Verðum við að trúa því, að vegna þess að fortíðin hefur ekki bein áhrif á nútíðina, að það sé gagnlaust að rannsaka hana?
Á tímum flugvéla og annarra tækniframfara og þjóðfélagsbreytinga hefur skapast sálfræðileg gjá milli nútímamannsins og forfeðra hans. Nútímamaðurinn, segir Marc Bloch, er farinn að halda það að forfeðurnir séu hættir að hafa áhrif á hann, skipti hann engu máli. Sagnfræðingurinn er ekki undanskilinn þessum nýja hugsunarhætti.
Það eru til menn, segir Marc Bloch, sem halda því fram að nútímasamfélag sé fullkomlega móttækilegt fyrir vísindalega rannsókn. En þeir viðurkenna þessa fullyrðingu aðeins fyrir rannsóknagreinar sem hafa ekki fortíðina sem viðfangsefni. Þeir greina, og þeir halda því fram, að hægt sé að skilja efnahagskerfi nútímans á grundvelli þekkingar sem spannar aðeins nokkra áratugi (eins og félagsvísindi gera nú). Það er að þeir líta á tímabilið sem við lifum nú á, sé algjörlega aðskilið frá fyrri tímum.
Nú sé komið að saga fjarlægra fortíðar vekur hjá mörgum fróðleikfúsum mönnum aðeins forvitni sem er í ætt við vitsmunalega munað og þeir sjá enga tengingu milli fortíðar og nútíðar. Annars vegar er hópur fornfræðinga sem hafa ómælda ánægju af því að rannsaka horfin goð; hins vegar eru hópar félagsfræðinga, hagfræðinga og annarra fræðinga sem vilja aðeins rannsaka hið lifandi.
Að skilja nútíð á forsendum fortíðar
Sumir halda því fram á undanförnum áratugum hafi samfélög manna gengið í gegnum svo mikilar breytingar, að þær séu algjörlegar og engir þættir mannlífs hafi komist hjá bytingu rannsókna. Þeir yfirsjá því eðlisþátt aðgerðarleysi sem er svo sérkennandi fyrir mörg samfélög.
Marc Bloch tekur dæmi um fyrirbrigði í nútíðinni sem menn hafa misskilið vegna þess að þeir litu ekki nógu langt aftur í tímann. Landbúnaðarfræðingar hafa velt fyrir sér rákir í evrópskum ökrum og ekki skilið tilkomu þeirra. Óþolinmóðir menn hafa útskýrt þær út frá almenningslögum (e. civil code) sem sett voru fyrir 2. öldum (af Napóleon). Ef þeir hefðu hins vegar þekkt söguna betur, þá hefðu þeir vitað að þær voru skapaðar á forsögulegum tíma. Hann segir að félagsgerð evrópskt samfélags, sérstaklega í evrópskum þorpum, hafi verið þannig háttuð að foreldrar hafa þurft að vinna mikið og því hefur uppeldið færst í hendur öfum og ömmum (eldri einstaklinga) og afleiðingin hafi verið sú að hver ný kynslóð staðnar, því að kynslóðin á milli, foreldrarnir sem standa fyrir breytingum í samfélaginu, verða út undan. Þetta er staðreynd sem hefur einkennt svo mörg bændasamfélög í gegnum tíðina.
Marc Bloch segir að við verðum að líta á söguna út frá mun lengri tímabilum en við höfum gert. Hann tekur sem dæmi að hvorki í útgeimi né í tíma, geti styrkur afls með einfaldri lengd af fjarlægð. Og hann spyr hvaða þættir mannlífs eru það sem hafa misst gildi sitt? Er það trúin, félagsþróun sem hafi misheppnast eða tækni sem hefur horfið? Eru það einhverjir sem halda því fram að jafnvel þekking á þessum þáttum sé ónauðsynleg?
Hann lýkur mál sitt á því að segja að það sé eitt sem hafi ekki breytst í aldanna rás en það er hið mannlega eðli. Þekking mannsins hefur aukist gífurlega en það það hljóta að viðvarandi þættir í mannlegu eðli og samfélagi sem breytast ekki og ef svo sé ekki, þá hafi hugtökin maður eða samfélag ekkert gildi. Hvernig eigum við að skilja mennina ef við horfum aðeins á þá út frá líðandi stund?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | 13.2.2021 | 17:04 (breytt kl. 17:04) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.