Sagnfræði og sagnfræðingar (Michael Howard (1989))

Michael

Michael Howard segist vera fullkunnugt um þá fullyrðingu að sagnfræðingar hafi félagslegu hlutverki að gegna – réttara sagt félagslegar skyldur – sé síður velkomin hugmynd en hún var þegar hún birtist fyrir 200 árum (skrifað 1989).

Hann segir ennfremur að ,,félagleg nothæf” saga eða saga sem skrifuð er sem vopn í félagslegum tilgangi eða áróðri, til þess að mæta félagslegum eða stjórnmálalegum þörfum, eigi ekkert erindi í háskóla eða annars staðar yfirhöfuð. Hins vegar verður slík saga kennd ef menn passa sig ekki og hafi varann stöðugt á, því að öll samfélög hafa einhverja sýn á fortíðina; sýn sem skerpir og er skerpt af sameiginlegri vitund (e. collective consciousness) um fortíðina, sem bæði endurspeglar og viðheldur gildiskerfin sem stýra gerðir og dómgreind (e. judgements) samfélaganna og sagnfræðingar útvega ekki þessa sýn, munu aðrir sem e.t.v. eru ekki eins sannsýnir eða hlutlausir eða hafa getu til, gera það. 

Auðvitað sleppur sagnfræðingurinn ekki frá samtíðinni en hann getur tryggt að sýn okkar á fortíðinni sé ekki brengluð af fordómum, svikum eða einfaldum mistökum. Hlutverk sagnfræðings er að halda ,,lindir þekkingunnar” sem streyma til almennings hreinum. Fyrsta skylda hans er að alhæfa ekki á grundvelli falskra forsenda sem byggðar eru á ófullnægjandi sönnunum. Önnur skylda hans er að skilja að fortíðin sem er eins og erlent land; það er voða lítið sem við getum sagt um það, fyrr en við höfum lært tungumálið sem talað er þar og skilið ætlun eða fyrirætlun þess (tilgang og gerð), og varast ber að koma með ályktanir um þann feril sem á sér stað innan þess og heimafæra til dagsins í dag fyrr en nægjanleg þekking sé fyrir hendi.

Skilningur á fortíðinni, sérstaklega sá sem varðar trú og ætlun sem halda samfélögum saman er mest gefandi og erfiðasta verkefni sem sagnfræðingur getur fengist við. Og við þetta verk þarf hann að styðjast við ímyndunaraflið en það verður að vera notað á réttan hátt; endursköpun gerð átrúnaðar sem ákvað aðgerðir og sem ef til vill gerði gerði sumar aðgerðir meiri líklegri en aðrar. Það væri til dæmis heillandi og ekki alveg út í hött að vita það hvað hefði gerst ef Hitler hefði einbeitt sér að sjóhernaði í stað landhernað.

Þörf er á sögulegu ímyndunarafli þegar fengist er bæði við fjarlæga sem nærtæka fortíð. Hann tekur dæmi um Þýskaland nasismans og segir ef við ætlum að draga einhverjar ályktanir um þriðja ríkið, hvers konar þjóðfélag var það og hvers vegna komst það á þetta stig sem það komst á og hvers vegna það hélt saman alveg fram á síðasta dag og þessa miklu skuldbindingu fólksins við það - verðum við að skoða gildakerfi og ,,world-outlook” sem hélt ríkinu saman. Þá fyrst getum við spurt okkur hvort við hefðu getað stöðvað Hitler fyrr eða hvað hefði gert ef við hefðu ekki krafist algjörar uppgjafar.

Ef það er erfitt fyrir sagnfræðing, sem hefur heildarsöguna borðlagða fyrir sig (hefur gerst í fullri lengd) og allan tímann í heiminum til að velta málið fyrir sér aftur og aftur, ættum við ekki að fordæma bresku stjórnmálamennina sem gerðu mistök á sínum tíma og vanmáttu Hitler. Þeir voru einnig bundnir af menningarlegum aðstæðum, t.d. var Neville Chamberlain forsætisráðherra og samstarfsmenn hans aldnir upp á tíma Viktoríu drottningu og voru miðaldra er fyrri heimsstyrjöldin braust út, hann ásamt öðrum breskum stjórnmálamönnum voru börn breska heimsveldisins og skildu betur vandamál tengd nýlendum en stjórnmálaleg vandamál í Mið-Evrópu. Sagan sem þeir lærðu, var gömul saga í anda frjálslyndisstefnunnar, þar sem litið var á sameiningu Þýskalands sem hámark frelsinsbaráttu og sjálftjáningar þjóðar, eitthvað sem væri jákvæða þróun.

Jafnvel þeir sem óttuðust þessa þróun, litu á hana á hefðbundinn hátt, sem endursköpun prússneska ríkisins sem þeir þekktu úr æsku sinni en ekki eitthvað nýtt fyrirbæri. Og byltingakenndri efasemdastefnu (e. Nihilism) sem afneitaði algerelga öllu hefðbundnu gildismati, trú, lögum o.s.frv. og gerði nasistum kleift að finna viljuga samverkamenn í hverju einasta ríki sem þeir tóku og gerði nasismans að vinsælli hreyfingu. --- Breskir skólar hafa ávallt vanrækt að rækta þekkingu og skoða og meta sem skildi mikilvægi meginlands Evrópu, eins og t.d. er farið þegar Bretar skilja ekki ESB og mikilvægi þess, talandi ekki um Bandaríkin, en virðast alltaf hafa meiri áhuga á fjarlægum löndum eins og Indland eða Kanada. Gildi sögunnar er takmarkað ef eingöngu er litið á hana sem endursköpun eigin sögu og ekki á mikilvægi annarra samfélaga sem kunna að hafa lagt meira til við sköpun heimsins sem við lifum í dag.

Ef þetta er eitt meginhlutverk sagnfræðingsins, að útskýra nútíðina með því að dýpka skilninginn á fortíðinni, þá eru rannsóknir á eigin samfélagi ófullnægjandi og fara ekki langt með okkur. Fáfræði, sérstaklega menntamanna, getur verið meira afl og haft víðtækari afleiðingar heldur en þekking. Hins vegar verður að gera greinamun á hvernig sagan er rannsökuð af sagnfræðingum og hvaða sagan er kennd handa leikmönnum. Allar gerðir af sagnfræðingum verður að vera til og hlutverk háskóla er að sjá til þess að svo sé. Í augum fræðimannsins eru allar aldir jafngildar. Það er jafn mikilvægt að rannsaka austurrómverska ríkið og Sovétríkin, því að ef við skiljum ekki hið fyrrnefnda, hvernig skiljum við hið síðarnefnda? Fortíðin er ein löng keðja og alllir hlekkirnir verða að vera í góðu lagi.

Vegna þess að takmarkaður tími gefst til að kenna almenningi sögu, verður að fara fram val á námsefni, t.d ef um nútímasögu er að ræða, þá verður hún að vera samtímasaga og útskýra þróunarferilinn sem leitt hefur til þess að hún er eins og hún er í dag. Og það verður að taka með fall Rómaveldis eins og fall þriðja ríkisins til þess að útskýra samtímasögu. Akademískt snobb á að lítilsvirða núliðna tíð, einmitt vegna þess að hún er núliðin á ekki rétt á sér frekar en að forsmá fjarlæga fortíð.

Á 18. öld var skylda sagnfræðingsins að koma til skila hvernig hans eigið samfélag reis til áhrifa og hvernig það mun halda áfram að gera það. Nú á dögum verður sagnfræðingurinn að fara út fyrir sitt eigið samfélag og taka með önnur samfélög sem geta og hafa gífurleg áhrif á hans eigið. Þetta er eins og með tungumál, því fleiri því betra en það er nauðsynlegt til að skilja aðra en um leið að vera skilin.

Þriðja skylda sagnfræðingsins er að kenna mikilvægi samhangandi menningarlega sundurleitni og vopna sig til að mæta þessari kröfu.

Michael Howard varar við lögfræðinga og hagfræðinga eða fólk þjálfað í félagsvísindum sem stýra stefnu ríkisstjórna, fólk sem hefur enga sögu bakgrunnsþekkingu, enga þekkingu á þeim þjóðum sem átt er við o.s.frv. og þessi vanþekking hafi leitt til hörmunga.

Hann talar um ríki sem hafa sagnfræðinga á sínum snærum sem eiga að útmá fortíðina, búa þess í stað til mýtu um fortíðina og vernda hana. En slíkt hlutverk sagnfræðingsins er ekkert nýtt fyrirbrigði, því að þetta hefur gerst í flestum samfélögum og á flestum svæðum. Hin borgaralegu og frjálslindu samfélög, þar sem sagnfræðingum er heimilt að birta hvað sem er og það sem raunverulega gerðist, hversu vandræðalegt það kann að vera fyrir stjórnvöld, eru aðeins tveggja alda fyrirbrigði. Slíkt borgaralegt hlutleysi þrífst ekki í alræðisríkjum né er það mjög hjálplegt fyrir yfirstéttir landa þriðja heimsins sem eru að byggja upp ríki. Sagnfræðingurinn verður að hafa í huga að frelsi hans sem fræðimanns er ekki gefinn hlutur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband