Sagnfræði og sagnfræðingar (Vincent Harding (1970)) Kynþáttur

Vincent-Harding

Vincent Harding segir að hin mikla barátta blökkumanna hafi sett mark sitt á þá og söguskilning þeirra, að mikil sárindi hafi ríkt meðal þeirra. Hann talar um að nú hafi komið fram hreyfing sem hafi breytt sögu negra (e. Negro History) eða ,,sagnfræði negra” í sögu svartra (e. Black History) eða ,,sagnfræði svartra” og sé nú að spretta upp í leit að rannsóknum á blökkumönnum (e. Black Studies). Hann talar um að sumt af þessum sárindum sé nauðsynlegt en annað ónauðsynlegt.

Vincent Harding segir að barátta blökkumanna hafi einkennst af baráttu fyrir mannréttindum sínum og geta tekið fullan þátt í bandarísku samfélagi. En lykillinn að þessari baráttu var sú staðreynd að þeir sóttust eftir að vera viðurkenndir á þeim forsendum sem þjóðin skilgreinir sig út frá og meirihluti svarta viðurkenndi mítuna um bandaríska lýðræðið sem væri hinn mikli sannleikur – fyrir utan blökkumenn og flestir höfðu sætt sig við að aðeins lítill minnihluti svarta myndi komast inn í meginstraum samfélagsins.

Sem betur fer, segir Vincent Harding, hafa alltaf verið blökkumenn sem hafa sett spurningamerki við þetta. Hann vísar í W.E.B. Du Bois segir setur þetta í líkingamál. Hann talar um amerísku lestina og að svartir hafi barist hart fyrir að fá far með henni. En hann segir fáir eða engir blökkumenn hafi haft fyrir því að spyrja sig hvert lestin væri að fara, hver er áfangastaður hennar? Oftast nær veit enginn það og hafa sumir svartir spurt sig hvort þeir vilji í raun fara með henni, sérstaklega þegar ákvörðunarstaðurinn er ákveðinn af þeim sem hafa reynt að halda þeim frá lestinni í aldir.

Barátta nýlendna fyrir sjálfstæði sínu eftir seinni heimstyrjöld hafi sín áhrif á baráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. Þegar þeir voru teknir inn í bandarískt samfélag eftir 1963, urðu þeir varir við að kynþáttafordómar voru enn ríkjandi meðal einstaklinga og stofnanna. Þannig að hreyfingin sem sóttist eftir inngöngu í bandarískt samfélag eins og það skilgreini sig þá, snérist frá þessari stefnu og varð að hreyfingu sem barist stjórnmálalega baráttu fyrir valdi á sjálfskilgreiningu og sjálfákvörðunarrétt sínum og getuna til að gera Ameríku tilbúna fyrir komu blökkumanna inn í samfélagið.

Við, segir Vincent Harding, sem skrifum sögu svartra, eigum erfitt með að trúa á Ameríku þegar við horfum í gegnum tárin á hörmungarsögu forfeðra okkar og við getum ekki skrifað ósnortnir af þjáningu þeirra. Við erum ekki sátt við að saga okkar sé viðurkennd sem hluti af sögu Ameríku. Við ætlum okkur ekki að falla í gryfju ameríska draumsins sem í barnaskap sínum forðast allt sem getur kallast drama eða dauði. --- Sagnfræði sem skrifuð er út frá sjónarhóli svarta, leitast ekki við að draga upp stórkostlega mynd af framlagi svartra til sögu Ameríku heldur er áhersla þeirra að endurtúlka alla sögu Ameríku eins og hún leggur sig en þeir eru fullir efasemda um að þessi saga sé rétt í meginatriðum. Þetta sé það sem aðgreinir sögu svarta frá sögu negra, en síðarnefnda saga hafi viðurkennt og tekið inn á sig ríkjandi hugmyndafræði og aldrei haft uppi efasemdum á góðsemi eða mikilleika amerískt samfélags á meðan hún sá möguleika þess til framfara eða umbóta. Sagnfræði svartra verður að spyrja sig hvað merkingin Ameríka hefur í raun.

Saga svarta, sem fjallar um Ameríku, er ekki hægt að aðskilja frá hinni evrópsku arfleifð sinni, hversu hrottafeng hún hefur reynst. Hún spyr að hvaða leyti Evrópa hafi risið á dauða þræla, forfeðra sinna og svo helsta barns Evrópu, Ameríku.

Og blökkumenn líta ekki sömu augum á lýðræðislega fortíð Bandaríkjanna og hvítir. Þeir sjá t.d., að þegar fulltrúalýðræðið var stofnað í Virginíu, þá var samtímis komið á þrælahald svartra í ríkinu. Þrælahald og fulltrúalýðræði var komið á samtímis og frelsið sem þarna komst á, var í raun þrældómur fyrir svarta. Í augum svarta getur sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna varla verið annað en háð, því að hvaða merkingu hafði hún fyrir þrælahaldaranna eða þrælanna? Var þá einhvern tímann lýðræði í Bandaríkjunum þegar haft er í huga þrælahaldið og meðferðin á indjánum? En blökkumenn verða einnig að skoða söguna með augum indjána því að þeir hafa gengið í gegnum svipaða hluti og svartir menn.

,,Svört sagnfræði” verður að vera pólitísk vegna þess að hún fæst við heildar endurskilgreiningu á reynsluheim og sögu svartra sem var hápólitískt fyrirbrigði í fortíð sem og í samtíð; því hún fæst við baráttuna milli herrann og þjóninn, milli nýlenduherra og nýlendur, milli hinu kúguðu og kúgara o.s.frv. Og að þessi saga viðurkennir að allar sögur fólks feli í sér þátttöku í stjórnmálum og eru mótaðar af stjórnmála- og hugmyndafræðilegu sjónarhorni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband