Sagnfræðingar og sagnfræði (C.V. Wedgwood (1957))

CV

Wedgwood spyr sig hvort það hjálpi alvöru sagnfræðirannsóknum að bæta ímyndunaraflinu við þær; þ.e.a.s. er hættuleg villa eða ómissandi eða nauðsynleg vinnubrögð?

Hefur það eitthvað upp á sig að segja fyrir ræktun á skilningi á fortíðinni (að gera tilraun til að hleypa ímyndunina yfir tíma og rúm, frá okkar til annarra tíma)?

Skilin milli fræðimennsku og skapandi bókmennta eru umdeilanleg segir Wedgwood. En í þessu tiltekna vandamáli, það er sögulegs ímyndunarafls (e. historical imagination), hafa bókmenntir lagt mikið til fræðimennskunnar og gagnkvæmt.

Sagnfræðingum og sagnfræðinemum hættir til að draga sig frá nútíðinni til að rannsaka söguna. Þessi ákveðni flótti frá raunveruleikanum gefur til kynna ákveðinn skort á raunhyggju (e. realism), sem umbreytist auðveldlega í það að rómantísera eða a.m.k. gylla fortíðina. Alvörugefinn nemandi er sér meðvitaður um þessa hættu og er stöðugt á verði gagnvart henni. Hins vegar, án þessarar rómantísku nálgun, án þrána að fara frá einni öld til annarar og taka þátt í lífi þess tíma, myndi hin söguleg rannsókn skorta ómissandi þætti, s.s. dýpri skilning og víðari á fortíðinni, nokkuð sem skáld eða rithöfundar hafa hjálpað til við að gefa okkur.

Upplifun eins og Gibbon fann fyrir (hann var mikill og frægur fræðimaður um sögu Rómar), þegar hann fór í fyrsta sinn til Rómar, sat fast í honum og hreyfði við hann. Gibbon þurfti nokkra daga til að jafna sig áður en hann gat hafið yfirvegaða rannsókn (e. minute investigation). Að koma við hluti (s.s. stól eða sverð) úr fortíðinni eða fara á sögulega staði getur verið mjög gefandi.

Wedgwood vil m.ö.o. taka hina tilfinningalegu upplifun með hinni alvörugefnu rannsókn, hún sé í raun óhjákvæmilegur og nauðsynlegur þáttur til þess að skilja fortíðina og gefi dýpri og víðari skilning á henni. Fortíðin og mannfólkið í henni var einu sinni lifandi en byggja verður þekkingu á þeim á sögulegum staðreyndum, enda reynast þær oftar en ekki vera ótrúlegri en nokkrar skáldsögur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband