögðu undir sig löndin við austanvert Miðjarðarhaf 1517 og réðu síðan þessum löndum allt fram til 1920, þegar Bretland tók við stjórn svæðisins í umboði Þjóðabandalagsins og réðu til 1948 þegar Ísraelsríki var stofnað.
Tímabilaskipting
- Frá fornsteinöld til nýsteinaldar (1.000.000 5000 f.Kr)
- Frá koparöld (4500 3000 f.Kr.) til bronsaldar (3000 1200 f.Kr.)
- Járnöld (1200 330 f.Kr.)
- Tímabil Gamla testamentisins Ísraelsríki stofnað 1020 f.Kr.
- Persnesk yfirráð (538 f.Kr.)
- Fornöld
- Hellensk yfirráð (333 f.Kr.)
- Rómversk stjórn (63 f.Kr)
- Yfirráð Austrómverska keisaradæmisins (330 640 e.Kr.)
- Miðaldir
- Kalfíadæmi Araba (638 1099 e.Kr.)
- Ættveldi Umayyad (661 750 e.Kr.)
- Kalfíadæmi Abbasída (750 969 e.Kr.)
- Stjórn Fatimída (969 1099 e.Kr.)
- Stjórn krossfarana (1099 1187 e.Kr.)
- Mamelukkríkið (1270 1516 e.Kr.)
- Ósmanaríkið (1516 1917 e.Kr.)
- öldin
- Palestína í forsjá Breta (1920 1948)
- Skipting Sameinuðu þjóðanna
Ísraelsríki 1948 -
Uppruni íbúa Palestínu (innan núverandi yfirráðsvæða Ísraels)
Palestínumenn var upphaflega samheiti yfir alla íbúa svæðisins sem náði yfir núverandi Ísrael og Jórdaníu. Íbúarnir sjálfir í gegnum aldir hafa skilgreint sig út frá trú, ekki þjóðerni. Þannig eru til dæmis Palestínumenn sem eru kristnir og svo framvegis.
Forn Kanverjar (Kanaaníta), voru elsta fólkið sem bjó í Palestínu, og Palestínumenn (sem kalla sig það í dag en ekki Ísraelar) fengu marga hluti af menningu þeirra, þar á meðal Dabka dansinn sem kemur frá Kanverjum. Mörg orð, svo sem ,,bis, voru fengin frá Kanverjum.
Ísraelar ruddust síðan inn í Palestínu og eyðilögðu trú og trúarbrögð Palestínu og sneru landsmenn í að tilbiðja eina guð sem heitir Jahve. Einhvern hluti núverandi Palestínumanna rekja ættir sínar til Forn-Ísraela, þar sem margir þeirra hafa umtalsverða magn af gyðinga genum.
Forn-Grikkir undir forystu Alexander hins mikla, náðu Palestínu frá Persum og stofnuðu heiðnar miðstöðvar eða borgir og nýlendur á svæðinu. Íbúar svæðisins, eru með dálítið grískt blóð í æðum sínum sem kom með grískum fólksflutningum, rétt eins og vísindamenn hafa uppgötvað.
Rómverjar og síðar Býsnatíumenn sigruðu Palestínu og stofnuðu rómverskar nýlendur, sbr. nýlenduna Aelia í Jerúsalem. Palestínumenn eiga þar með dálítið af rómverskum forfeður sem kom með innflutningi rómverskra borgara. Yfirstétt Gyðinga var eytt á 1. öld e.Kr., en einhvern hluti bændastéttar gyðinga lifði af. Hins vegar voru þeir með valdi snúið til kristni á 4. öld e.Kr.
Arabar sigruðu Palestínu á 7. öld eftir Krist með uppgangi Íslam, nokkrum árum eftir að spámaðurinn Múhameð lést. Fjölmennir ættbálkar Araba fluttust inn í Palestínu en megintrúarbrögðin héldust kristin fram á 11. öld. Krossferðirnar hófust á 11. öld og komu krossfararnir til landsins frá Vestur-Evrópu og eyðilögðu fyrirliggjandi íslamska menningu á svæðinu. Krossferðatímabilið stóð í um 200 ár. Kristin konungsríki voru stofnuð og héldust þar til Mamelúkk veldið náði yfirráðum en þeir voru múslimar. Þeir kristnu íbúar sem gátu ekki snúið aftur til Evrópu og dvöldust áfram í landinu, voru umsnúnir til Íslams.
Samverjar, sem eru trúarhópur sem standa mjög nærri Gyðingum, eru niðjar Ísraela. Margir palestínskar fjölskyldur í Nablus sem eru múslimar, eru taldar vera niðjar Samverja sem snérust til Íslams.
Kúrdar eru þjóðernishópur sem er upprunninn á svæði milli Tyrklands, Íran, Írak og Sýrlands. Þegar Salah ad-Din Ayyub sigraði Palestínu á 12. öld, fluttu margir Ayyubid höfðingjar kúrdískar ættkvíslir til Palestínu. Margir þeirra settust í Hebron, þar sem þriðjungur borgarinnar er af kúrdískum uppruna.
Afríku þrælar sunnan Sahara, eiga einnig einhvern (en ekki stóra) þáttur í niðjatali Palestínumanna. Flutningur kvenfólks frá Austur-Afríku og þrælaverslun Araba sýnir að það hefur haft áhrif á uppruna Palestínumanna. Þess má geta að borgin Gaza í Palestínu var einu sinni meiriháttar viðskiptamiðstöð þrælaverslunina. Þannig hefur sérhver þjóðernishópur svæðisins lagt til genasafns Palestínumanna, ekki bara Arabar.
Opinber skýrsla um Palestínu 1920
Árið 1920 létu bresk stjórnvöld gera skýrslu um ástandið í landinu en þar koma fram lýðfræði upplýsingar. Í ljós kemur í skýrslunni að íbúafjöldinn var vel undir 700 þúsund manns en þar segir:
,,Það búa nú í öllu Palestínu, varla meir en 700.000 manns; íbúafjöldi sem er mun minni en íbúafjöldi Galíleu - héraðsins á tímum Krists. Af þeim búa 235.000 í stærri bæjum, 465.000 í smærri bæjum og þorpum. Fjórir fimmtu allra íbúana eru múslimir. Lítill hluti þessara múslima eru Bedúín Arabar; Það sem eftir er, þrátt fyrir að þeir tala arabísku og eru skilgreindir sem Arabar, eru að mestu leyti af blönduðum kynþáttum. Um 77.000 íbúana eru kristnir; í stórum meirihluta eru þeir sem tilheyra rétttrúnaðar kirkjunni og tala arabísku. Minnihluti kristinna eru meðlimir í kaþólsku eða grísku rétttrúnaðar kirkjunni, og -lítill fjöldi - eru mótmælendur.
Hlutur Gyðinga í íbúafjöldanum telur um 76.000. Næstum allir hafa komið til Palestínu á síðustu 40 árum. Fyrir 1850 voru aðeins í landinu aðeins handfylli Gyðinga. Á næstu 30 árum komu nokkur hundruð til Palestínu. Flestir þeirra komu vegna trúarlegra ástæðna; Þeir komu til að biðja fyrir og deyja í hinu helga landi og verða grafin í jörðu þess. Eftir ofsóknir í Rússlandi fyrir fjörutíu árum, jókst fjöldaflutningur Gyðinga til Palestínu. Byggðir Gyðinga í landbúnaðarhéruðum voru stofnaðar. Þeir þróuðu með sér framleiðslu á appelsínur og gerðu Jaffa appelsínur heimsfrægar. Þeir ræktuðu vínviðurinn og framleiddu og fluttu út vín. Þeir ræstu mýrar. Þeir plöntuðu tröllatré. Þeir framleiddu, með nútíma aðferðum, allar tegundir landbúnaðar. Það eru um þessar mundir 64 af þessum byggðum, stórar og litlar, með íbúafjölda um 15.000.
Um 1948, þegar Ísraelaríki var stofnað, hafði íbúafjöldinn risið í 1,9 milljónir, af þeim voru 68% Arabar og 32% gyðingar (skýrsla UNSCOP, Bedúar meðtaldir).
Palestínumenn (aðrir íbúar en gyðingar) þróuðu með sér hugmyndir á þessum tíma að þeir væru sérstök þjóð (ekki bara Arabar eða múslimar) og samþykktir Sameinuðu þjóða styðja það, að þeir hefðu ,,óafsalanleg réttindi" til að vera fullvalda ríki. ,,Palestína" er nú til sem ríkiseining með eigið vegabréf, frímerki, alþjóðlega starfskóða og nafnalén á netinu.
Mikið af arabísku íbúunum á þessu svæði fluttu í raun til Ísraels og Júdeu og Samaríu frá nærliggjandi arabaríkjum á undanförnum 100 árum. Endurfæðing Ísraels fylgdi efnahagslegri velmegun fyrir svæðið. Arabar fluttu til þessa svæðis til að finna atvinnu og njóta betri lífskjara. Í skjölum sem eru ekki meira en hundrað ár, er svæðið lýst sem strjálbýlu svæði. Gyðingar voru komir í meirihluti í Jerúsalem á seinni hluta 19. aldar.
Uppruni hugmynda um palestínsku ríki og hvers vegna þeim er hafnað
Aldrei hefur verið til ríki sem kallast Palestínuríki. Palestínumenn ,hafa aldrei verið til" sem þjóð heyrist ennþá dag í dag, sérstaklega má heyra það hjá þeim sem eru til hægri í pólitíska litrófi Ísraels. Málflutningur sem oft er bundinn við ákveðin rök, þar á meðal þessi:
- að arabarnir í Palestínu hafi ekki sérstakt tungumál, trúarbrögð eða almenna menningu sem greinir þá verulega frá Aröbum í Jórdaníu, Sýrlandi (þar sem sumir hópar fullyrða enn að Palestínu sé hluti af ,,Stór Sýrlandi") eða tilheyri öðrum araba nágrannaríkjum í kring;
- að fyrir 20. öld var hið hefðbundna palestínsku samfélagið hálfgert lénskerfi í uppbyggingu og skipulagt kringum hollustu við stað og ættkvísl, ekki þjóð;
- að Arabar í Palestínu hafi aldrei notið innlent fullveldi í landinu þar sem þeir bjuggu;
- að ákveðið mynstur arabísk fólksflótta frá Palestínu, land sem oft var lýst af vestrænum ferðamönnum á 18. og 19. öldinni sem ,,auðn" og ,,tómarúmi" hafi verið snúið við, sérstaklega eftir fyrri heimsstyrjöldina, ekki vegna þjóðernishyggju heldur vegna atvinnutækifæra og bætt lífsgæði sem fylgdi síonískum innflytjendum og þróun landsins;
- að orðið Filastin, eins og landið er kallað á arabísku, á sér ekki palestískan uppruna, (arabarnir á svæðinu notuðu sjaldan það fyrir 1948), en það vísar til ,,Filista í Biblíunni eða land Filista sem er heiti sem Rómverjar gáfu landinu í tilraun sinni til að rjúfa tengsl Gyðinga við það;
- að jafnvel ályktun 242 hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, sem árið 1967 bauð Ísrael til að skila ,,svæðum" sem það hafði sigrað í sex daga stríðinu, vísar aðeins til hugtaksins ,,flóttamenn" án þess að nefna Palestínumenn sem aðskilda þjóðareining.
Með öðrum orðum má halda því fram að ,,palestínsk" sjálfsmynd sé n.k. pólitískt andóf sem þróaðist til að bregðast við síonisma og arabíska menningin í Palestínu sé að mestu leyti ,,brot" af stærri arabískri menningarheild.
Jafnvel ástríðufullir og þjóðernissinnaðir Palestínumenn gætu ekki neitað mörgum atriðum á ofangreindum lista. En þeir myndu halda því fram að skortur á algerlega einstökum eiginleikum sé ekki réttlætanleg ástæða til að útiloka Palestínumenn frá því að krefja innlent sjálfstæði, frekar en skortur á sérstöku tungumáli, menningu og trúarbrögðum, sem gerir lönd eins og Gútemala, Kanada eða Túnis vanhæf til að mynda eigið ríki.
Þó að palestínskt samfélag snúist enn um ættir og ættkvíslar í dag, er einnig ljóst að arabarnir í Palestínu hafa á undanförnum kynslóðum færst sig í átt að þeim skilningi að skilgreina sjálfa sig sem sjálfstæða þjóð í arabaheiminum.
Fyrstu hugmyndirnar um sérstakt palestínskt þjóðerni eru rekjanlegar til um miðjan 19. öld, kannski að hluta til með að bregðast við endurnýjuðum vestrænum áhuga á ,,landinu helga". Snemma árs 1919 kallaði fyrsta ,,arabíska Palestínuþingið" eftir einingu innan Palestínu og sjálfstæði, að vísu ennþá með þeim skilningi að skilgreina Palestínu sem hluta af ,,Stór Sýrlandi en ekki var sérstaklega talað svæðið sem nú telst vera innan mæra Ísraels".
En það er árið 1948 - tími naqba, eða stórslyssins, eins og Palestínu Arabar kalla það almennt sem markar mikilvæg þáttaskil í því ferli þjóðarmyndunar hjá Palestínumönnum. Í sjálfstæðisstríði Ísrael gegn innrásarherjum Araba hröktust um 600.000 Arabar frá heimilum sínum og urðu flóttamenn. Ekki aðeins einstaklingar, heldur einnig innbyggð félagsleg mynstur og sambönd sem leystist upp og olli félagslegri og menningarlegri upplausn. Samfélag, sem hafði byggst á og miðað sig út frá fjölskyldu, staðsetning og hefðbundin félagslegt mynstur, var í molum.
Það sem verra var, er að sömu vandræði komu aftur innan 20 ára, í kjölfar sex daga stríðsins, sem skapaði marga nýja flóttamenn og varð til þess að yfirráð Vesturbakkans og Gaza svæðisins færðist frá Jórdaníu og Egyptaland til yfirráða Ísraels.
Hernám Egypta á Gaza átti sér stað milli 1948 og október 1956 og aftur frá mars 1957 til júní 1967. Frá 1948 til 1959 var svæðið opinberlega undir táknrænni stjórn Palestínumanna en í raun réðu Egyptar ferðinni og átti svo að vera þar til lausn fengist á ríkismyndarvanda Palestínumanna.
Síðan 1967, hafa Arabar í Palestínu í auknu mæli lagt áherslu á eigin sjálfsmynd. Jafnvel margir ísraelskir Arabar, sem eru sundurslitnir af þjóðarbrota hollustu og kannski róttækir vegna áratuga átök þjóðabrota á svæðinu, líta í auknu mæli á sig sem ,,Palestínumenn með ísraelskan ríkisborgararétt.
Flokkur: Bloggar | 16.5.2021 | 19:24 (breytt 9.4.2022 kl. 20:44) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Fín grein, þú hefur greinilega kynnt þér málin og bakgrunninn en einmitt það skortir oft í opinberri umfjöllun um þessi mál.
Samkvæmt Biblíunni þá útvaldi Guð Ísrael á sínum tíma og upprætti þær þjóðir sem voru fyrir í landinu vegna þeirrar eigin spillingar.
Eins og segir í 5. Mósebók, byrjun 9. kafla:
Það er ekki vegna réttlætis þíns eða hreinskilni hjarta þíns, að þú fær land þeirra til eignar, heldur er það vegna guðleysis þessara þjóða, að Drottinn Guð þinn stökkvir þeim á burt undan þér, og til þess að halda það loforð, er Drottinn sór feðrum þínum, Abraham, Ísak og Jakob.
Theódór Norðkvist, 17.5.2021 kl. 15:18
Takk fyrir innlitið Theódór. Mig skortir meiri þekkingu á sögu landsins helga á 19. öld. Þar liggur einmitt grunnurinn að vandamálum dagsins í dag! Ætla mér ekki að blanda mér í pólitík dagsins í dag. Ég skrifa frekar til fá þekkingu á hlutum sem fjölmiðlar veita sjaldan eða aldrei svör við.
Það vantar hreinlega fleiri fréttaskýringar í íslenskri fjölmiðlun.
Jafnvel þótt við fylgjumst með fréttum í áratugi um eitthvað tiltekið vandamál, þá þekkjum við ekki forsöguna sem einmitt veitir skilning á hvers vegna er allt í bál og brand fyrir botni Miðjarðarhafs.
Birgir Loftsson, 18.5.2021 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.