Sagnfræði og sagnfræðingar (Richard Cobb (1969))

Cobb-Richard

Cobb segist aðeins hafa skilið söguna á forsendum mannlegra samskipta; og hann hafi reynt að dæma einstaklinga á þeirra eigin forsendum og það sem þeir sögðu um sjálfa sig, á þeirra eigin máli.

Hann segir að fyrir sjálfum sér hafi sagan aldrei verið efniviður í lærðar deilur (e. intellectual debate). Í sagnfræðilegum deilum hafa þetta oft verið yfirskyn fyrir ofureinföldunar, skort á reynslu, ófullkominnar menningar, skort á þátttöku eða samúð, og hvati til þess að bera saman og til að alhæfa þar sem samanburður og alhæfingar eiga ekki við eða koma málinu ekkert við. Af hverju eyða sagnfræðingar svo miklum tíma í að rífast, setja fram skilgreiningar, leggja fram ,,módel”, þegar þeir geta haldið sig við rannsóknir sínar?

Sagan er menningarlegt fyrirbrigði sem verður ekki aðskilin frá bókmenntum eða tungumáli.

Cobb reyndi að vera þátttakandi í franskri menningu og samtímanum en um leið að vera í hlutverki hins einmanna úlfs sem sagnfræðingar eru oftast í, hann er áhorfandi.

Sagnfræðingurinn er einmanna og hættir til að vera ímyndunarríkur, hann hefur aðeins fáeinar staðreyndir til að styðjast við, en með ástríðu sinni til að vilja vita meir, til að koma á kynni, eru vissir þættir sjálfsmyndunar til, sem gerir honum kleift að setja sig í spor allra sögupersóna.

Einmannaleikinn gefur honum þessa aukna skilning eða skynjun sem eru eiginleikar forvitninnar, ímyndunarafls og samúðar sem eru nauðsynlegir þættir í starfi hans. Það eru til margar gerðir af sögu og sagnfræðingurinn velur sér einhverja, sem alltaf verður fastbundin við hans eigin skynjun á eigin þátttöku og sérstakrar tilfinningu á samsömunar við tímabilið og landið sem hann tileinkar rannsóknir sínar.

Cobb segir að þessi skynjun eða skilningur á þátttöku (tengja sig við viðfangsefnið) sé ekki einungis óhjákvæmilegur heldur nauðsynlegur, vegna þess að sagnfræðingurinn er ekki kaldlyndur og ópersónulegur fræðimaður, sem á við óhlutbundna félagsgerð (e. social structures) einhvers ótiltekið samfélags, heldur á hann við mest megnið við lifandi manneskjur, eða þær voru það a.m.k. einu sinni.

Cobbs segir að hægt sé að skrifa sagnfræðilegt efni sem snertir ekki á nokkurn hátt hið mannlega eðli. Margir sagnfræðingar sem hafa helgað sér hagsögu hafa getað það við sínar rannsóknir. Þetta er án vafa nauðsynleg sagnaritun eins og hver önnur. En hins vegar þegar kafað er til botns, þá er fjallar sagnfræði um menningarlegt viðfangsefni og ekki er hægt að dæma hana án þess að vísa til menningalegra gilda hennar. Hann segist vantreysta þeim sem vísa í sagnfræðina sem rannsóknarstofuverkefni eða hópverkefni (e. group project) og þeim sem vilja bæta merkimiðanum ,,félagsvísindi” við hana, vegna þess að sagnfræðin er ekki vísindi né skyldi hún vera skrifuð af teymi manna.

Að skrifa sögu er hins vegar eitthvað mest verðlaunandi og fullnægjandi tjáning einstaklingsins.

Hlutverk sagnfræðingsins er að gera hina dauðu lifandi. Hann má leyfa sér lita einstaka hluti myndarinnar sem hann bregður upp, til þess að gera hana meira sannfærandi. Auðvitað er fullkominn skilningur á fortíðinni ógerlegur sem og skilningur sagnfræðingsins á hinu almenna manni/fólki og fólkshreyfingum og hann getur aðeins krafsað í yfirborð þess sem var.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband