Sagnfræði og sagnfræðingar (Catherine Hall (1996))

history

Á seinni helmingi 20. aldar kom upp spurning um menningarleg kennsl (e. cultural identity). - Hver eru við og hvaðan komum við? Og hvaða við er hér átt við?

Hnattvæðingin hefur komið hreyfingu á fólk á áður óþekktum skala, heimsveldi hafa hrunið, nýlendur fengið frelsi, ný Evrópa hefur myndast og aðrar valdablokkir hafa myndast. Þetta hefur leitt til þess að hnattvæðing hefur farið saman við ,,svæðisvæðingu”, ný þjóðernishyggja og þjóðerniskennsl hafa myndast meðfram alþjóðasamskiptahraðbrautinni. Slíkar umbreytingar kalla á viðbrögð sagnfræðinga.

Hún vísar í ummæli Eric Hobsbawn, sem var hallur undir kommúníska hugmyndafræði, sem segir: ,,ég hélt áður fyrr að sagnfræði gæti ekki gert neinn skaða af sér, en ég hef haft rangt fyrir mér. Nú er hún hráefni fyrir þjóðernissinnaða eða kynþátta- (e. ethnic) eða hreintrúahugmyndafræði. Þessi nýja staða hefur haft tvenns konar afleiðingar: í fyrsta lagi að við höfum skyldur að gegna gagnvart sögulegar staðreyndir almennt og í öðru lagi að gagnrýna hinu pólitísku-hugmyndafræðilegu misnotkun á sögunni”. M.ö.ó að sagan eigi ekki að vera pólitísk í eðli sínu.

Ummæli Hobsbawn voru sögð eftir fall kommúnismans og hann sá ekki að t.d. kvennahreyfinginn eða hreyfing samkynhneigra gæti umbreytt samfélaginu frekar en vinstri menn. Hann var kominn á þá skoðun að trúin á hinn sögulega sannleika og ástæður sé eina leiðin til að eiga við villimennskuna sem hann sá alls staðar í kringum sig og skilningur (e. sense) á sögunni sé e.t.v. ein leið til að eiga við samtíðina. Sagnfræðingur verði að hætta afskipti af fortíðinni (e. inventions), krefjast þess að skil verði gerð á milli sannleika og skáldskapar, standi afsíðis frá þjóðlegri frásögn eða rituals og gera skörp skil milli mítur og sagnfræði.

Catherine Hall segist vera vantrúuð á slík viðhorf sem Hobsbawn lætur í ljós. Hún segir að ,,kennslapólitík” geti gefið okkur svör við spurningar um fortíðina og skáldskapur gæti gefið okkur nauðsynleg tæki til að byggja nýjar mítur en áður en það er gert verðum við að horfast í augu við fortíðina, sama hversu óþægileg hún kunni að reynast. Ef óþægilegar minningar séu ekki endurupplifðar er hægt við að þær ásæki félagslegu ímynd samtímans og geri erfitt fyrir að horfa til framtíðar. Hún er hér að tala um nýlendutímabil Breta sem birtist í margvíslegri mynd í bresku samfélagi, s.s. í götuheitum, sykurs, opinberum minnismerkum o.s.frv.

Ef það á að vera mögulegt að skapa nýja mítu fyrir Evrópumenn sem sameinar þá í eina heild sem lokar ekki heldur opnar fyrir – gerð ,,Evrópuvirkis” gagnvart litaða innflytjendur, þá verðum við, segir Catherine Hall, að muna eða minnast heimsveldi á annan hátt en gert er í dag. Arfleifð breska heimsveldisins birst einkum í að 6.3% íbúanna eru afkomendur íbúa nýlendna sem Bretar áttu einu sinni. Allir þetta fólk á sér mismunandi sögur, sem vilja gleymast vegna þeirrar áherslu á að gleyma skömmustulegar minningar um heimsveldið og leggja aðaláherslu á samevrópska framtíð. Í Bretlandi hefur menningarleg kennsl verið í framvarðalínu hinnar þjóðlegu ímyndar eftir að það varð ljóst að landið var ekki lengur heimsveldi og orðið að síðnýlenduþjóð. Þessi missir á yfirburðastöðu Bretlands hefur verið sársaukafull reynsla. Hún ber reynslu Breta saman við Australíumanna og Jamaíkumanna (sjá bls. 162-63).

Niðurstaðan hennar er að ímynd Bretlands verður að breytast í n.k. ,,síðþjóð” (e. post-nation), sem er ekki þjóðernislega hrein og með menningalega fjölbreytni innanborð. Þessi nýja ímynd hefur í för með sér að endurskoða verður sögu breska heimsveldisins vegna þess að hún hefur verið miðlæg í því hvernig bresk þjóðarmynd hefur verið ímynduð og lifað hefur verið samkvæmt henni. Þetta er hægt vegna þess að menningarleg kennsl hafa ætíð verið fundin upp en aldrei verið föst stærð sem ekki er hægt að breyta.

Þetta er mikilvægt verkefni sem gæti hentað kvensögufræðinga og vinstri sinnaða sagnfræðinga (sem hafa misst öryggið sem marxisminn hafði skapað þeim, fullvissuna um lögmál sögunnar, sannleika frásagna þeirra, sannfæringuna um að stéttarhugtakið sem lykilsvarið eða ,,mótor” sögunnar.

Kvensögufræðingar hafa orðið fyrir minni skakkaföllum en hinir fyrrnefndu, því að þeir hafa verið meira opnir fyrir nýjar kenningar og lagt minna í sérstaka gerð frásagnar (eins og hinu vinstrisinnuðu hafa gert) en því meira verið gagnrýnir á ríkjandi frásagnarmáta. Feminískir sagnfræðingar hafa verið of seinir að bregðast við gagnrýni svartra feminista meðal sagnfræðinga sem hafa gagnrýnt og lagt áherslu á samtengingu milli valdatengsla ,,kynþátta” og kynferði og bendlun við heimsveldissögu. En sagnfræðingar og sögur hafa alltaf verið miðlæg við það verkefni að endurskapa menningarlega og þjóðlega ímynd eða sjálfsmynd. Nú sé tækifæri fyrir Breta að endurhugsa sinn gang og gera sér sögu sem sýnir hversu fáranleg sú hugmynd er sem sýnir einsleitna þjóð (e. homogeneous nation) en ekki hinu möguleikanna sem eru fyrir hendi. Nýja sögu sem er um margbreytni en ekki einsleitini.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Birgir.

Mér finnst síðan hjá þér vera vönduð og flott, en fyrir minn smekk mættir þú gjarna leggja meiri áherslu á sjálfa atburði sögunar og þá gjarna líka frá sjónarhorni taparans, því eins og við upplifum sjálfir, þá er greinilega víða pottur brotinn og því auðvelt að ímynda sér að þær ótrúverðugu sögu skýringar sem við erum í rauntíma látnir éta hráar, verði fyrir sagnfræðinga framtíðar heilagur sannleikur.

Dæmin eru allstaðar og ætti að vera nokkuð aðgengilegt að reka fingur í augljósar falsanir langt aftur í síðustu öld fyrir hlutlausan fræðimann, eins og ég álít þig t.a.m. vera.

Að lokum verð ég að segja að auðvitað hafa dramatískir atburðir átt sér stað í eldhúsum og svefnherbergjum allra þeirra sem minnst er t.d. með styttum af þeim víðsvegar um heiminn og bæði konur þeirra, þrælar og ástmeyjar bæði hvítar og svartar haft áhrif á gang sögunar, en persónulega þykir mér umfjöllun um uppblásina feminíska kvennasögu, svo ekki sé minnst á "black lives matter" væmnina, afskaplega þreytandi og langt fyrir neðan virðingu heiðursmanna á borð við þig.

Jónatan Karlsson, 13.2.2021 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband