Fæstir þekkja til sögu Færeyja að ráði en ætlunin er að ráða örlitla bót á því hér.
Þótt Færeyingar hafa alla tíð verið fámennir, eiga þeir sér merka sögu. Færeyingar hafa alla tíð verið góðir sjómenn og þótt mikilvægi sjávarútvegarins hafi náð hæstu hæðum á 19. og 20. öld, þá var hann alla tíð mikilvægur. Færeyingar þurftu á bátum að halda til að halda uppi samgöngum milli eyjanna átján og því urðu til margir afburðarsjómenn sem meðal annars sóttu á Íslandsmið.
Færeyingar hafa aldrei rekið fastaher né verið þekktir hermenn. Þeir eiga þó sínar hetjur, og líkt og með íslenska menn, gegndu menn herþjónustu í her Danakonungs.
Ein frægasta sjóhetja Færeyinga er Magnús Heinason (Mogens Heinesøn) (1548 - 18. janúar 1589). Hann varr færeysk sjóhetja, kaupmaður og reyfari (sjóræningi með leyfisbréf til sjórána).
Magnús Heinason þjónaði Vilhjálmi hinum þögla og syni hans Maurice frá Nassau, prinsi af Orange í 10 ár sem reyfari og barðist við Spánverja í hollensku uppreisninni. Magnús Heinason fékk verslunarréttinn til Færeyja af Friðriki II Danakonungi og Noregi frá 1559 til 1588. Síðar fékk hann leyfisbréf til að sökkva eða handtaka sjóræningjaskip og ensk kaupskip.
Magnús reisti fyrsta varnarmannvirkið í Þórshöfn - skansinn. Aðeins ári síðar var hann tekinn til fanga og sendur til Kaupmannahafnar að skipun danska fjármálaráðherra og valdhafann, Christoffer Walkendorf (1525–1601), sem var við völd í Danmörku eftir skyndilegt andlát Friðriks II.
Réttað var yfir Magnúsi Heinasyni og var hann hálshöggvinn 18. janúar 1589. Ekkja hans, Sofie von Günsterberg, og viðskiptafélagi hans Hans Lindenov (d. 1610) mótmæltu þessum verknaði og færðu málið á þing aðalsmanna (Herrendag) í höfninni í Kolding.
Dauðadómur Magnúsar Heinasonar var úrskurðaður ógildur 6. ágúst 1590 og eftir endurupptöku var hann afturtekinn. Valkendorff var rekinn frá skyldstörfum sínum og neyddur til að greiða 3.000 Reichsthaler til erfingjanna. Líkamsleifar Magnúsar Heinasonar voru grafnar upp og fluttar til Ørslev Kloster (Ørslevkloster) í búi Lindenov þar sem þær liggja undir gólfi klausturkirkjunnar til þessa dags
Flokkur: Bloggar | 23.2.2021 | 13:33 (breytt kl. 13:33) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.