Peter Laslett segir að við getum aðeins skilið okkur sjálf almennilega og heiminn okkar hér og nú. Ef einhver getur komið með nýja vídd á þessu einföldu sýn, þá sé það sagnfræðingurinn. Það sé rétt að fólk, menningarsamfélög og þjóðir séu ólík og því sé ólíkt farið hvernig menn hafa kosið að skilja sjálfa sig í tímanum en halda því fram að til hafi verið kynslóð sem hafi ekki haft sögulegt skyn eða skynjun er alveg út í hött. Séð út frá þessu sjónarhorni er öll sagnfræðileg þekking, þekking sem hefur þá sýn að sýna okkur eins og við erum hér og nú.
Hins vegar verður að taka annan þátt með í dæmið en það er að söguleg þekking er áhugaverð í sjálfu sér, hlutdræg í sjálfu sér eða ,,vísindaleg. Þessi þekking er t.d. mun áhugaverðri en að vita fjarlægðina til Júpiters, því að þetta er þekking sem fjallar um fólk sem við getum samsamað okkur við.
Hvorki söguleg þekkingaröflun né starfsemi sagnfræðingar þarf því að afsaka. Án slíkrar þekkingar gætum við ekki skilið okkur í samburði við forfeður okkar, og ef við öðlumst hana (þekkinguna) fullnægjum við ósjálfráðum áhuga á heiminum í kringum okkur og á fólkinu sem hefur verið í honum. --- Hins vegar útvegar sagnfræðin okkur gagnlega upplýsingar, meira en við höldum við fyrstu sýn, þekkingu sem við hefðum annars ekki getað fengið. T.d. að þekkja sögu heilbrigðismála í Bretland, hvers vegna heilbrigðismál eru nú háttað samanborið við fortíðan, til þess að geta borið hana saman við þeirrar í Þýskalandi eða Nýja Sjálandi (t.d. það að almannatryggingar voru komnar á 19. öld í tveimur síðarnefndu löndunum og þess vegna hafi fólk ekki þurft að borga fyrir læknisþjónust sem það þurfti að annars að gera í Bretlandi þar til 1911), m.ö.o. að sjá þróunina og hvers vegna hlutunum er nú háttað.
Peter Laslett segir að það sé ekki hægt að búa til nýja sagnfræði eins og sumir halda fram frekar en að Einstein geti búið til nýja eðlisfræði. Hins vegar hefur áhugasvið sagnfræðinnar breytst svo gífurlega, að kannski sé hægt að tala um nýja grein af sagnfræði.
Peter Laslett segist nota hugtakið Félagssaga (e. sociological history) mikið en kannski sé betra að nota hugtakið félagsgerðarsaga (e. social structural history) þess í stað. M.a. vegna þess að þessi nýja gerð af sögu aðgreinir sig frá fyrri að því leytinu til að hún hefur ekki áður látið sig varða hluti eins og fæðingar, giftingar og dauða sem slíkt, né hefur hin fyrri dvalist nær eingöngu við lögun og þróun félagsgerða.
Sagnfræðingar verði að líta á heildarmynda til að öðlast heildarsýn. Enskum sagnfræðingi nægir ekki lengur eingöngu að rannsaka eigið samfélag, hann verður að bera það saman við önnur samfélög um allan heim til að öðlast fullnægjandi skilning, m.ö.o. að hann verður að sjá andstæðurnar til að skilja. T.d. að enskt samfélag sé iðnvætt samfélag og að til eru samfélög sem eru það ekki.
Peter Laslett tekur annað dæmi og nefnir þar félagsleg vandamál til sögunnar, að gamalt fólk sé nú sett á elliheimili og það sé einmanna. Vandamál þeirra sem fást við þetta mál er þeir vita ekki hvers konar ástand þeir vilja koma á þess í stað, ,,eins og það var. T.d. hefur komið í ljós að eyðilögð heimili og glæpahneigð unga fólksins kann að hafa verið verri í gamla daga heldur en það er í dag. En er það ,,eðlilegra að fjölskyldur fortíðarinnar skuli hafa sinnt fleiri skyldum en gert er í dag? Var ,,heimurinn sem við glötuðum betri heimur til að dvelja í? Og hann endar á að segja að við verðum að viðurkenna að söguleg þekking er þekking varðar okkur sjálf, núna.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | 18.2.2021 | 11:47 (breytt kl. 11:47) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Björgunarsveitarmenn fengu tvo fyrir einn
- Kemur vorið á föstudaginn?
- Eins og það væri verið að kasta grjóti í rúðuna
- Segir Ísland hafa alla burði til að gera betur
- Þetta var mikið eldingaveður og er ennþá í gangi
- Maður elti annan með hníf
- Sáum blossann og tókum enga sénsa
- Þrumur og eldingar við Reykjanesskaga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.