Joan Schott segir að hlutverk kvennasögufræðinga sé að skilja hvaða gildi eða merkingu kynferði hafði, eða kynjahópa í hinni sögulegu fortíð. Einnig sé hlutverk þeirra að uppgötva hvernig stillt er upp í kynjahlutverk og kynjatáknhyggju í hinu mismunandi samfélögum og tímabilum, til að skilja hvað þýðingu þessi flokkun hafði og hvernig henni var viðhaldið til að viðhalda félagslegri skipan eða til koma á breytingum innan samfélagsins.
Aukin áhugi fræðimanna á baráttu stétta, kynþátta og kynja sýnir í fyrsta lagi að áhugi er á sögum um kúgun og greiningu á merkingu og eðli þessarar kúgunar og í öðru lagi að fræðilegan skilning á þessu valdaójafnrétti eigi uppruna sinn að rekja til þessa þriggja þátta. Munurinn á t.d. marxískum kenningum um stéttir, þar sem kenningin er tengd við efnahagslegri lögmálum og sögulegum breytingum, og rannsóknum á kynjum og kynþáttum er sá að þær tvær síðastnefndu hafa enga slíka tengingu.
Í tilfelli kynjarannsókna, hefur meðferð hugtaksins kynferði innifalið fjölda kenningalegra afstaðna sem og einföldum lýsingarlegum tilvísunum á samskiptum milli kynjanna.
Feminískir sagnfræðingar, sem eru þjálfaðir á sama hátt og aðrir sagnfræðingar, kunna betur við að nota lýsingar í stað kenninga. Þeir hafa þrátt fyrir það leitast við að finna nothæfar kenningaformúlur. Viðbrögð annarra sagnfræðinga við framsetningu sérstakrar kvennasögu hefur verið tvíþætt. Annars vegar segja þeir svo sem að úr því að konur hafa sögu sem er aðskilin frá karlmönnum og því kemur hún okkur ekki við; eða þá að kvennasagan fjalla um kynferði og fjölskylduna og ætti því að taka á henni aðskilið frá stjórnmála- og efnahagssögu. Hins vegar þegar konur hafa verið þátttakendur í sögulegum atburðum, þá hafi viðbrögðin verið í lágmarki, t.d. er sagt: skilningur minn á frönsku byltingunni hefur ekki breyst þótt ég viti að konur hafi tekið þátt í henni.
Joan Scott segir að spurningarnar sé þær; hvernig virkar kynferðið í félagslegum samskiptum? Hvernig gefur kynferðið merkingu á skipulagi og sjónarhorn á sögulegri þekkingu. Svörin byggjast á kynferði sem og greiningarlegri flokkun. En greiningarleg flokkun samkvæmt kynferði hófst ekki fyrr en á 20. öld.
Joan Scott segist ekki vilja við rannsóknir á fortíðinni líkt og sumir kennismiðir vilja gera en segir að við verður að umbreyta greiningaaðferðir okkar, hreinsi ályktanir okkar og útskýra hvernig við álítum að breytingar eigi sér stað. Í stað þess að leita að einni orsök, verðum við að taka með marga þróunarferla sem eru svo samtvinnaðir að ekki sé hægt að aðskilja þá. Auðvitað verður að greina einstök vandamál sem þarf að rannsaka, en þau eiga einungis að vera byrjun eða upphaf að frekari greiningu í flókna þróunarferla.
Joan Scott segir greina kynferði í tvo þætti og nokkra undirþætti. Sá fyrri er: Kynferði er grundvallarþáttur félagslegra samskipta sem byggist á þeim mismuni sem er á kynjunum, og að kynferði sé upphafsþáttur í samskiptalýsingu er varða völd. Fjórir undirþættir falla undir þennan þátt sem eru í fyrsta lagi tákngerving (t.d. eru Eva og Mary tákngervingar kvenna í vestrænum samfélögum en einnig mítur um ljósið og myrkrið); í öðru lagi þau hugtök sem setja fram túlkun á merkingu þessara tákna, sem reyna að takmarka metaphoric möguleikanna.
Þessi hugtök koma fyrir í trúarbrögðum, menntun, vísundum, lögum og pólitískum kenningum; þriðji undirþátturinn er stjórnmál og tilvísanir til félagslegra stofnanna og samtaka/skipulagningu. Það er að taka hugtakið kynferði og líta á það í stærra samhengi, en t.d. mannfræðingar gera, sem líta einungis á venslakerfið með fókusinn á heimilishald og fjölskyldu sem grundvöll fyrir félagslega skipulagningu. Hún vill taka með þætti eins og vinnumarkaðinn, menntun og pólitík sem hafa ákvarðanaáhrif á kynferði og fjórða hlið kynferðis eru svonefnd huglæg kennsl. Sagnfræðingar verða að skoða þær leiðir sem kynferðisleg kennsl eru byggð og tengja þau við fjölda athafna, félagslega skipulagningu, og hina sérstæðu og sögulegu menningarkynningu eða menningarframsetningu.
Joan Scott segir að fyrri skilgreingaþátturinn á kynferði samanstendur af þessum fjórum undirþáttum sem eru óaðskiljanlegir. Þessa skissu sem dregin hefur verið upp á bygggingaþróun kynferðissambanda er hægt að yfirfæra á umræður um stéttir og kynþætti og í það er farið, hvaða félagslega þróun. Seinni skilgreiningarþátturinn getur falið í sér kenningargreiningu á kynferði, sem sé skilgreind á eftirfarandi hátt: kynferði er ein frumgerð birtingaforms valds (e. gender is a primary way of signifying relationships of power). En kynferði er ekki eini þátturinn sem ákvarðar vald segir Joan Scott en er mjög mikilvægur samt sem áður.
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Viðskipti
- Fréttaskýring: Kanada verði land tækifæranna
- Þarf fólk að kaupa sér hraðbanka?
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.