ÁGÚSTÍNUS KIKRJUFAÐIR UM TÍMANN


Hér kemur eitt umhugsunarefni frá Gunnar Jóhannesson guðfræðingi sem fær ykkur til að hugsa aðeins dýpra í morgunsárið. Hann ræðir um Ágústínus kirkjufaðir sem velti fyrir sér fyrirbrigðið tímann og upphaf alheimsins.

Gunnar segir: ,,Ágústínus kirkjufaðir (354-430) var heillandi heimspekingur og guðfræðingur og tvímælalaust einn mesti og áhrifaríkasti hugsuður sögunnar. Hann stóð á sínum tíma frammi fyrir djúpstæðum heimspekilegum og guðfræðilegum vanda: Hvað var Guð að gera áður en hann skapaði alheiminn? Af hverju skapaði Guð ekki alheiminn fyrr en hann gerði?

Á undan deginum í dag var gærdagurinn. Á undan gærdeginum kom dagurinn þar á undan, og svo framvegis. Hvernig má það vera? Teygir röð daganna sig óendanlega langt aftur í fortíðina? Ef svo er, hvernig gat Guð skapað alheim sem alltaf hefur verið til? Ef svo er ekki, hlýtur að hafa verið upphaf. En hvað átti sér stað á undan upphafinu? Ef Guð skapaði alheiminn hvað hafðist hann við áður en hann skapaði alheiminn?

Í eyrum marga í dag hljómar spurningin vafalaust kjánalega. En hún er það vitanlega ekki.Svar Ágústínusar, sem engum virðist hafa komið til hugar áður, var sannarlega undravert: Guð skapaði tímann með alheiminum! Með öðrum orðum var enginn tími „á undan“ alheiminum. Tilurð alheimsins, sagði Ágústínus, fól jafnframt í sér upphaf sjálfs tímans. Alheimurinn er líkur röð augnablika sem teygir sig tilbaka til upphafs síns. Guð er hins vegar utan og ofan við þá röð. Hann er ekki hluti af sjálfri röðinni. Hann er hin eilífa orsök á bak við röðina."

Í dag segir hin vísindalega þekking að tíminn er eiginleiki alheimsins, og varð til samhliða alheiminum. Sama svar í rauninni og Ágústínus gaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband