Það er líkt farið með Kjalnesinga sögu og aðrar Íslendinga sögur, hún var skrifuð löngu eftir að meintir atburðir áttu sér stað. Það sem höfundar Íslendinga sagna áttu sameiginlegt, var að nota munnmælasögur, líklega sannar að grunni til, en skreytt þær með samtölum til að búa til lifandi frásögn, enda voru sögurnar líklega lesnar upphátt, frekar en í hljóði.Kjalnesinga saga var sennilega skrifuð skömmu eftir 1300.
Hvað um það, þá gefur Kjalnesinga saga okkur hugmynd um hvernig söguritarinn hugsaði sér aðstæður á tímabili sögunnnar, sem er á tímabilinu 900-1000 er heiðnin og kristnin tókust á.
Í sögunni segir frá Hofi við Esjurætur og geftur frásögnin a.m.k. ágæta mynd af því hvernig menn hugsuðu sér hvernig heiðið hof liti út.
Grípum niður í söguna:
,,Þorgrímur reisti um vorið bú að Hofi. Þar var ekkert til sparað enda maðurinn auðugur og átti stóran frændgarð og marga vini. Hann gerðist voldugur og lét mjög til sín taka í byggðarlaginu. Hann hafði mannaforráð allt til Nýjahrauns og var það kallað Brundælagoðorð.
Hann var kallaður Þorgrímur goði. Hann var blótmaður mikill og lét reisa mikið hof í túni sínu. Það var hundrað og tuttugu feta langt og sextíu fet á breidd. Þar skyldu allir greiða hoftoll.
Þór var mest tignaður. Innri hluti hofsins var hringlaga með hvolfþaki, allt tjaldað og með gluggum. Þar stóð Þór fyrir miðju og önnur goð til beggja handa. Fyrir framan Þór var stallur sem var mikil listasmíði og klæddur að ofan með járni, eins konar altari. Þar var látinn loga eldur sem aldrei skyldi slokkna; það kölluðu þeir vígðan eld.
Á þessum stalli lá stór hringur gerður úr silfri. Þann hring átti goðinn að hafa á hendi sér þegar hann sótti mannfundi. Við þann hring áttu menn að sverja eiða þegar sakamál voru afgreidd. Á þessum stalli stóð einnig stór bolli úr kopar. Í hann átti að renna blóð úr þeim dýrum eða mönnum er blótað var. Blóðið var kallað hlaut og bollinn hlautbolli. Hlautinu var svo slett á viðstadda þegar blótað var en kjöt af því fé sem var blótað var etið í blótveislunni. En ef þeir blótuðu mönnum, þá var þeim steypt ofan í fen það er var utan við dyrnar. Það kölluðu þeir blótkeldu."
Lýsingin á hofinu er ljóslifandi og ef við segjum að fetið sé 48 cm, þá er það að stærð 57,6 x 28,8 eða 165,8 fermetrar. Athyglisvert er að segja að Þór hafi verið tignaður og verið aðalgoðið, en ekki Óðinn en með honum voru samt önnur goð. Hægt væri að gera replica eða endurgerð þess út frá þessari lýsingu og væri það fróðlegt að sjá. Annars eru lýsingar á umhverfinu ljóslifandi, t.d. skógar á svæðinu, gefa ágæta mynd af því hvernig Ísland leit líklega út á 10. öld.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | 14.1.2021 | 14:35 (breytt kl. 16:26) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.