Sagnfræði og sagnfræðingar (Friedrich Nietzsche)

FredirchNietzsche skrifaði um söguna, fræðigreinina sjálfa. Að hans mati þörfnumst við sögu, en of mikil áhersla er þó lögð á hana í samfélaginu (a.m.k. þýska samfélaginu). Við þörfnumst söguna vegna lífsins og aðgerða (e. action) en ekki til þess að forðast það.

Nietzsche segir að sagan eigi að þjóna okkur, en við ekki henni. Nietzsche er algjörlega á móti svo kallaðri sögustofnun sem hann telur að sé að halda okkur/sögunni frá lífinu og það sé ekki rétt. Hann telur að fræðin eigi að hafa áhrif á samtíðina sem og framtíðina. Hún eigi að varpa rýrð á viðvarandi gildi sem eru röng.

Nietzsche segir að maðurinn sé sögulegur. Maðurinn leggi meir og meir áherslu á fortíðina þótt hann reyni stundum að afneita henni. Dýrin séu hins vegar ekki söguleg. Þau geta lifað í augnablikinu og hvorki hugsað um fortíðina né framtíðina. Hann segir að fortíðin heftir okkur eftir því sem við eldumst en hins vegar verðum við að læra að gleyma, því ekki er hægt að lifa án þess að gleyma. Hann segir: There is a degree of insomnia of rumination of historical sense which injures every living thing and finally destroys it, be it a man, a people or a culture. Með öðrum orðum: Endalaust jórtur á fortíðinni er skaðleg og eyðir manni, fólki eða menningu. Fortíðin getur grafið nútíðina eða m.ö.o. heft hana og komið í veg fyrir framfarir. Hann spyr; hvar á að setja mörkin?

Nietzsche segir að galdurinn sé að geta gleymt á réttum tíma og munað á réttum tíma eða hvenær sé þörf á að vera sögulegur eða ósögulegur (e. unhistorical). Hann segir: ,,...the unhistorical and the historical are equally necessary for the health of an individual, a people and a culture”. Hann segir að við eigum að halda lífi í söguna sem er þjóðfélaginu til góðs eða gagns.

Nietzsche ber saman tvo menn. Annar hefur takmarkaða sögulega sýn á fortíðina en standi þó uppréttur og ánægður en við hlið hans stendur annar maður, lærður mjög. Hans sýn er sífellt á flökti (er breytileg) og því getur hann ekki verið hamingjusamur.

Nietzsche heldur því fram að sagan verði að vera gagnleg, fortíðin verði að þjóna samtíðinni. Við eigum að halda lífi í sögu sem er þjóðfélaginu til góðs eða gagns. Hann skiptir manninum í tvo flokka:

1. Sögulegir menn (e. historical men). Þeir líta á fortíðina sem hvetur þá áfram til framtíðar. Fortíðin hvetur þá til hugrekkis og til að taka þátt í lífinu. Þeir telja að meira ljósi sé varpað á tilgangi tilverunnar með því að skoða þróunarferilinn (course of its process) og þeir líta aðeins á þróunina til þess að skilja nútíðina betur og til læra að þrá framtíðina enn meir. Þeir vita hins vegar ekki hversu ósögulegir þeir eru og hegða sér blátt áfram þrátt fyrir alla sögu sína. Hjá þeim þjónar sagnaritunin lífinu, ekki hreinni þekkingaröflun.

2. Yfirsögulegir menn (e. superhistorical men). Þeir hafa aldrei getað komið sér saman um hvort að kennsla sé hamingja eða hömlun. Þeir sjá ekki frelsunina í þróuninni. Hjá þeim er heimurinn fullkominn og fær sinn endir sérhvert augnablik.

Nietzsche segir að svo fremur sem að sagan þjóni lífinu, þjóni hún ósögulegu afli. Á meðan hún er svo undirlægð undir hinu sögulega afli, gæti hún aldrei verið hrein vísindi líkt og til dæmis stærðfræði.

Sagan tilheyrir manninum á þrjá mögulega vegu: á meðan hann er athafnasamur og leggur sig allan fram; á meðan hann varðveitir og er aðdáandi; og á meðan hann þjáist og þarfnast frelsi.

Nietzsche talar um þrjár gerðir af sögu:

1. Minningasaga (e. monumental history): Saga sem yfirvöld eða samfélagið býr til og er ætluð til að styrkja ríkjandi sjálfsmynd. Þeir sem aðhyllast þessari gerð af sögu hugsa of mikið er um samtíðina og eru of gagnrýnislausir.

2. Varðveislusaga (e. antiquarian history): Þeir sem aðhyllast þessa stefnu, tilbiðja söguna hennar vegna. Þeir eru í hreinni þekkingarleit og huga ekki að gagnsemi hennar fyrir samfélagið. Hjá þeim fer engin úrvinnsla fram á hinu sögulega efni; allt skiptir máli hjá þeim. Því er hætta á að menn einblíni um og of á sérhvert smáatriði og heildarmyndin glatast fyrir vikið.

3. Gagnrýnissaga (e. critical history): Þeir sem aðhyllast þessari stefnu, stunda hana til þess að gagnrýna eitthvað ástand í samfélaginu. Þessi söguaðferð felur í sér dóm á fortíðina. Hjá þeim sem aðhyllast þessari sögustefnu er markmiðið að fortíðin eigi að þjóna einhverjum málstað í samtíðinni. Í þessu sambandi segir Nietzsche beri að forðast áróður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband