Íslendingar í dag gera sér ekki grein fyrir harðbýlið var mikið og hversu fátækir Íslendingar voru á tímabilinu 1600-1800. Samanburðurinn á 17. og 18. öld er sláandi.
Þótt 18. öldin hafi verið ein mesta harðindaöld Íslandssögunnar, þá voru menn þó að reyna að umbylta samfélaginu með Innréttingunum og þilskipaútgerð, kaupstaðir stofnaðir og svo framvegis. Á 18. öld féll gamla bændasamfélagið svo um munaði. Á meðan borgir og verslun dafnaði í öðrum Vestur- og Norður-Evrópuríkjum og fólksfjölgun varð, þá stóð mannfjöldinn í stað hér á Ísalandinu gamla.
Að lesa sögu 17. aldar er engin skemmtilesning. Áhrif Dana voru hvað mest, einokun í verslun, Danir nánast einráðir í stjórn landsins og einveldi komið á um miðbik aldarinnar sem þó breytti litlu í raun. Fógetar stjórnuðu landinu í raun, menn af borgaralegum ættum, ruddalegir menn sem báru litla virðingu fyrir innlendri valdastétt sem var heldur ekki manna best.
Fáfræði og trúarofstæki sem myndbirtist í galdraöldinni og almennt menntunarleysi var algert. Fáir fóru í nám erlendis og fáir útskrifuðust með lægstu háskólagráðu, B.A. gráðu.
Framkvæmdir voru fáar eða litlar hjá konungsvaldinu, samanborið við 18. öld þegar fyrstu steinhúsin og kaupmannahúsin risu og standa enn.
Jarðareign konungs var mest á 17. öld og námu þær sjöttung allra jarða á landinu. Helstu afskipti konungs af landinu var að hirða afraksturinn, tryggja sér sem mestar tekjur og öruggar. Tekjur konungs voru að meðaltali milli 6000 og 7000 dalir árlega og hreinn arður ef till vill um 4000 dalir. Þetta voru hrein afgjöld, svo voru aðrar tekjur í fríðu.
Konungur notaði þessar tekjur ekki til framkvæmda á Íslandi, beitti sér aðeins til þess að vernda þær, með greiðslur til embættismanna og rekstur herskips eða herskipa hér við lands (sem hann vildi velta yfir á Íslendinga) rekstur þeirra snérist um valdataflin á norðurslóðum, ekki til að tryggja vernd landsmannna.
Hvað átti íslenska þjóðin þá, ef ekkert var gert? Valdastaður landsins var enn á Þingvöllum og þar kom þing saman árlega í 3 daga fyrr á öldinni en því var lengt síðar og þá risu upp búðir.
Eina sameign þjóðarinnar var klukka ein sem hringdi inn lögréttu. Talið er að þessi klukka sé frá 1593 og steypt upp 1733 en enginn vildi greiða viðgerðarkostnaðinn og hvarf hún.
Halldór Laxness skrifaði fræga sögulega skáldsögu sem einmitt heitir Íslandsklukkan og fyrsti kaflinn hefur klukkuna í forgrunn. Hann segir að konungur hafi látið taka klukkuna og bræða í fallstykki, en hvort það er satt, skal ekki segja.
Önnur sameign má nefna, en það er innsigli landsins frá 1593 sem hirðstjórar varðveittu en nota skyldi í bréfum Alþingis til konungs.
Þriðja sameignin var forlát öxi sem sýslumaður einn gaf Alþingi árið 1680 enda dauðrefsing gild í landinu og óspart beitt. Annað átti þjóðin ekki og var fátækari en aumasti bóndi í afdal. Þetta er ágætt að hafa í huga í alsnægtum nútímans.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | 21.2.2021 | 11:03 (breytt kl. 11:05) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Sæll Birgir
Þakka þér fróðlega og skemmtilega pisla.
B.kv.
Jónatan Karlsson, 22.2.2021 kl. 09:02
Takk fyrir Jónatan. Gaman að einhver nenni að lesa þetta, annars er þetta skrifað fyrir skúffuna og sjálfan mig og það sem ég er að lesa hverju sinni.
Birgir Loftsson, 25.2.2021 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.