Virkið á Hrafnseyri

Virkið í Reykholti 1

 

 

 

Tilgátumynd af virkinu hans Snorra Sturlusonar

Ég skrifaði þetta fyrir fimm árum og Fésbókin minnti mig á þessi skrif. Læt þetta birtast á blogginu.
 
Fundist hafa að því virðist virkisveggur og leynigöng á Hrafnseyri, Arnarfirði frá 12. öld samkvæmt kvöldfréttum Stöðvar 2.
 
Ég fjallaði um átök sem voru um virkið í bók minni Hernaðarsaga Íslands. Þegar ég kynnti handrit að bókinni fyrir einni bókaútgáfunni og ein kerlingaugla átti að gefa álit sitt (án þess að vita nokkuð um efnið eða vera sérfræðingur í hernaðarsögu), sagði hún að þetta þætti hún vera ólíklegt að virkisgerð væri almenn á Íslandi á miðöldum. Rétt eins og íslenska miðaldarsamfélagið hafi orðið til í tómarúmi og ekki haft nein tengsl við meginland Evrópu! 
 
Skömmu seinna tilkynntu fornleifafræðingar að þeir grafið upp virkisvegginn í Reykholti frá 13. öld og Snorri Sturluson lét gera. Ég fór sjálfur á vettvang og talaði við fornleifafræðinga sem voru við störf á staðnum. Þeir sýndu mér virkisveggina.
 
Þótt maður myndi dýfa nefið á svona fólki niður í fornminjarnar sem sanna samtíðarsögurnar frá þessu tímabili, þá myndi það ranghvorfa í sér augun og neita staðreyndir og segja að sólin snúist nú um kringum jörðina.
 
Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur, stýrir fornleifarannsóknum á Hrafnseyri í Arnarfirði en hún sagði eftirfarandi: ,,Við héldum áfram að grafa þennan þykka vegg sem við fundum í fyrra, stækkuðum það svæði og það kom fram áframhaldandi tveggja metra þykkur torfveggur með stórgrýti í grunninum í ljós. Það er óvenjulega breytt fyrir túngarð. Ef þetta er túngarður nær hann utan um túnið, ef hann er minni er þetta eitthvað annað. Við erum að vona að fjarkönnun leiði stærðina á veggnum í ljós og hvernig hann liggur,“ segir Margrét. Eflaust eru minjar innan hringsins en það er stærðin á honum sem gefur til kynna hvaða not hafa verði af honum."
 
Ég tel að ef veggurinn sé hringur utan um bæjarhús, en ekki til dæmis tún, þá er þetta hreinræktað bæjarvirki (sem voru mörg á þessum tima) eða með öðrum orðum hringvirki. Svo bíður maður spenntur að sjá hvað kemur upp úr uppgreftrinum, þ.e.a.s. fræðilegar niðurstöður, en þess ber að geta borið 4 metra háan virkisvegg, þarf breiðar undirstöður eða um 2 metra í þvermáli sem passar við þessar lýsingar.
 
Síðari myndin prýðir forsíðu rits um niðurstöður fornleifarannsókna í Reykholti
 
Virkið í Reykholti 2

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband