Sagnfræði og sagnfræðingar (G.R. Elton (1969))

geoffrey-elton-94de6303-5c8e-45ef-ab08-eccb732cda7-resize-750

Sagan hefur eitthvað fyrir alla og það sem skrifað er, er til í gífurlegu magni, fyrir utan það sem skrifað er í háskólum og birtist aldrei fyrir almennings sjónum. Sumir skrifa fyrir fáa en aðrir fyrir fjöldann.

Allt er í rífandi gangi, sagnfræðilegar bækur og bókaraðir er gefnar út í massa vís. En Adam getur ekki endalaust verið í Paradís. Margir gagnrýnendur krefjast þess að sagnfræðingar yfirgefi verndaða vinnustaði sína og bóksöfn og fari að vinna að svo kölluðum hagnýtum rannsóknum. Hvort er sagnfræði fræðigrein (e. art) eða vísindi? Vegna þess að efniviður hennar er ekki algjör eða fullkominn, og afurð hugar sagnfræðingsins er einnig ekki fullkomin, veldur sagan og mun alltaf valda hugarangri og deilur. Svo hafi verið síðan á dögum Þúkidídesar (e.Thucydides) og Heródótusar (e. Herodotus).

Spurningin sé, hvers vegna menn sé að skoða fortíðina og hvers vegna þeir ættu að hafa áhuga á henni. Af hverju ætti samfélagið að fóstra sagnfræðinga? Eða hvað eiga sagnfræðingar að gera til að réttlæta tilveru sína fyrir samfélagið? Til er einfalt svar: að rannsaka sögu er þægilegt viðfangsefni, sem gleður rannsakandann og gerir engum mein. Þetta er of einföld, sjálfselsk og þröng skýring til að vera réttmætt svar. Sagnfræðiskrif geta verið hættuleg og hafa sýnt það í gegnum tíðina og sérhver sagnfræðingur verður að spyrja sig hvort að hann hafi annað markmið en sitt eigið.

Á fyrri helmingi 20. aldar var viðtekið viðhorf hjá enskum sagnfræðingum að sagnaritun gæti takmarkaðs við eitt viðmið, en það er að skrifa söguna hennar vegna.

Elton er ósammála Carr og Plumb (sem séu ,,whigs”) um að líta aftur í söguna sér til hughreystingar og að sagnfræðingurinn verði að bjóða samfélaginu til sýnis mátt þess eða árangur þess til þess að það geti þróast og þeir útiloka hvers konar not af sögunni sem þjóni ekki þessu markmiði. Hann segir að við verðum fyrst að útskýra á hvern hátt sagan geti raunverulega eða sannarlega verið rannsökuð – það er að við verðum að viðurkenna að rannsaka verðu fortíðina hennar vegna – og þá fyrst sé hægt að spyrja sig hvort þessi rannsókn hafi eitthvað framlag eða eitthvað að gefa til samtíðarinnar.

Elton segir að hér sé það spurningin um sjálfræði sagnfræðinnar sem sé í húfi og rannsókn á sögunni er á rétt á sér og sérhver not á henni fyrir einhvern annan tilgang kemur í annað sæti. Markmið sagnfræðinnar er að skilja fortíðina, og ef á að skilja hana, verður að skilja hana á eigin forsendum. Þar til hún er að fullu skilin, á ekki að nota hana á nokkurn hátt fyrir nútíðina, því að það getur verið hættulegt eða vísvísandi.

Það verði að vísa nútíðinni úr rannsóknum á fortíðinni. Rannsókn sagnfræðingsins á aðeins að tengjast nútíðinni ef hún varpar ljósi á fortíðina en ekki á hinn veginn.

Það sé meginvilla að rannsaka fortíðina vegna þeirra vitneskju sem hún varpar á nútíðina. Þetta þýði hins vegar ekki að sagan, sem sé sjálfstæð og réttlætir sjálfa sig af innri rökum, hafi ekki eitthvað fram að leggja utan marka sinna. Af hverju á að rannsaka söguna einungis hennar vegna?

Í fyrsta lagi, fyrir utan siðferðileg rök, þá vil margt fólk einfaldlega fá vitneskju um fortíða, til uppfyllingar tilfinningalegra þarfa eða vitsmunalegar. Atvinnusagnfræðingurinn hefur félagslegt hlutverk að gegna með því að uppfyllir þessar þarfir þegar hann hjálpar þeim til að vita meira. Hann náttúrulega uppfyllir sínar eigin þarfir um leið, en hann er einnig hvort sem er hluti af samfélaginu. Þar með er ekki sagt að hann sé skemmtikraftur. Hann hefur menningarlegt hlutverk að gegna; hann leggur fram sinn skerf til óhagnýtra (e. non-practical) athafnasemi sem er svo stór hluti af menningu samfélags. Hann uppfyllir með öðrum orðum tilfinningalega fullnægingu.

Í öðru lagi er það alfarið ósatt að halda því fram að sagan geti ekki kennt hagnýtan lærdóm eða hluti. Hún kennir mannlega hegðun, um hegðun manns gagnvart öðrum mönnum og um samspil kringumstæða og annarra þátta undir vissum forsendum. Grundvölluð þekking á einhvern tiltekinn vanda eða aðstæður í sögunni, sem útilokar vandann þar með eða þessar tilteknu aðstæður, aðstoðar eða getur það, við að taka réttar ákvarðanir í nútíð og þó sagan sé ekki framtíðargerðar, getur hún komið með sannverðugar ályktanir um framhaldið. Sagan gefur grundvöll fyrir skilning á nútíðinni og getur gefið til kynna eða verið vegvísir til framtíðar.

Í þriðja lagi er sagnfræðin vitsmunaleg eða andleg iðja, viðfangsefni röklegs hugar og megintilgangur hennar liggur í kjarna hennar sjálfar; leitin að sannleikanum eins og allar vísindagreinar leitast við að finna. Verðmæti hennar sem félagsleg athöfn eða verk liggur í þjálfuninni sem hún veitir, sem er staðalinn (e. standard) sem hún leggur til í þessu eina viðfangsefni hennar sem er maðurinn og verk hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband