Það er alltaf þannig með söguna að hún er margslungnari en virðist við fyrstu sín. Til dæmis horfir morðið á John F. Kennidy öðru vísi við en við samferðamenn hans.
Atburðir dagsins virðast auðljósir en þegar hlutirnir eru settir í samhengi, þá kemur í ljós orsakasamhengi sem við samtíðarmenn sjáum ekki í daglegu amstri. Annað sem ég hef lært af sögunni er að dæma menn af verkum, ekki orðum. Verkin skipta máli en ekki fagurðmæli.
Saga MacArthurs er stórkostleg, enda lifði hann margbrotna tíma. Hægt er að skrifa margar bækur um kappann en hann var eins og farið er með núverandi forseta Bandaríkjanna, elskaður og hataður, umdeildur en vinsæll. Hann reis til æðstu metorða en hröklaðist frá völdum, opinberlega smáður.
Douglas MacArthur varð heimsfrægur í seinni heimsstyrjöldinni, í glímu hans við Japani en hér er ekki farið í sögu hans en ætla að ræða hvort hugsanleg notkun hans á kjarnorkuvopnum í Kóreustríðinu hafi verið raunveruleg.
Ég taldi alltaf Douglas MacArthur, fimm stjörnu hershöfðingja í Kóreustríðinu hafa verið rekinn að ósekju 1951 og Harry S. Truman Bandaríkjaforseta vera að skipta sér af málum sem hann skildi ekki, þ.e.a.s. hermál.
MacArthur var mannlegur og gerði mikil mistök er hann hrakti flótta Norður-Kóreumanna alla leið til landamærana við Kína. Kínverjar brugðust við, stöðvuðu sóknina og hröktu Bandaríkjamenn á flótta, sem reyndist vera mesti flótti Bandaríkjahers frá upphafi. Þetta er forsagan.
MacArthur vildi eftir að hafa verið hrakinn frá landamærum Kína og Norður-Kóreu af kínverskum her í dulargervi, senda sprengjuflugvélar á fimmtíu kínverskar borgar og sprengja þær í loft um og nota kjarnorkusprengjuna í einhverjum tilfellum. Í ljós hefur komið, eftir að leynilegur vitnisburður háttsettra hershöfðingja fyrir nefnd sem kannaði málið var gerður opinber, að þeir voru sammála um að bandarískur herafli var það vanmáttugur á þessum tíma, að Bandaríkjaher rétt réði við þetta stríð og það hafi verið honum til happs að Kínverjar takmörkuðu aðgerðir sínar við landhernað og juku ekki umfang stríðsins með lofthernaði.
Einnig að Rússar ákváðu ekki að blanda sér með beinum hætti í stríðið. MacArthur fékk rómverska skrúðgöngu sigursæls hershöfðingja þegar hann snéri heim og fékk að ávarpa báðar deildir Bandaríkjaþings. Menn töluðu jafnvel um að hann ætti að bjóða sig til forseta gegn Truman en þeir lykilmenn sem vissu af hinum leynilega vitnisburði hershöfðingjanna, sáu að betra væri að láta kyrrt liggja með það framboð. Harry fékk í staðinn annan virtan hershöfðingja á móti sér í forsetaframboð, Dwight D. Eisenhower, og hafði vit á að reyna sig ekki á móti honum.
Truman varð verulega óvinsæll vegna þessara samskipta við við MacArthur og beið hann þess ekki barr eftir það í raun. Truman er þó hvað þekktastur fyrir að beita kjarnorkusprengjunni í fyrsta sinn og það tvisvar. Arfleið hans er því ef til vill umdeildari vegna þessa, en deilur hans við MacArthur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.1.2021 | 18:51 (breytt kl. 18:58) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.