Hvað er Siðmennt? Trúarstofnun - vísindakirkja - heimspekifélag eða lífsskoðunarfélag

Ársreikningur Siðmenntar

Þessi spurning skaust upp í hugann þegar ég sá auglýsingu frá Siðmennt á Facebook. Þeir segjast vera lífsskoðunarfélag en haga sér eins og trúfélag.

Ég lagði nokkrar spurningar fyrir þá og fróðlegt væri að fá svör við. Hér er það:

Þið segið: ,,Við hjá Siðmennt bjóðum ákveðna þjónustu, m.a. nafngjafir, borgarlegar fremingar, giftingar og útfarir, auk þess að vera einhverskonar málsvari húmanískra gilda út á við ásamt fleiru þess konar."

Þetta eru allt hlutverk trúarfélaga og þið starfið eins og trúarstofnun. Eins og Kaninn segir: "If you quack like a duck and look like a duck, then you are a duck!" Það væri nær fyrir ykkur að kalla ykkur Vísindakirkjan! En því miður er það nafn frátekið af sci-fi trúarhópi.

En af hverju að halda í þessi form: a) Nafnagjafir (Hagstofnan gæti gert þetta ódýrara), b) Fermingar (af hverju ekki að sleppa þessu alveg og hafa ekki neitt, enda verða Íslendingar ekki fullorðnir 13 ára gamlir eins og á öldum áður?), C) Borgaralegar giftingar (sýslumaðurinn gæti alveg gert þetta ódýrara), D) Útfarir (nóg til af útfaraþjónustum sem geta séð um alla þætti útfarar, þar á meðal minningarræðu um hinn látna og E) málsvari húmanískra gilda (hver eru þau?. Ég mæli með heimspekideild HÍ í staðinn).

Mér sýnist þetta vera orðið að stofnun sem lifir á tekjum meðlima, n.k. sértrúarsöfnuður í harðri samkeppni við ,,önnur trúfélög" um sóknargjöld.

Svo er það um tilgang félagsins og hvert það beinist gegn. Félagið gerir út á andúð í garð trúfélaga, sama hvaða nöfn þau heita. And-eitthvað er ekki góður grunnur að byggja á siðferðislega. Og af hverju að hafa félagsskap um trúleysi? Geta trúleysingar ekki verið einir og án félagsaðildar? Getur verið að tekjur skipta hér máli? Eins og sjá má af ársreikningi félagsins, er það rekið með hagnaði og sækir fé sitt í sama hatt og trúfélög, sóknargjöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband