Fæðuöryggi á Íslandi


Íslendingar hafa verið sjálfum sér nægir um matvæli frá upphafi Íslandsbyggðar. Þó hafa þeir þurft á áföngum að halda, t.d. mjöl og messuvín og aðrar nauðþurftir. Eftir því sem þjóðinni fjölgar, er erfiðara að framleiða nóg fyrir alla. Á 18. og 19. öld voru Íslendingar orðnir vanir að fá fjölbreyttari matvörur en áður tíðkaðist.

Á Vísindavefnum er fjallað um kartöfluna og upphaf ræktun hennar en hún hefur reynst vera undirstaðafæða, til varnar hungursneyða síðan ræktun hófst. Dönsk stjórnvöld reyndu að hvetja Íslendinga til að hefja matjurtaframleiðslu í litlum görðum við bæina þegar á 18. öld en litlum árangri.

Í greininni ,,Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?“ á Vísindavefnum segir að ,,þrátt fyrir boð yfirvalda var það ekki fyrr en í upphafi 19. aldar að garðyrkja, og þar með talin kartöflurækt, varð almenn í landinu. Íslenskum bændum var illa við að stinga upp tún sín til að rýma fyrir matjurtagörðum. Á dögum Napóleonstyrjalda varð breyting á þessu viðhorfi. Þá komu fá kaupskip til Íslands og innflutningur dróst saman. Íslendingar voru enn á ný hvattir til þess að færa sér matjurtaræktina í nyt.“

Svo segir að mikil aukning varð í ræktun garðjurta og ,,á tíu ára tímabili, frá árinu 1801 til 1810, fjölgaði matjurtagörðum í landinu úr 270 í 1.194. Árið 1813 voru garðarnir orðnir 1.659 og árið 1817 voru þeir 3.466 talsins. Görðunum fór fjölgandi alla 19. öldina. Helsta hvatning íbúa landsins var án efa skorturinn sem fylgdi í kjölfar Napóleonstyrjaldanna. Þá þurftu Íslendingar að nýta sér öll tiltæk ráð til þess að komast lífs af.“ Matjurtaframleiðsla var komin til að vera. Hungursneyðir eins og tíðkuðust fyrr á öldum, voru úr sögunni.

Það varð friðvænlegt í Evrópu næstu hundrað árin eða svo, eftir Napóleonstríðin en fyrri heimsstyrjöldin kenndi okkur góða lexíu. Vöruskortur varð á Íslandi og mörg heimili voru háð matargjöfum. Talið er að um 250 heimili hafi þurft á matargjöfum að halda síðasta vetur styrjaldarinnar.

Kreppan mikla hófst 1929 og kom ári síðar til Íslands. Þar sem Ísland var ennþá mikið landbúnaðarland, varð ekki matvælaskortur í sveitum landsins en í Reykjavík fékk bjargarlaust fólk mat frá svo kölluðum súpueldhús og var þeim gefið mat sem verst voru staddir.

Vegna gang styrjaldarinnar í seinni heimsstyrjöldinni, varð aldrei alvarlegur matvælaskortur, því að Íslendingar fengu sín aðföng frá Bandaríkjunum og Bretlandi enda hernumið af þessum þjóðum.
Íslendingar höfðu sinn aðgang að matjurtagörðum sínum og nú var illræktin að hefja en afabróðir minn byrjaði að rækta grænmeti í Reykholti í Biskupstungum á fjórða áratugnum.

En þjóðinni hefur fjölgað nánast stöðugt síðastliðnar tvær aldir með fáeinum undantekningum og sífellt færri búa í sveitum landsins. Bæjar- og borgarbúar þurfa að treysta á að fá sinn mat, annað hvort erlendis frá eða treysta á íslenska framleiðslu.

Önnur kreppa skall á Ísland 2008 en þetta var fjármálakreppa. Litlu munaði að bankakerfið íslenska og peningaviðskipti hefði hrunið algjörlega. Afleiðingin varð fjölda atvinnuleysi, líkt og í kreppunni 1929 og skortur.

Covid-19 faraldurinn hefði getað leitt til matvælaskorts á Íslandi en vegna þess að Íslendingar eru sjálfum sér nógir í matvælaöflun, þá hefur ekki komið til matarskorts (gúrkuskortur hefur verið í tvo mánuði þó!). En ekki má mikið út af bregða, því að sífellt fleiri munna þarf að seðja.

Brýnna en áður hefur verið treysta matvælaöryggið og því er út í hött að leyfa íslenskum landbúnaði að deyja drottni sínum. Finna þarf jafnvægi í innflutningi erlendra matvæla og innlendrar framleiðslu, þannig að bæði geti lifað saman. Það er svo að Íslendingar hafa alltaf flutt inn matvæli, en nauðsynlegt er að ef innflutningur lokast, þá geti innlend framleiðsla brauðfætt Íslendinga.

Íslenskir bændur keppa við niðurgreidda landbúnaðarvörur, því eru tollar nauðsynlegir en þeir verða að vera í hófi, þannig að allir geta keppt á matvælamarkaðinum. Samkeppni við erlenda matvöru hvetur til aðhalds og hagkvæmni í rekstri en bændur verða að standa jafnfætis evrópska bóndann sem fær sínar matvörur niðurgreiddar af Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband