Gissur jarl og meintur hetjuskapur hans í bókmenntum

440px-Snorri_Sturluson_C._KrohgSú ímynd sem dregin er af Gissurri Þorvaldssyni af Jónasi Jónssyni frá Hriflu í kennslubók hans Íslands saga og svo úr hinni sögulegu skáldsögu Einars Kárason, Ofsi, er af hetju.

S Það fyrsta sem maður verður að hafa í huga er að Jónas Jónsson endursagði kaflann um Flugumýrabrennuna úr Sturlungu sem er safnrit en þar segir: ,,Íslendingasögur fjalla um atburði úr fortíð en Sturlunga er að nokkru samtímaheimild og segir frá atburðum úr samtíð höfunda. Höfundar Sturlungu byggja frásögnina á eigin reynslu eða á ferskum munnmælum um atburðina. Sögur Sturlungu og Biskupa sögur eru því stundum kallaðar samtíðarsögur.“ 

Það er merkilegt hversu mikil hetjuímynd er dregin af Gissurri í endursögn Jónasar og svo í frásögn Sturlungu sjálfrar af þessu voðaverki sem Flugumýrabrennan var. Það voru mörg vitni að þessum atburði, bæði brennumenn og eftirlifendur og því auðvelt fyrir fólk á 13. öld að gagnrýna frásögn Sturlungu af brennunni. Höfundur frásagnarinnar í Sturlungu varð því að passa sig á að ljúga ekki um aðalatriði atburðarins en auðvelt væri þó fyrir hann að skrökva til um smáatriði eins og þegar sagt var að Gissur hafi sjálfur sagt að hann hafi hætt að skjálfa þegar brennumenn leituðu að honum í skyrhúsinu og hann var ofan í ísköldu sýrukeri.

Gissur er sagður hafa borið sig karlmannlega þegar honum varð ljós afdrif konu sinnar og sonar ,,...en þó segja menn, að hann viknaði, er hann sá Ísleif son sinn og Gró...“ Með öðrum orðum segir Sturlunga að Gissur hafi sjálfur sagt frá.

Jónas frá Hrifu lepur þessa frásögn upp að því virðist gagnrýnislaust og virðist því leggja mikla áherslu á það hversu mikil hetja Gissur var. Hvers vegna gerði Jónas það í kennslubók? Ég veit það ekki en ég fann frásögn um hann á þessari slóð hjá Landsbókarsafn Íslands – Háskólabókasafn: (http://landsbokasafn.is/index.php/news/197/15/islandssaga-handa-boernum-og-skolamadurinn-Jonas-fra-Hriflu , sótt 12.02.2015) en þar segir: ,,Hann skrifaði einhverja langlífustu kennslubók Íslands, Íslandssaga handa börnum, sem kennd var í barnaskólum landsins í sjö áratugi, en hún kom fyrst út árið 1915. Bókina má líta á sem minnisvarða þeirrar kynslóðar sem bar uppi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga....“

Jónas virðist því vilja leggja mikla áherslu á hetjuskap Íslendinga og sérstaklega helsta höfðingja þeirra, Gissurar Þorvaldssonar. Sama ímynd virðist mér vera dregin af honum í sögulegu skáldsögu Einars Kárasonar, Ofsi, hann er sagður hafa verið stilltur og sagt furðu stillilegum rómi: ,,Halllfríður mín. Hér máttu líta Gróu konu mína og Ísleif son minni.“ Án klökkva.“ (Einar Kárason, 2008, Ofsi, bls. 192).

Það er hins vegar erfitt að dæma þá mynd sem Einar dregur af honum en Einar virðist einnig taka upp þessa hetjuímynd gagnrýnislaust. Í stuttu máli sagt, þá er alveg ljóst að allar þessar frásagn af viðbrögðum Gissurrar við aðförum brennumanna og hvernig hann brást við þegar honum varð ljóst afdrif ættmenna sinna, í Sturlungu, Íslandssögu Jónasar og skáldsögu Einars, að hann er sagður vera karlmenni sem kunni að bregðast við sorgaratburð en þó verið mannlegur að því leytinu til að honum vöknaði um augu þegar hann sá illa útleikin lík sonar og eiginkonu.

Kíkju beint á frumheimildina og heimildarmanninn Sturlu Þórðarson en eins og kunnugt er var hann sagnaritari og lögmaður. Hann var lengi vel andstæðingur en svo bandamaður Gissurar Þorvaldssonar. Hann skrifaði Íslendinga sögu sem einmitt fjallar um helstu atburði Sturlungaaldar og þar á meðal Flugumýrabrennu 1253. Hann sættist við Gissur að lokum og haldið var brúðkaup í Flugumýri, Skagafirði þar sem tengdasonur hans, Hallur Gissurarsonar, lét lífið og Ingibjörg, dóttir hans, slapp naumlega frá.

Stturla hafði sum sé yfirgefið brúðkaupið og var því ekki sjónarvottur að brennunni sjálfri. Hann hefur að sjálfsögðu talað við sjónarvotta og þátttakendur eftir á og fengið vitnisburð þeirra. Segja má að frásögn hann sé því ítarleg og örugglega rétt hvað varðar atburðarrásina (tugir manna hefðu mótmælt ef hann hefði farið rangt með).

Lýsing hans af viðbrögðum Gissurar verður að teljast hlutdræg, enda varð hann lendur maður Gissurar síðar meir og hafði reynt að bindast fjölskyldutengslum við sinn fyrrum andstæðing einmitt í þessu fræga brúðkaupi.

Gissur er sagður hafa brugðist hetjulega við atför brennumanna, miðað við aðstæður, en ef litið er nánar á atburðarrásina, má sjá að hann var ef til vill ekki svo mikil hetja og ætla mætti. Tvær ástæður fyrir því.

Í fyrsta lagi, þá flúði hann brennumenn, í stað þess sem samfélagið ætlaðist til af honum, þ.e.a.s. að berjast fram í rauðan dauðann og verja fjölskyldu sína en konan hans og börn létust í brennunni varnarlaus.

Í öðru lagi, lagðist hann svo ,,lágt" að fela sig í sýrukeri og reyna þannig að koma í veg fyrir að hann fyndist, þ.e. hann óttaðist dauðann. Segir frásögninni svo frá að hann hafi hætt að skjálfa í kulda kersins þegar brennumenn komu inn að leita hans í búrinu. Getur ekki verið að hann hafi hætt að skjálfa vegna ótta og hann vildi ekki að þeir heyrðu tannglamrið? Nú vitum við það ekki, enda hann einn til frásagnar. En aðgerðir hann segja söguna í raun. Skuggi er því á hetjufrásögnina um Gissur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband