Með þessari grein líkur þessari umfjöllun minni um sagnfræði og sagnfræðinga. Ég mun byrja á öðrum flokk sem ber heitið söguritun og sagnaritarar. Fer ekki best á að enda á sjálfum sér og hvaða hugmyndir maður hefur sem sagnfræðingur?
Hvort mótar eða býr umhverfið til stórmennið eða öfugt?
Ýmsir hafa haldið fram þá kenningu að stórmennið móti umhverfið. Ég held hins vegar að þetta séu gagnkvæm áhrif.
Tökum dæmi úr íslenskri sögu: Guðmundur Arason Hólabiskup var ótvírætt stórmenni á sinni tíð, hann var talinn það af sínum samtímamönnum og hann er enn talinn vera mikill leiðtogi af nútímamönnum.
Guðmundur hafði mikið persónufylgi, mestöll alþýðan fylgdi honum að máli en höfðingjar ekki. Hann fylgdi ákveðinni kirkjuvaldsstefnu sem hefði getað umbreytt íslensku samfélag þess tíma ef honum hefði tekist ætlunarverk sitt. Ef kenning þeirra sem halda þessu fram væri rétt, þ.e. að stórmenni sé stýriafl sögunnar, hefði hann átt að umbreyta samfélaginu en það gerði hann ekki.Umhverfisaðstæður voru á móti honum. Honum tókst ekki að móta umhverfið í sína mynd.
Annað dæmi er af Jóni Arasyni Hólabiskupi. Hann var einnig mikill leiðtogi og honum tókst að móta eða hefja andstöðu gegn ,,yfirráð Dana um siðbreytingu. Hann bjó til umhverfi uppreisnar en siðbreytingin (umhverfisaðstæður) hvatti hann áfram til mótstöðu. En með fráfall Jóns féll öll andstaða niður.
Ef umhverfið býr til stórmenni hefði einhver annar átt að taka upp merki Jóns, vegna þess að aðstæður voru hagstæðar fyrir uppreisn, en það gerði hins vegar enginn. Ég held að vissar kringumstæður skapi umhverfi fyrir stórmenni en ef stórmennið er ekki til staðar, þá gerist ekki neitt í stöðunni eins og gerðist þegar Jón Arason féll frá.
Það voru kjöraðstæður fyrir uppreisn (og hún var hafin undir forystu Jóns) m.a. vegna það meginþorri landsmanna var fylgjandi kaþólskum sið. Það kom hins vegar enginn leiðtogi fram sem leitt gat áframhaldandi andstöðuöfl gegn siðbreytingu. Með þessum tveimur dæmum sést að áhrifin er gagnkvæm, leiðtoginn kemur ekki fram nema að aðstæður krefjist þess eða leyfi (sbr. Jón sem gerðist n.k. leiðtogi andstöðunnar gegn siðbreytingu) og hann getur haft gífurleg áhrif á framvindu mála en ef réttu aðstæður séu ekki fyrir hendi (eins og var hjá Guðmundi) getur leiðtoginn lítið gert. M.ö.o.; umhverfið kemur með leiðtogann ef hann sé fyrir hendi. Ef ekki, þá verður enginn ,,turning point in history eða umsnúningur í sögunni.
Endurtekur sagan sig?
Sagan endurtekur sig ekki, þ.e.a.s. hún gerir það a.m.k. ekki í smáatriðum. Líkir atburðir geta gerst og með tímanum, þegar æ fleiri atburðir eiga sér stað, aukast líkurnar á því að svipaðir atburðir gerðist, því að maðurinn og samfélag hans fer að vissu leiti eftir ákveðnum brautum og reglum. En einstakur atburður gerist aðeins einu sinni og verður ekki endurtekinn.
Sagan fer því eftir ákveðinni línu en ekki í hlykkjum, stoppum, hringum eða öðrum ferlum. Önnur lína, ekki ósvipuð þessari línu, getur gerst, í öðrum tíma (einnig stundum samtímis) og rúmi og af öðrum aðilum en þessi lína verður ekki endurtekin eða tekin upp af öðrum (ef svo virðist vera, þá er það ekki svo, því að þessir aðilar tengjast í gegnum þessa línu þótt tími og rúm skilji þá að, og því getur ekki verið um aðra línu að ræða. Svo verður að hafa eitt í huga og það er að þekking getur glatast eða týnst að öllu eða einhverju leyti (líkt og gerðist með menningu Rómverja og Grikkja). Það verða auðljóslega engar framfarir eða þróun þegar slíkt gerist. Þegar sögulínan rofnar, getur það gerst að hún hefjist ekki að nýju. Þetta þýðir að stundum verðum við að uppgötva hjólið tvisvar eða oftar.
Er sagan fræðigrein (e. art) eða vísindi?
Ég held að hún sé hvort tveggja. Það er að hún byggir á vísindalegri aðferðafræði (raunvísinda), hægt er að sannreyna kenninguna eða atriði sagnfræðilegra heimilda aftur og aftur, eins og hægt er að gera í vísindatilraunum. Það gerir hana vísindalega. En hún er ekki vísindaleg að því leytinu til að hægt sé að endurtaka atburðurinn aftur líkt og hægt er að gera í náttúru- og raunvísindum. Hægt er hins vegar að endurtaka og gera tilraun með vitneskjuna um atburðinn aftur og aftur. Þetta meginmunurinn á sagnfræði og öðrum húmanískum greinum og raunvísindagreinum.
Sagnfræðin er því hálfvísindaleg, þ.e. styðst við vísindaleg vinnubrögð en er í eðli sínu ekki vísindaleg; er einstak fyrirbrigði sem ekki er hægt að leggja mælistiku á ef ekki eru varðveitt gögn (heimildir) um einstak atburði hennar, því ef það er ekki gert, hverfur hið einstak fyrir fullt og allt og verður ekki endurtekið.
Það sem einnig skilur sagnfræðinginn frá til dæmis félagsfræðinginn er að hann tekst á við lifandi manneskjur í tilteknu og einstöku samfélagi (sem verður ekki endurtekið) og að því leytinu til getur hann ekki verið óhlutbundinn vísindamaður sem skoðar ópersónulega formgerð. Að því leytinu til er hann óvísindalegri en félagsfræðingurinn.
Hlutdrægni sagnfræðingsins
Sagnfræðingurinn á ekki að standa vörð um eitthvað, því að þá er stutt í lygina til verndar málstaðar. Hann á að vera áhorfandi en ekki þátttakandi. Um leið og hann verður þátttakandi tapar hann hlutleysi sínu og breglar mynd sína af mönnum og málefnum.
Sagnfræðingurinn á að nálgast viðfangsefni sitt hlutlaust, á þó að vera áhugasamur og með fullan vilja til þess að setja sig inn í hugarfar, tíðaranda og aðstæður þess sem hann er að rannsaka. Hann á ekki að koma með fyrirfram ákveðna niðurstöður sem eigi að sanna eitthverja tiltekna fullyrðingu, né koma með félagsfræðilega kenningu sem reyna á að láta eiga við raunveruleikann.
Raunveruleikinn verður ekki bundinn í kenningu eða kennikerfi því að hann er síbreytilegur þótt ákveðin regla virðist vera í honum. Sagnfræðingurinn á heldur ekki að skálda inn í frásagnir, einungis að halda sig við staðreyndir.
Er ég var í sagnfræðinámi, voru háskólasagnfræðingarnir svonefndu, háskólakennarnir, upp til hópa marxistar, þeir lærðu sín fræði þegar hippamenningin og ný-marxisminn réði ríkjum í vestrænum háskólum og ræður sennilega enn. Þeir voru sumir hverjir ekki að fela það.
Menn eins og Björn Þorsteinsson (fyrir minn tíma), Gísli Gunnarsson, Helgi Þorláksson, Sveinbjörn Rafnsson, Gunnar Karlsson og Loftur Guttormsson (allt mætir menn) mótuðust af þessum hugmyndum og ég held að svo sé ennþá í sagnfræðinni innan veggja Háskóla Íslands, meirihluti kennaranna eru á vinstri væng stjórnmálanna og aðhyllast marxismann á einn eða annan hátt.
Erfitt er að staðsetja fræðimenn eins og Ingimund Valsson og Þór Whitehead en út frá skrifum þeirra má ætla að þeir hafi hallast til hægri, án þess að ég viti það fyrir vísu. Þeir hafa þá verið í minnihluta.
Hópur sagnfræðikennara þyrfti að vera fjölbreyttari en ofangreind lýsing gefur til kynna. Ef til vill er þetta eitthvað breytt en ég efa það.
Fræðimaðurinn Sigurður Gylfi Magnússon gerðist uppreisnarmaður og réðist á ríkjandi hugmyndafræði innan sagnfræðiskorsins, þegar ég var í námi með sinni einsögu og sitt ,,Sögustríð".
Það eru tískustraumar í sagnfræðinni og nú er vinsælt að kenna hliðarsögu, dæmi um þetta er til dæmis saga Ingibjargar Einarsdóttur, eiginkonu Jón Sigurðssonar sjálfstæðishetju. Það er svo sem gott og blessað en er hreinlega útúrdúr.
Ég fékk leiðsögn um byggðasafn um daginn, af sagnfræðingi, ágætri konu, en hún vildi leggja áherslu á sögu konu einnrar sem gerðist formaður á bát og vildi helst að hafa gínu af henni fyrir framan bát sem er þarna til sýningar. Ég benti á að það væri sértæk saga, ekki almenn, en svona sögusýning á einmitt að reyna að varpa ljósi á almenna sögu byggðarlagsins sem er þarna í forgrunn.
Sagan er þannig ,,afskræmd", eindæmið verður algilt og almenningur sem veit ekki betur, heldur að svona hafi þetta verið! Söguritarar fyrr á öldum voru einmitt frægir fyrir svo nefnda útúrdúra en ekki útúrsnúninga!
Hvar ég stend í öllu þessu? Best að láta kennisetningar ekki ráða ferðinni, því þá taka þær yfir eigin hugrenningar og stjórna í raun ferðinni. Aldrei verður hægt að endurskapa söguna og segja 100% rétt frá. Hálfsannleikurinn, þ.e.a.s. hluti sögunnar og líkindi birtist okkur og við getum sett okkur að einhverju leyti inn í sögusviðið og tímann.
Athyglisverð er sú sagnfræði og fornleifafræði sem kallast tilraunafræði en hún felst annað í að sagnfræðingarnir endurskapa nákvæmlega aðstæður, t.d. Viktoríutímabilsins, lifa og búa eins og einstaklingar frá þessum tíma um ákveðinn tíma (oft allt upp í ár). Þeir uppgötva marga óvænta hluti í þessum leiðangrum um kjör og aðbúnað fólk þessa tíma.
Eins er með tilrauna fornleifafræðina. Ég sá t.d. um daginn þáttaröð um fornleifafræðinga sem eru að búa til kastala frá grunni og nota til þess tæki og tól og aðferðir þess tíma en þeir hafa verið að byggja kastalann í mörg ár. Margt óvænt kom í ljós eins og vænta mátti.
Nokkrar góðar spurningar:
- Hvað er sannindi? Er sannleikurinn afstæður eða háður túlkunum?
- Er sagnfræðin ímyndasköpun? Já, að einhverju leiti, því að hún verður að geta fangað tíðarandann sem frásögn nær utan um.
- Er sagnfræðin sannleiksleit? Eru sagnfræðingar t.d. að vinna í þágu einhverja?
Á miðöldum unnu sagnaritarnir í þágu fursta og þannig var það háttað fram á 18. öld. En hvað með nútímasagnfræðinga? Spurning er hvort að sagnfræðingar séu varðmenn valdhafa eins og Nietsche sagði.
Atvinnusagnfræðingar háskólasagnfræðingar eru a.m.k. óbeint háðir ríkisvaldinu, vegna þess að þeir þiggja stöður sínar frá því og laun ( og skrifa því um t.d. íslenska ríkið en ekki um sögu Svalbarða svo eitthvað sé nefnt).
Íslensk sagnritun er e.t.v. hluti af hugmyndafræði íslenskt samfélags eða stjórnvalda. Svo er einnig farið með þá sagnfræðinga sem skrifa fyrir sveitarfélög, hagsmunasamtök sem kosta þá til verka. Geta þessir sagnfræðingar skrifað hlutlaust? Það er a.m.k. mjög erfitt og ljóst er að þeir, sumir hverjir, beita ósjálfráða ritskoðun á sjálfa sig.
Versti óvinur sagnfræðingsins er ef til vill hann sjálfur, þ.e.a.s. ef hann beitir á sjálfan sig ritskoðun.
,,Sannleikurinn" er oft mjög erfiður viðureignar og erfitt getur reynst fyrir einstaklinga, þjóðir og heilu ríkin að horfast í augun við fortíðina. Sjá má þetta t.d. í þrjósku Tyrkja í að horfast í augun við eigin fortíð en einnig meðal stofnana og fyrirtækja (sjá t.d. baráttu íslenskt sjávarútvegsfyrirtækis eitt við fjölmiðla) en verst er þó, eins og áður sagði, sjálfsritskoðun fræðimannsins sem á þó að endursegja og endurskapa söguna fyrir okkur hin og segja rétt og satt frá.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | 26.4.2021 | 08:30 (breytt kl. 08:44) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.