Sagnfræði og sagnfræðingar (Emmanuel Le Roy Ladurie (1979))

Emmanuel_Le_Roy_Ladurie_par_

Sérfræðingar í franskri efnahagssögu hafa ávallt unnið með tölur en síðan um 1930, hefur kerfisbundin notkun mælieiningaráðið ferðinni í þessum fræðum en samt ekki eins mikið og hjá bandarískum ,,econometricians” og ,,historio-metricians”.

Þessi nýja hagsaga virðist hafa snúist um nokkur lykilhugtök tengdum verðbreytingum. Síðar var þetta tengt við efnahagsvaxtargreiningu með tilliti til eftirspurnar og framboðs-fólksfjölgun, framleiðslu og innkomu.

Faðir þessarar efnahagssögu var Franqois Simiand sem hafði áhrif á heila kynslóð sagnfræðinga sem rannsakaði langtímaáhrif verðhreyfinga. Hann kom með verðmódel sem margir sagnfræðingar notuðu við rannsóknir á miðöldum og nýöld.

Síðan um 1960 hefur hin magnbundna sagnfræði (talnasagnfræði) hlotið nýtt líf með nýjum kenningum um efnahagsvöxt.

Hagsögufræðingar (e. economic historians) og hagfræðingar (e. historical economists) eru oft ekki á sama máli um sama fyrirbrigði. Höfundur tínir til mörg dæmi hvernig tölur hafa verið notaðar í sagnfræðirannsóknum og aðferðafræði sem tengist þessu.

Emmanuel Le Roy Ladurie segist í þessari grein hafa bundið sig við efnahagsögu, þar sem magnbundnar rannsóknir eru bæði undirstöðuatriði, og nú á dögum, viðurkenndar sem slíkar. Tölfræðisaga eða ,,raðsaga” (e. serial history) er þetta stundum kallað, hefur breyst út til annarra sviða og spurninga. Til dæmis við trúarbragðasögu og viðhorfasögu (e. history of attitudes). En sérstök rannsóknarsvið, hafa hingað til ekki stuðst við talnasagnfræði, eins og til dæmis söguleg sálfræði en þeir sem skrifa slíka fræði eru reyndar enn að finna rétta aðferðafræði fyrir rannsóknir sínar.

Emmanuel Le Roy Ladurie segir að vissar varúðarráðstafanir verði að gera þegar tölur eru annars vegar, því annars er hægt við að útkoman verði fáranleg. En hann segir að jafnvel í sagnfræði sem hingað til hafi sleppt talnafræði, þá komi að því að sagnfræðingurinn verði skrá hjá sér tíðni, mikilvægar endurtekningar eða prósentuhlutfall. Slíkur útreikningur gæti reynst vera mikilvægur og varpað nýju ljósi á rannsóknir sem hingað til virðast ekki gefa mikið nýtt af sér.

Að lokum segir Emmanuel Le Roy Ladurie, að í sinni grófustu mynd, megi segja að saga sem sé ekki mælanleg, geti ekki kallast vísindaleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband