Gott dæmi um söguritun sigurvegarans, er sjónarhorn þeirra sem unnu seinni heimsstyrjöldina eða áttu þátt í sigrinum.
Ætla mætti að Bandamenn í vestri, Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadamenn og Frakkar hafi sigrað nasista nánast upp á eins dæmi ef litið er á kvikmyndir og sögur almennt. Meira gæti ekki verið fjarri sanni.
80% af bardögum og hernaður nasista var í austri gegn Sovétríkjunum. Það var voru þau, með stuðningi ótal aðila og með gífurlegu mannfalli, sem sigruðu nasistaríkið Þýskaland.
Þýska herliðið sem mætti Bandamenn í Normandí var þriðja flokks herlið, gamalmenn, unglingar, særðir hermenn eða hermenn í endurhæfingu. Samt áttu þeir í erfiðleikum með þetta afgangslið.
Eina sem Vesturveldum tókst að gera, var að koma í veg fyrir að sókn Sovétríkjanna endaði við Atlantshafs strendur, í stað Mið-Evrópu. Normandí innrásin var því bráðnauðsynleg til að koma í veg fyrir sovésk yfirráð yfir Evrópu allri.
Þannig að það var einræðisríki sem sigraði annað einræðisríki. Ekki lýðræðisríki á einræðisríki.
Bardagarnir á austursvígvöllunum í síðari heimsstyrjöldinni voru stærstu hernaðarátök sögunnar. Þeir einkenndust af fordæmalausri hörku, heildar eyðileggingu alls sem varð á veginum, fjöldaflutningum fólks og gífurlegu mannfalli vegna bardaga, hungurs, sjúkdóma og fjöldamorða. Af áætluðum 70–85 milljónum dauðsfalla sem rekja má til síðari heimsstyrjaldarinnar urðu um 30 milljónir á austurvígstöðvunum. Austurvígvellirnir var afgerandi við að ákvarða niðurstöðuna í evrópska þátt síðari heimsstyrjaldirnar og var að lokum meginástæðan fyrir ósigri Þýskalands nasista og öxarþjóðanna.
Stærstu stríðsríkin í Evrópu voru Þýskaland og Sovétríkin ásamt bandamönnum þeirra.
Þótt þau hafi aldrei tekið þátt í hernaðaraðgerðum við austurvígstöðina, veittu Bandaríkin og Bretland bæði Sovétríkjunum verulega efnislega aðstoð í formi útlán - leigu áætlunarinnar.
Deilt er um hvort að vopnasendingar Vesturvelda hefði breytt einhverju um útkomu stríðsins í austri. En ef Japanir hefðu opnað nýjar vígstöðvar í Síberíu, á austurströnd Sovétríkjanna, hefði Stalín lent í vandræðum og jafnvel tapað stríðinu, því að hann hafði flutt allt sitt herlið í vestur, því að hann vissi að Japanir ætluðu sér ekki að ráðast á bak hans.
Japanir borguðu þetta dýru verði í lok heimsstyrjaldirnar þegar Sovétmenn hertóku Mansjúríu í Kína með stórfelldum ósigri japanska hersins. Japanir voru í raun engir bandamenn Þýskalands og stuðningur Hitlers við árás Japani á Pearl Harbor og stríðsyfirlýsing gegn Bandaríkjunum voru stórfelld mistök.
Annað sem mér hefur alla tíð fundist ámælisvert og það er að helmingur Evrópu var látin í hendur einræðisherrann Stalíns án viðnáms Vesturvelda.
Tvær ástæður gætu verið fyrir því. Annars vegar vegna þess að Vesturveldin voru hræsnifull og var sama um örlög margra Austur-Evrópubúa eða hins vegar vegna þess að þau réðu ekki hernaðarlega við Sovétríkin.
Líklegri skýring var að Sovétríkin voru þá með milljónir manna enn undir vopnum og það hefði líklega kostað gífurleg átök að sigra þau sem Vesturlönd voru ekki tilbúin í eða gátu ráðið við. Samt voru Sovétríkin komin að fótum fram í maí; höfðu lagt allt undir í sókninni gegn Þýskaland. Samið frið við Finnland og tekið allt herlið frá Asíu-hlutanum.
George Patton, hershöfðingi Bandaríkjahers, vildi gera út um málið strax og hefja sókn í austur en fékk ekki. Bandaríkjamenn voru of uppteknir við að reyna sigra Japani. Það kostaði þá kalda stríðið í staðinn.
Þegar Ribbentrop ræddi við Hitler viku fyrir sjálfsvígið í byrginu, sagði Hitler honum að „hin raunverulega hernaðarorsök ósigurs“ væri brestur þýska flughersins í getu að berjast við óvini. Fyrir bandamenn í síðari heimsstyrjöldinni var ósigur Þýskalands forgangsverkefni þeirra.
Enginn möguleiki var á sigri í austri miðað við vopnaframleiðslugetu nasista og örugglega ekkert vopnahlé í boði. Þýskaland átti möguleika á að vinna seinni heimsstyrjöldina hefði Hitler ekki flýtt sér að ráðast á Sovétríkin....en talið var að vopnaframleiðsla þeirra hefði átt að ná hámarki 1943 og þá hefðu þeir verið tilbúnir í átök.
Önnur meginástæðan var að Þjóðverjar styrktu her sinn og flugher en samt ekki nóg mikið og þýski flotinn var vanburða.
Of seint var farið í kafbátaframleiðslu af fullum krafti og þar urðu nasistar undir vegna ráðningu dulmálslykil þeirra og annarra tækninýjunga bandamanna. Þeir komu með svör en of seint.
Vopnaframleiðslugeta og iðnaðarframleiðsla í heild sinni sker út um útkomu styrjalda. Þetta hafa verið sannindi frá tímum Rómverja, þegar þeir gátu endurnýjað heilu herina eftir stórfellda ósigra. Mesta geta í vopnaframleiðslu voru Bandaríkin og eru enn. Svo verður um framtíðarstríð, sá sem getur framleitt mest, vinnur.
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.